Helgafell - 01.01.1943, Side 123

Helgafell - 01.01.1943, Side 123
MERGURINN MÁLSINS 109 menntun alþýðunnar og kennarastéttarinnar má minnka lestrarlöngun almennings svo, að um muni. Georges Duhamel hefur skrifað: „Svo kann að fara, að bækur verði einskis virði öllum þorra manna eftir 50 ár og ein- ungis fámennur flokkur kæri sig um þær.“ Bókinni ógna þó ekki einungis lagaákvæði og kúgun af hálfu ýmissa hugmyndakerfa. Aldarandinn allur, öll lífsstefna okkar, meira að segja heimspeki okkar er fjandsamleg mannviti og menningu. Þetta sálarhyldýpi vestrænna manna er geigvænlegt. Það eru ekki böðlar bókanna og ekki þeir, sem láta sig þær einu gilda, er dæma þær harðast, hek’.'ir sjálfir höfundar þeirra. Lestrarlöngunin og jafnvel áhugi menntaðra manna á bókum minnkar árlega. í Ameríku verður fyrir okkur næsta fáránlegt fyrirbrigði, sem þó er tímanna tákn. Þar eru gefin út mörg tímarit, sem birta „beztu grcinina" úr hverju tímariti, sem komið hefur út þá vik- una, og undir hverri fyrirsögn er frá því skýrt, hve margar mínútur sé verið að lesa greinina, t. d. milli tveggja stöðva á neðanjarðarbraut- inni. Hættulegustu andstæðingar bókarinnar eru kvikmyndahúsin, útvarpið og myndablöðin. Öll keppa þau að því, að bókinni verði of- aukið, og í eðli sínu eru þau háskaleg þeirri menningarstefnu, sem hefur bókina að tákni sínu. Sú skoðun verður æ algengari meðal manna, að þeir ræki andlegar skyldur sínar með því að skreppa öðru hverju í kvikmyndahús og hlusta á útvarp. Menn kjósa áreynsluminnstu aðferðimar til þess að afla sér þekkingar og skemmtunar. Afleiðing þeirrar stefnu, sem blöðin hafa tekið nú, er sljóvgun andlegrar skerpu. Blöðin nota æ meira af myndum, ekki aðeins til þess að skýra lesmálið, heldur einn- ig til þ ess að Iáta í ljós skoðun og hugsanir. Með þessu lagi losa þau lesendur sína við þá áreynslu að kynna sér þau mál. sem um er að ræða. Myndirnar steindrepa lesmálið, gera það óþarft. Það er ekki nauðsynlegt að kunna að lesa til þess að fylgjast með efninu og at- burðunum. f bók sinni Defénse des lettres, — Vöm bókarinnar, — neitar Georges Duhamel því, að unnt sé að byggja þroskavænlega og frjóa menningu á myndum og talvélum. Bók- in er undirstaða menningar vorrar, en nú er henni háski búinn. Hæfilegur vinnutími Úr tímaritinu SCIENCE DIGEST Á vegum ráðs þess, sem annast heilbrigðis- rannsóknir í Bretlandi, starfar nefnd, er kynn- ir sér heilsu verkafólks í verksmiðjum. Nefnd þessi rannsakaði ekki alls fyrir löngu 50 verk- smiðjur, þar sem 200.000 manns vinna, og komst að þeirri niðurstöðu, að karlar ættu ekki að vinna Iengur en 55 til 60 stundir. Sextíu og fimm stunda vinnuvika jók ekki fram- leiðsluna, og telja mátti, að svo langur vinnu- tími væri skaðlegur heilsu manna og drægi úr starfsorku þeirra. Hftir undanhaldið frá Dunquerque var vinnutími kvenna í flestum brezkum verk- smiðjum aukinn um 13 stundir á viku, úr 56 í 69. Framleiðslan jókst um 25 af hundraði fyrstu vikuna, 15 af hundraði þá næstu og um það bil 10 af hundraði næstu sex vik- urnar. Eftir það varð hún minni en hún hafði verið, áður en vinnutíminn var lengdur. Orsökin var bersýnilega lengd vinnutímans, og hann var þá styttur í 63 stundir á viku, en framleiðslan var álíka mikil og áður með 56 stunda vinnuviku. í skýrslu nefndarinnar er skýrt frá tilraun, sem gerð var um tvo flokka manna, með 200 í hvorum. Annar flokkurinn vann fyrst
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.