Morgunblaðið - 01.08.2014, Page 9

Morgunblaðið - 01.08.2014, Page 9
Samið hefur við norska fyrirtækið Polarkonsult A/S um hönnun nýrrar Vestmannaeyjaferju sem á að leysa Herjólf af hólmi. Á hönnuninni að ljúka í febrúarlok á næsta ári en reiknað er með að smíði ferjunnar ljúki síðla árs 2016. Fram kemur á vef Vegagerðarinn- ar að Hreinn Haraldsson vegamála- stjóri skrifaði undir samninginn við norska fyrirtækið í vikunni. Samn- ingsupphæðin er rúmlega 800 þús- und evrur eða um 124 milljónir króna. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra heimilaði í febr- úar á þessu ári að auglýsa útboð um hönnun ferjunnar. Um það sá starfs- hópur um hönnun og smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju. Ríkiskaup önn- uðust auglýsingu útboðsins sem fór fram á Evrópska efnahagssvæðinu. Eitt gilt tilboð Þrjú tilboð bárust en tvö þeirra reyndust ógild og því þriðja var hafn- að þar sem það var langt yfir kostn- aðaráætlun. Að tillögu ráðgjafa starfshópsins, Jóhannesar Jóhannessonar skipa- verkfræðings, voru teknar upp samningaviðræður við norska fyrir- tækið Polarkonsult sem átti eina gilda tilboðið í hönnun ferjunnar. Samningurinn sem nú hefur verið undirritaður byggist á endurnýjuðu tilboði Polarkonsult og segir Vega- gerðin að samningsupphæðin sé svipuð og upphafleg kostnaðaráætl- un gerði ráð fyrir. Undirverktaki er danska fyrirtækið Force Techno- logy. Upphaflega var þó gert ráð fyrir að hönnun lyki í nóvember í ár en vegna tafa verður það ekki fyrr en í febrúar á næsta ári. Reikna megi með að smíði skipsins verði boðin út og verkinu lokið síðla árs 2016. Erfiðar aðstæður Á heimasíðu Polarkonsult segir, að aðstæður í Landeyjahöfn séu erfiðar vegna blöndu af löngum öldum af hafi og minni öldum af strönd og að auki sé sterkur hafstraumur í mynni hafnarinnar. Dýpið í höfninni sé að- eins 4,5 metrar og ferjan þurfi að geta athafnað sig í allt að 3,5 metra ölduhæð. Því sé nauðsynlegt að ferj- an risti grunnt og auðvelt verði að stýra henni. Skipið verður um það bil 65 metra langt og mun taka um 390 farþega auk bíla. Samið um hönn- un nýrrar Vest- mannaeyjaferju  Reiknað með að smíðinni ljúki 2016 Morgunblaðið/Árni Sæberg Höfn Herjólfur siglir inn í Landeyjahöfn. Þar eru aðstæður oft erfiðar. FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 2014 Páll Fannar Einarsson pfe@mbl.is Formlegu sumarstarfi Vinnuskóla Reykjavíkur lauk síðastliðinn þriðju- dag þegar nemendur hættu störfum. Næstu daga munu þó svokallaðir leiðbeinendahópar, sem samsettir eru úr þeim leiðbeinendum sem kjósa að vinna lengur, ásamt 17 ára hópum, starfa við þau verkefni sem eftir eru. 1.577 nemendur á aldrinum 15- 16 ára og rétt liðlega 90 starfsmenn á 17. ári aldri störfuðu hjá Vinnu- skólanum í sumar. „Sumarið gekk nokkuð vel hjá okkur þrátt fyrir leiðinlegt veður. Þetta er mjög svipað sumar og var hjá okkur í fyrra en þá vorum við með álíka marga starfsmenn og vorum að sinna eins störfum.“ Krakkarnir nokkuð sáttir „Krakkarnir hafa verið nokkuð sáttir hjá okkur en það verður auð- vitað allt töluvert þyngra þegar það er mikil bleyta. Við reynum þá bara að haga vinnunni eftir því,“ segir Magnús Arnar Sveinbjörnsson, skólastjóri Vinnuskóla Reykjavíkur. Vinnuskólinn er útiskóli og flest- öll verkefni skólans snúast um um- hirðu gróðurs og beða víðs vegar í borgarlandinu og á stofnanalóðum. Helstu verkfæri sem notuð eru í starfi eru ýmis smá handverkfæri til beðavinnu, skóflur, hrífur og hjól- börur, auk sláttuvéla og orfa. „Meginverkefni yngri krakk- anna í níunda bekk eru bundin við skólalóðir en þegar þeim er lokið fara þau í sambærileg verkefni og eldri krakkarnir sinna,“ segir Magnús en spurður hvort eitthvað hafi verið um alvarleg slys, segir hann: „Það er alltaf eitthvað um minniháttar slys en fæst þeirra eru alvarleg. Ef það koma upp slys hjá okkur þá er al- gengast að þau tengist íþróttaiðkun eða leikjum í matar- eða kaffitímum.“ Formlegu starfi Vinnuskóla lokið Morgunblaðið/Ómar Sumarvinna Vinnuskólinn er útiskóli og flestöll verkefni skólans snúast um umhirðu gróðurs og beða.  Segir sumarið hafa gengið vel, þrátt fyrir leiðindaveður VAKANDI!VERTU blattafram.is VERNDARI BARNA Í 10 ÁR 36% þeirra sem beita drengi kynferðislegu ofbeldi eru ókunnugir karlar. Ármúli 32 | 108 Reykjavík | Sími 568 1888 | www.parketoggolf.is Brooklyn Pine Stærð: 8x243x2200mm Búast má við miklu annríki í Vínbúð- um landsins í dag en vikan fyrir verslunarmannahelgi er að jafnaði ein annasamasta vika ársins. Þar af er föstudagurinn sá dagur vikunnar sem mest selst af áfengi. Í fyrra seld- ust tæplega 727 þúsund lítrar þessa viku. Til samanburðar seldust 438 þúsund lítrar vikuna 15.-20. júlí í fyrra. Flestir viðskiptavinir koma í Vín- búðina föstudaginn fyrir verslunar- mannahelgi. Í fyrra komu nærri 13 þúsund viðskiptavinir á milli kl. 16 og 18 á þeim degi. Þar sem álagið er mest er ekki óalgengt að grípa þurfi til þess ráðs að hleypa viðskiptavin- um inn í hollum. Því er ekki úr vegi fyrir þá sem vilja forðast slíkar bið- raðir að mæta fyrr um daginn til að sinna innkaupum. Opið er sam- kvæmt venju í Vínbúðunum á föstu- dag og laugardag, en lokað er á sunnudag og mánudag. vidar@mbl.is Miklar annir í Vínbúðum í dag Morgunblaðið/Sigurgeir S.  Ekki óalgengt að hleypt sé inn í hollum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.