Helgafell - 01.01.1943, Page 74

Helgafell - 01.01.1943, Page 74
60 HELGAFELL hjá sér um veturinn, kenndi honum lögspeki og gifti honum Þórdísi, dótt- ur sína. En það voru ekki Snæfellingar einir, er nutu góðs af Bárði. Sagan segir, að hann hafi sveimað víða um landið. Bárðarhellir í Brynjudal í Kjós á að vera kenndur við hann. Snæfellingar hafa að líkindum verið hættir að heita á Bárð til fulltingis sér í mannraunum og vanda, löngu fyrr en saga hans var rituð. Mann- fólkið hafði þá eignazt nýja verndaranda, sem tekið höfðu við hlutverki hinna fornu, heiðnu hollvætta. Ein af jarteinum Þorláks biskups helga minnir t. d. mjög á það, er Bárður barg Ingjaldi. Sú jartein gerðist austur í Álftafirði. Tveir bátar voru á sjó í fiskiróðri, og skall á þá ofsaveður. Á öðrum bátnum voru sjö menn, og varð hann fyrri að landi, en braut í spón í lendingu, og týndist þar allur fjárhlutur, en skipverjum var bjargað af mönnum á landi. Á hinum bátnum voru tveir menn, og er þeir sáu ófarir hinna ,,þá sló á þá ótta ok hræðslu. Þeir hétu á hinn sæla Þorlák biskup til lífs ok farargreiða ok sungu pater noster; fóru síðan inn á boðana. En þeir, sem á landi vóru, sá stundum at eins skipit ok þótti öllum þeir ráðnir til bana. En er at sótti landinu, sá þeir, er á landi vóru, hinn þriðja mann sitja við stýri í svartri kápu á skipi þeirra ok stýrði svá at landi, at aldrei skeikaði þó at yfir félli. Komu þeir með heilu skipi at landi ok héldu öllum farmi sínum ok öllu gagni því, er á skipinu var“. Var það Þorlákur biskup, er við stýrið sat, þó að mennirnir á bátnum sæju hann ekki. En þótt Bárður væri eigi lengur heitguð, er saga hans var skráð, þá bera sagnirnar, sem hún hefur að geyma, enn nokkurt mót þess tíma, er menn enn trúðu á Snæfellsásinn og hétu á hann af alhug. Nýjar sagnir um hann hafa skapazt, eftir að sagan var skráð, og gengið í munnmælum og ganga enn, en mót hinnar fornu trúar á sögnunum hefur orðið óljósara, eftir því sem ald- irnar hafa liðið, og sagnirnar færzt nær og nær bábiljum. Yngstu og síðustu eftirstöðvarnar af heitunum fornu á landvættina í Snæfellsjökli er sennilega þófaraþulan alkunna: BárSur minn á JökJi leggstu á þófið mitt o. s. frv. Þulu þessa átti þófari að hafa yfir iðulega í hálfum hljóðum, meðan hann var að þæfa, svo að honum gengi vel þófið. Þulan er eins konar barnagæl- ur til Snæfellsássins og eflaust æði fjarlæg heitum þeirra manna, er trúðu því, að hann væri til og máttugur til bjargráða í hvers kyns vanda. Mörg örnefni á Snæfellsnesi minna á Bárð. Eins þeirra er getið í sögunni, Bárðarlaugar, en svo heitir enn sporöskjulöguð tjörn í svonefndu Laugar- holti fyrir ofan og vestan túnin á Hellnum. Hin örnefnin eru ekki nefnd í sögunni og eru líklega yngri en hún, því að ella myndi hinn örnefnafróði höfundur hennar væntanlega hafa getið þeirra. Bárðarskip er klettur í Drit- vík nefndur, og þar eru minni klettar eða steinar, sem kallaðir eru Bárðar-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.