Helgafell - 01.01.1943, Qupperneq 87

Helgafell - 01.01.1943, Qupperneq 87
SAGAN UM HELFÖR MÍNA 73 sennilega verður aldrei úr skorið, hvort flugvélar eltu hann og skutu niður, eða hann hrapaði í sjó niður af benzínskorti. ,,Sagan um helför mína birtist 1931, bæði í Lundúnablaðinu Times, Netú Yor\ Times og mörgum öðrum blöðum á meginlandi Evrópu, en nokkuð stytt. Nú er hún hér prentuð aftur og ekkert fellt úr, og er það gert fyrir bænarstað margra manna, svo að hún fái á sig varan- legt snið, og til þess að þeir, sem hafa lesið leikinn Icario (sem háskólaprencsmiðjan í Oxford gaf út með þýðingu á ensku), fái kynnzt athöfnum skáldsins og samræminu milli hugsjóna oc örlaga hans og aðalpersónunnar í Icario(Ur inngangi ensku útgáfunnar). Klukkan þrjú ætla ég að söðla Pegasus, þar sem hann bíður mín á Bláu slröndinni niður við Miðjarðarhafið. Flugvélin mín heitir Pegasus. Hún er rauðbrún á skrokkinn, en hvít á vængi. Og þótt hún hafi átta hesta afl, er hún rennileg eins og svala. Full af ben7ini geysist hún um háloftin eins og nafni hennar forðum daga, en á nóttunni getur hún að geðþótta sínum svifið um geiminn, eins og loftandi. Ég rakst á hana í Herkynaskógi, og hinn aldraði eigandi hennar ætlar að færa mér hana fram á strönd Tyrrenahafs, því að hann hyggur í mestu einlægni, að hún eigi að vera til skemmtunar ungum, iðjulausum Englend- ingi. Framburður minn, þótt slæmur sé, vekur honum engan grun. Ég vona, að hann taki ekki hart á bragðvísi minni. Við erum samt ekki í neinum hégómaerindum — við ætlum að bera frelsisboðskap yfir hafið til þjóðar, sem situr í viðjum. En svo að sleppt sé öllu þessu líkingamáli, sem ég hef orðið að nota til þess að leyna upp- runa flugvélarinnar, þá ætlum við til Rómaborgar og dreifa úr lofti frelsis- orðum, sem þar hafa verið bönnuð í sjö ár, rétt eins og þau væru glæpur. Og það er engin furða, því að ef þau hefðu mátt um munn fara, hefðu þau innan fárra stunda komið svo óþyrmilega við fasistaharðstjórnina, að hún hefði rambað á grafarbarminum. Allir stjórnhættir í heimi, jafnvel stjórnhættir Afghana og Tyrkja, leyfa þegnunam nokkurt frelsi. En fasistastefnan á þann einn kostinn að ger- eyða allri hugsun — sjálfri sér til varnar. Hún verður ekki átalin, þótt hún leggi þyngri refsingu við trúnni á frelsið og tryggðinni við stjórnarskrá ítala heldur en við föðurmorðum; því með þeim einum hætti getur hún lifað. Ekki má hallmæla henni, þótt hún geri þúsundir manna útlaga án dóms og laga, eða kveði upp dóma, sem nema mörg þúsund ára fangelsi, á fjórum árum. Hvernig ætti hún að fá ráðið við frjálshuga þjóð, ef hún hræddi hana ekki með þrjú hundruð þúsundum málaliðsmanna ? Fasistar eiga þann einn kostinn. Þeir menn, sem eru á þeirra skoðun, hljóta að taka undir með postula stefnunnar, Mussolíni, og segja: „Frelsið er úldnað hræ“. Þótt menn geri ekkert annað en að óska stefnunni lífs, hljóta þeir að láta sér vel líka morð Matteottis, og launin, sem morðingjum hans voru greidd, Þeir hljóta aÖ láta sér vel líka, að öll blöð á Ítalíu séu múlbundin, og hús Croce heim- spekings jafnað við jörðu. Þeir verða að láta sér það vel lynda, að milljón-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164

x

Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.