Morgunblaðið - 01.08.2014, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 01.08.2014, Blaðsíða 11
DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 2014 /!      0                    %**   !  /      /   ,   *Vatnsmagn í miðlunarlónum er mælt í gígalítrum (milljörðum lítra). Krókslón ' %&* ) Hágöngulón ' -1* ) Blöndulón ' &%1 ) Þórisvatn ' %&** ) Hálslón ' 1%** ) Sultartangalón 109 Gl. • Kelduárlón 60 Gl. • Hrauneyjalón 33 Gl. • Sporðöldulón 25 Gl. • Gilsárlón 20 Gl. • Bjarnalón 5 Gl. • Ufsar– og Vatnsfellslón 3 Gl. Morgunblaðið/Þórður Reykjavíkurhöfn Farþegaskipið Andrea siglir af stað úr höfninni. Ferðamenn geta farið í ýmiss konar ferðir frá höfninni. Erlendir ferðamenn eru í miklum meirihluta en Íslendingar sækja þó mikið í sjóstangaveiði. sér fyrir á Granda. Hafnarsvæðin höfða því greinilega til ferðamanna þar sem verslunum fjölgar og þjónusta eykst sífellt og ferðaþjón- ustan þar blómstrar sem aldrei fyrr. Íslendingar sækja í sjóstöng Eitt þeirra fyrirtækja sem bjóða upp á bátsferðir frá höfninni er Special Tours og segir Þurý Hannesdóttir, gæða- og vefstjóri fyrirtækisins, það alltaf vera skemmtilegt að horfa á mannlífið á höfninni og á fallega útsýnið út á sjóinn, sem og að vera innan um alla afþreyinguna og góðu veit- ingastaðina sem séu á höfninni. „Hafnarlífið er yndislegt og það er mjög gaman að sjá hversu mikil uppbygging hefur átt sér stað hér við höfnina undanfarin ár,“ segir Þurý. Hún segir hafn- arlífið hafa gengið mjög vel fyrir sig í sumar. „Það er alltaf mikið líf hér á höfninni og auðvitað æðislegt þeg- ar sólin skín inn á milli, þá fjölgar í ferðirnar og fólk getur setið úti á veitingastöðunum hér í kring,“ segir Þurý sem segir veðrið vit- anlega hafa áhrif í þessum bransa. Veðrið hefur auðvitað alltaf einhver áhrif á sjóferðirnar, sér- staklega ef það eru óhagstæðar vindáttir. Við reynum að segja gestum okkar að hvölunum sé al- veg sama þó það rigni aðeins og svo erum við með rosa góða galla fyrir farþegana okkar sem henta vel í íslenskri veðráttu,“ segir Þurý. Þó svo að erlendir ferðamenn séu í miklum meirihluta á Gömlu höfninni segir Þurý að Íslendingar láti reglulega sjá sig. „Þeir koma hingað og þá oft- ast til þess að borða á góðu veit- ingastöðunum sem við höfum hérna við Gömlu höfnina. Einnig er það mjög vinsælt meðal Íslend- inga að fara í sjóstangaveiði,“ seg- ir Þurý, Þá segir hún Íslendinga láta vel af „Dinner Cruise“-ferðum fyr- irtækisins. Í þeirri ferð er hvala- skoðunarskipinu Andreu breytt í fljótandi veitingastað og segir hún það vera gert í samstarfi við veit- ingastaðinn Kopar sem einnig er við höfnina. Morgunblaðið/Þórður Hafnarlíf Viktor Ingi Lorange, þjónn á veitingahúsinu MAR, er almennt ánægður við höfnina en vill fá fleiri listamenn á hafnarsvæðið. „Litadýrðin sem fylgir í kjölfar rigning- arinnar er engu lík. Túristarnir streyma hingað á höfnina í regnjökkunum sínum, í öllum regnbogans lit- um,“ segir Viktor. Félag harmonikuunnenda í Reykjavík heldur nú um verslunarmannahelgina að Varmalandi í Borgarfirði á sitt ár- lega harmonikumót sem ber yfir- skriftina Nú er lag. Þetta er í fjórða sinn sem þetta mót er haldið og hef- ur þátttakan jafnan verið góð. Á móti þessu stillir fólk saman strengi sína, dragspilið er þanið og svo skemmtir það sér saman í nokkra daga og dansar á kvöldin. Fjölmargar harmonikuhljómsveitir félagsins munu leika fyrir dansi og jafnvel er von á gestaspilurum úr sveitum Borgarfjarðar. Von á norska harmonikusnill- ingnum Emil Johansen sem ætlar að taka þátt í hátíðinni, ásamt fjölskyldu sinni. Johansen er 37 ára gamall Norðmaður sem undanfarin ár hefur vakið mikla athygli fyrir góðan tón- listarflutning. Hljómsveit Emils leikur á tónleikum kl. 14 á laugardeginum, en tvær dætur hans sem eru 14 og 11 ára taka einnig þátt í spilverki þessu. Auk tónlistaratriða verður sölusýn- ing á harmonikum af ýmsum gerðum á vegum EG tóna. Harmonikuspilverk á Varmalandi Morgunblaðið/Ómar Tónar Músíkin gleður og því verður sjálfsagt gaman á hátíð helgarinnar. Dragspilin þanin og dansinn mun duna í Borgarfirðinum Það er alltaf gott að koma heim, sér- staklega eftir langar fjarvistir. Heim getur samt verið svo afstætt. Á ferð- um mínum um Mið-Evrópu á fyrri hluta árs var Vín alltaf heim. Þegar ég var svo í Vín var Reykjavík heim. Hinn forni sannleikur er að það breytist ekkert þegar maður fer til útlanda nema maður sjálfur. Það er að mörgu leyti rétt. Ég hef miklu bet- ur áttað mig á verðmæti þess að búa þétt svo almenningssamgöngur virki. Evrópusambandið er hvorki bjarg- vættur okkar né banabiti, það er bara risavaxin stofnun sem oft er notuð til að matreiða löggjöf ofan í fólk sem þjóðþingin vilja ekki berja í gegn af ótta við óvinsældir. Íslenskt veðurfar er öm- urlegt, en of mikill hiti er verri en rok eða rigning. Samt ekki saman, rok og rigning er alltaf verst. Umræða erlendis er á ná- kvæmlega jafnlágu plani og hún er á Íslandi. Heima er samt ekki alveg eins og það var. Þegar ég gekk niður Lauga- veginn varð ég hissa á hvað ótrú- lega margir ferðamenn eru þessa dagana í miðborg Reykjavíkur. Fjöldinn var ekki svona áberandi síðasta sumar – nú verður varla þverfótað fyrir pólf- araklæddum útlend- ingum. Þessi þróun er öll hin ágætasta. Ef Reykjavík, já og Ís- land í heild, vantar eitthvað, þá er það ekki betra veður eða fleiri virkjanir eða ódýrari bjór. Okkur vantar fleira fólk. Höfuðborg- arsvæðið yrði frábært ef íbúum þess myndi fjölga um svona eins og hálfa milljón, án þess að það stækkaði út á við. Sveitir landsins væru líka mun betur settar ef á landinu öllu byggju milljón sálir, jafnvel þótt hlutföllin höfuðborg/landsbyggð héldust óbreytt. Á Akureyri byggju 50.000 manns og á Ísafirði 10.000. Auðvitað fylgja þessum ferðamannastraumi vaxtar- verkir. Leigumarkaðurinn þrengist og lundabúðir yfirtaka rými þar sem áður voru virðulegar herrafata- verslanir. Á móti kemur að öll þjón- usta og afþreying verður arðbærari, sem skilar sér í betri borg fyrir okkur sem erum í henni árið um kring. Hið forn- kveðna sannaðist því ekki alveg. Heima er eiginlega orðið betra en það var áður en ég fór. »Höfuðborgarsvæðiðyrði frábært ef íbúum þess myndi fjölga um svona eins og hálfa milljón HeimurGunnars Dofra Gunnar Dofri Ólafsson gunnardofri@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.