Helgafell - 01.01.1943, Síða 153

Helgafell - 01.01.1943, Síða 153
BÓKMENNTIR 139 sá farvegur, sem hvers konar nytsamleg þekking um heilbrigðismálefni geti runnið eftir til ís- lenzkrar alþýðu. Ekki hefði verið unnt að fá færari mann til þess starfa en hann, því að það er hvort tveggja, að hann er prýðilega að sér um heilbrigðismál og í bezta lagi ritfær, og ekki spillir það, að hann er flestum mönnum lagnari að fá aðra til að skrifa og velja þeim verkefnin. En eins og gefur að skilja, er það ekki á allra færi að fá störfum hlaðna lækna til að skrifa alþýðlegar fræðigreinar fyrir litla borgun. Fá tímarit, sem nú koma út hér á landi, eiga frekar skilið mikla útbreiðslu en þetta. Níels Dungal Vilmundur Jónsson: SKIPUN HEIL- BRIGÐISMÁLA Á ÍSLANDI. Rvík. 1942 — Ríkisprentsmiðjan Gutenberg. í formála rits þessa getur höfundur þess, að það hafi upphaflega verið skrifað sem kafli í tit um félagsmálefni. sem fyrrverandi félagsmála- ráðherra hafi látið taka saman, en þar sem út- gáfu heildarritsins hefur verið frestað, er þessi þáttur ritsins gefinn út sem sérstök ritgerð. Rit þetta er mesta heimildarrit, sem enn hefur út komið um skipun heilbrigðismála íslands, og nær yfir allt tímabilið, frá því að landið byggð- ist, þótt lítið fari að vonum fyrir læknisfræð- mni framan af öldum. Þannig er á sex blað- síðum hægt að segja sögu læknaskipunarinnar fram að 1760, þegar landlæknisembættið var stofnað. Er allýtarleg og mjög fróðleg frásögn um heilbrigðisástandið í landinu, þegar fyrsti lærði læknirinn setzt að í landinu, og síðan kyggt á skýrslum og ritgerðum læknanna úr því. Gerð er grein fyrir löggjafarstarfsemi um heilbrigðismál, og mun hvergi á einum stað vera saman komið eins ýtarlegt yfirjit frá þvf sjúnarmiði séð og í þessari ritgerð. Ekkert er til sparað, að sem gleggst yfirlit fáist til saman- burðar við fyrri tíma og eru mörg línurit og teikningar til að auðvelda lesturinn. Kostnað- urinn við heilbrigðismál hefur vaxið úr kr. 0,43 ú mann 1874 upp í kr. 19,97 árið 1939. En þessu fé hefur ekki verið á glæ kastað, því að 1850— 1860 var meðalævi íslenzkra karlmanna 31,9 ár °g kvenna 37,9 ár, en 1921—30 er meðalævi kar]a komin upp f 56,2 og kvenna upp f 61,0, hefur með öðrum orðum lengzt um 23 ár fyr- lr karlmenn og 24 ár fyrir kvenfólk og er senni- lega orðin enn Iengri nú. Ytarleg greinargerð er um sjúkrahús, og eru fram talin öll sjúkrarúm, sem til eru í landinu. Að tölunni til eru þau býsna mörg, en hitt kem- ur ekki eins vel fram, hve léleg mörg þeirra eru og mörgum sjúkrahúsunum ábótavant mið- að við það, sem vera þyrfti. Langt mál er um tryggingarstarfsemi og styrktarstarfsemi fyrir ýmis konar sjúklinga. Meðal annars eru taldir upp allir sjóðir, sem ætlaðir eru til styrktar sjúklingum, og mun slík skrá hvergi vera til annars staðar á prenti. Nema þeir alls 1,3 milj. króna, en margir eru smáir. Siðasti kaflinn, um heilbrigðisástandið f land- inu og framtíðarhorfur, gefur ekki tilefni tij eins svartsýnna hugleiðinga um framtíð fslendinga og mörgum hættir til í seinni tíð. Það sem af er hefur verið mesta uppgangstimabil þjóðarinnar, því að nú fyrst er fólkinu að fjölga og mann- dauðinn verulega að minnka. Við erum að byrja að sigrast á berklaveikinni og flestir farnir að deyja úr elli, eins og vera ber, en ekki úr sótt- um, sem oft voru lítið annað en grímuklætt hungur. Aukin þekking og betri lífskjör hafa reynzt þjóðinni haldbetri í viðureigninni við mannanna mein en allir helgir dómar, fyrirbænir og guðs- orðalestur, sem áður var eina athvarfið í þeim efnum. Níels Dungal. Sagan á bak við söguna GuSmundur Daníelsson: SANDUR. Þorsteinn M. Jónsson, Akureyri 1942, 249 bls. Verð: kr. 20.00 ób. Þessi nýja skáldsaga Guðmundar Daníelsson- ar er önnur í röðinni innan sagnabálks þess, er hófst í fyrra með bók hans Af jörSu ertu \om- inn, I. Eldur. Að vísu ber þessi saga hans hvorki slíkt samheiti né tölusetningu utan á sér og er auk þess að mestu sjálfstæð að efni, en sögurn- ar ná þó saman, áður en lýkur, og gamlir kunn- ingjar koma í leitirnar. Þessi saga gerist að nokkru leyti á undan hinni fyrri (,,Sagan á bak við söguna"); hún fer fram sunnanlands og hermir frá ættfólki síra Gylfa, er sjálfur kemur til sögunnar að lokum, jafn laus við það að vera söguhetja eins og áður. Ég tel þó ekki ástæðu til að fjölyrða um sjálft söguefnið á þessu stigi skáldverksins, vegna þess að mér þykir sem enn verði það ekki af því ráðið, sem mig fýsir þó óneitanlega mest að vita um höfund með jafn ótvíræðri ritleikni og frásagnargáfu og Guðmund Daníelsson: hvað
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.