Morgunblaðið - 01.08.2014, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 01.08.2014, Qupperneq 1
F Ö S T U D A G U R 1. Á G Ú S T 2 0 1 4 Stofnað 1913  179. tölublað  102. árgangur  FLJÚGÐU Á FESTIVAL MEÐ FLUGFÉLAGI ÍSLANDS BÓKAÐU TÍMANL EGA Á FLUGFE LAG.IS ÞJÓÐHÁTÍÐ Í EYJUM Vestmannaeyjum (1. - 4. ágúst) NEISTAFLUG Neskaupstað (1. - 4. ágúst) MÝRARBOLTI Ísafirði (1. - 4. ágúst) EIN MEÐ ÖLLU Akureyri (31. júlí - 4. ágúst) ORMSTEITI Egilsstöðum (15. - 24. ágúst) KVIKMYNDIN BAKK FRUMSÝND UM PÁSKANA FJÓRIR FJÓRÐUNGAR HÖFNIN STÖÐUGT EFTIRSÓTTARI HJÁ GESTUM SAMAN Í FYRSTA SINN 31 SÉRSTAÐA 10BAKKAÐ UM LANDIÐ 31 Ljósmynd/Brynja Dagbjartsdóttir Vegir Holóttur Hamarsvegur í Flóa.  Hreinn Haraldsson vegamála- stjóri segir Vegagerðina aðeins hafa fengið um 65-70% þess fjár sem þarf til að halda vegakerfinu gangandi. Áhersla hafi verið lögð á að halda bundna slitlaginu í lagi og þá hafi malarvegirnir orðið út- undan. Ómar Ragnarsson segir malarvegi landsins ekki hafa verið jafnslæma í 60 ár, en hann hefur eins og mörg undanfarin ár verið mikið á ferðinni í sumar. »4 Malarvegirnir hafa orðið útundan Baldur Arnarson Þorsteinn Ásgrímsson Miðborg Reykjavíkur mun taka miklum breytingum á næstu miss- erum vegna tugmilljarða fjárfesting- ar í íbúðum og hótelum. Spenna er að myndast á byggingarmarkaði og gæti þessi fjárfesting því haft áhrif á byggingarkostnað á öðrum svæðum á höfuðborgarsvæðinu og víðar. Fram kemur í samantekt Morgun- blaðsins í dag að heildarfjárfesting í hótelum, íbúðum og skrifstofuhús- næði í miðborginni á næstu þremur árum verður minnst 71 milljarður, en gæti vel farið yfir 100 milljarða fram til ársins 2017. Nú þegar hefur vinna hafist við fjölmörg stór verkefni, en auk þess eru fleiri stórir reitir sem stefnt er að því að byggja upp eða endur- hanna á næstu árum. Sú uppbygging mun, ásamt endurgerð gatna, hafa mikil áhrif á ásýnd miðborgarinnar. Húsnæðiskostnaðurinn hár Uppbyggingin mun líka hafa mikil áhrif á vinnumarkaðinn og eftir- spurn eftir iðnaðar- og verkafólki. Viðmælendur Morgunblaðsins eru sammála um að skortur sé að verða á sérhæfðu iðnaðarfólki á höfuð- borgarsvæðinu. Það ásamt takmörk- uðu framboði á byggingarverka- mönnum kalli á innflutt vinnuafl. Gylfi Gíslason, framkvæmdastjóri JÁVERKS, segir hækkandi hús- næðiskostnað á höfuðborgarsvæðinu hafa í för með sér að dýrt sé að flytja inn og hýsa erlent vinnuafl. „Sá kostnaður hlýtur að smitast í byggingarkostnaðinn. Að lokum borgar viðskiptavinurinn slíkan kostnað,“ segir Gylfi. Annar heimildarmaður í bygg- ingargeiranum, sem óskaði nafn- leyndar, telur að hár kostnaður við innflutt vinnuafl muni leiða til þess að minna verði byggt á jöðrum höf- uðborgarsvæðisins en ella. Verktak- ar muni vilja byggja miðsvæðis. MMiðbærinn tekur »14-15 Yfir 70 milljarðar  Tugmilljarðar í nýjar íbúðir og hótel í miðbæ Reykjavíkur  Fjárfestingin gæti farið yfir 100 milljarða árin 2014-2017 Útihátíðin Ein með öllu var sett með pompi og prakt á Akureyri í gærkvöldi. Hófust hátíðar- höldin með útitónleikum í Skátagili og undu gestir sér vel í grasbrekkunni. Gera má ráð fyrir því að ferðaþyrstir Íslend- ingar leggi land undir fót um helgina og að sögn lögreglunnar á Selfossi og í Reykjavík var um- ferð tekin að þyngjast undir kvöld í gær. Fleira ferðafólk var á suður- en norðurleið frá höf- uðborgarsvæðinu. Umferð hafði gengið vel en aðalferðadagurinn er í dag og þá má sjá betur hvert leið flestra liggur. vidar@mbl.is Tónninn gefinn á Einni með öllu Ljósmynd/Þorgeir Baldursson Umferð þyngdist undir kvöld í gær og fleiri voru á suðurleið en norðurleið  Leigubíl- stjórar telja að svokallaðar „skutlsíður“, þar sem ein- staklingar bjóða fólki akstur gegn gjaldi, taki spón úr aski þeirra og eru áhyggjufullir yfir þróuninni. Slík- ar síður má m.a. finna á Face- book. Bifreiðastjórafélagið Frami hefur kært eina netsíðuna og bíð- ur óþreyjufullt eftir því hvort ákært verði. » 12 Leigubílstjórar ugg- andi yfir skutlinu  Von er á þriðju pólitísku skip- uninni í sendiherrastarf, sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins. Mun sú staða koma í hlut Samfylk- ingarinnar. Forysta flokksins hef- ur, samkvæmt upplýsingum blaðs- ins, ekki gert tillögu um neinn sérstakan kandídat í stöðuna við ut- anríkisráðherra og að sögn for- manns Samfylkingarinnar hefur slíkt ekki verið rætt í forystunni. Utanríkisráðherra hefur skipað tvo nýja sendiherra frá 1. janúar 2015, þá Geir H. Haarde og Árna Þór Sigurðsson. Stjórnmálamaður hefur ekki verið skipaður í starf sendiherra undanfarin sex ár. »6 Þriðja skipun sendiherra í bígerð Þriggja sólar- hringa vopnahléi hefur verið lýst yfir á milli Ísr- aelshers og Ha- mas á Gaza. Átti það að taka gildi klukkan fimm í nótt, eða klukkan átta að staðar- tíma. Var það John Kerry, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, sem greindi frá þessu í gærkvöld. Segir hann vopnahléið vera nauðynlegt almennum borgurum á Gaza og gert af mannúðarástæðum. „Það mun veita fólki færi á að grafa hina látnu, hlúa að særðum og birgja sig upp af matvælum,“ hefur AFP eftir honum. Haldinn verður fundur í Kaíró í dag þar sem reynt verður að koma á varanlegu vopnahléi. »17 Vopnahléi lýst yfir á Gaza John Kerry

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.