Morgunblaðið - 01.08.2014, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.08.2014, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 2014 ✝ Þóra Stein-grímsdóttir fæddist í Reykja- vík 13. mars 1924. Hún lést á Hrafn- istu í Reykjavík 26. júlí 2014. Foreldrar henn- ar voru hjónin Steingrímur Jóns- son, rafmagns- stjóri í Reykjavík, f. 18. júní 1890, d. 21. janúar 1975, og Lára Mar- grét Árnadóttir húsmóðir, f. 13. október 1892, d. 19. júlí 1973. Systkini hennar eru Guðrún Sigríður, f. 25. febr- úar 1920, d. 25. mars 2006, maður hennar var Klemens Tryggvason hagstofustjóri, f. 10. september 1914, d. 5. júlí 1997. Sigríður Ólöf Ellingsen, f. 17. maí 1922, d. 22. júlí 2004, hennar maður var Othar Ellingsen, forstjóri í Reykja- vík, f. 27. maí 1908, d. 18. febrúar 2000. Jón verkfræð- ingur, f. 20. mars 1928, d. 9. desember 2011, kona hans var Sigríður Löve bókasafnsfræð- ingur, f. 10. febrúar 1929, d. 10 september 2011. Arndís pí- Guðrúnar og Stefáns eru Þóra, gift Ágústi Þór Sigurjónssyni og eiga þau tvö börn, og Har- aldur Arnar, giftur Jóhönnu Njálsdóttur og eiga þau tvö börn. 3) Katrín geislafræð- ingur, sambýlismaður Hilmar Bergmann, var áður gift Sig- urði Viðari Viggóssyni, þeirra börn: Viggó Matthías, giftur Örnu Óskarsdóttur og eiga þau tvö börn. Andrea, í sam- búð með Hlyni Kristjánssyni. Unnur, í sambúð með Hafþóri Ægi Þórssyni og eiga þau eina dóttur. Þorgrímur. Þóra gekk í Austurbæj- arskólann í Reykjavík. Þaðan lá leiðin í Verslunarskóla Ís- lands og lauk hún versl- unarprófi árið 1943. Árið eftir fór hún á húsmæðraskólann á Laugalandi í Eyjafirði og eftir það var hún einn vetur á sníðaskóla í Kaupmannahöfn. Að lokinni skólagöngu byrjaði Þóra að vinna á skifstofum Reykjavíkurborgar, fyrst í fullu starfi til ársins 1953. Gerði þá hlé á starfi utan heimilis til ársins 1965, en sneri þá aftur til starfa og var eftir það í hlutastarfi, fyrst hjá húsatryggingum Reykjavíkur og síðan á skrifstofu borg- arskipulags Reykjavíkur þar til starfsævinni lauk. Útför Þóru fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 1. ágúst 2014, kl. 13. anókennari, f. 24. september 1933. Þóra giftist 11. október 1953 Sig- urði Þorgrímssyni, hafnsögumanni í Reykjavík, f. 11. júní 1921, d. 28. apríl 2001. For- eldrar hans voru Þorgrímur Sig- urðsson, tog- araskipstjóri í Reykjavík, f. 3. október 1890, d. 31. ágúst 1955, og Guðrún Jónsdóttir, f. 17. janúar 1890, d. 21. mars 1970. Dætur þeirra eru: 1) Lára Margrét, fram- kvæmdastjóri hjúkrunar á Reykjalundi, f. 16. maí 1955, maki hennar Magnús Pálsson, forstöðufélagsráðgjafi á Reykjalundi, f. 15. október 1955. Dóttir þeirra Guðrún Sigríður, gift Hermanni Fann- ari Gíslasyni og eiga þau tvær dætur. 2) Guðrún leikskóla- kennari, f. 16. maí 1955, maki 1: Stefán Haraldsson járn- smiður, f. 21. apríl 1955, d. 26. desember 1986. Maki 2: Egg- ert Stefán Sverrisson stýri- maður, f. 21. ágúst 1956. Börn Elsku mamma, nú hefur þú kvatt þennan heim. Ég sit hér og hugurinn reikar til liðinna tíma og góðar minningar fylla hug minn. Sem barn var ég þér ákaf- lega háð og hef ég oft hugsað hvað það hlýtur að hafa verið krefjandi fyrir þig, en þú varst mér samt alltaf svo ljúf og góð. Jafnaðargeð þitt var einstakt og man ég aldrei eftir því að þú æst- ir þig eða skammaðist, heldur fékkst þitt fram með rólegheit- um og ljúfmennsku. Að því leyti varst þú mér mikil fyrirmynd og er slíkt ómetanlegt veganesti inn í fullorðinsárin. Á unglings- og fullorðinsárum gekk ég alltaf að stuðningi þínum og pabba vísum og eftir að ég eignaðist mín börn sjálf laumuðuð þið að mér ýms- um gullkornum sem ég hef haft að leiðarljósi í uppeldi barna minna. Á þeim árum sem ég var að ala mín börn upp var sam- gangur okkar mikill og um árabil bjuggu ég og fjölskylda mín í sama húsi og þið. Það skapaðist hefð um eftirmiðdagskaffi, að minnsta kosti um helgar, en oft á virkum dögum líka. Farið var í bakaríið og keyptir snúðar með súkkulaði og oftast vínarbrauð og fleira. Á endanum var hefðin svo sterk að eftir að við fluttum úr húsinu ykkar komu annað- hvort þið til okkar eða við til ykk- ar í eftirmiðdagskaffi um helgar. Ef það stóð þannig á að við gát- um ekki hist, komuð þið samt snúðasendingu til krakkanna. Það eru svona hlutir sem ekki virtust sérlega merkilegir á sín- um tíma sem ylja manni um hjartarætur og fá mann til að brosa þegar upp er staðið. Það eru auðvitað óteljandi aðrar minningar sem koma upp í hug- ann og margt mjög mikilvægt sem fyllir mig þakklæti. Mér finnst ég óendanlega heppin að hafa átt þig sem móður og að hafa notið samfylgdar þinnar í lífinu. Blessuð sé minning þín, mamma mín, og hvíl þú í friði. Við hittumst svo vonandi aftur þegar ég kem yfir móðuna miklu. Katrín Sigurðardóttir (Kata). Amma okkar, frú Þóra Stein- grímsdóttir, er látin. Hún var einstök kona sem gerði allt með bros á vör. Hún hafði húmor fyr- ir sjálfri sér og var ófeimin við að slá á létta strengi með okkur systkinunum. Aldrei hækkaði hún róminn þrátt fyrir að við systkinin gætum verið algjörir vargar. Fjölskylda okkar bjó lengi vel á neðri hæðinni hjá afa og ömmu í Skerjafirðinum. Á tímabili unnu foreldrar okkar myrkr- anna á milli og amma og afi voru því mikið með okkur. Þau voru dugleg að fara með okkur að ganga í fjörunni. Þar tíndum við skeljar, kuðunga og fallega steina og horfðum yfir sjóinn til forsetans. Amma átti fallegan töfrakuðung sem við systkinin hrifumst mikið af. „Ef þið leggið kuðunginn að eyra ykkar, heyrið þið sjávarniðinn,“ sagði hún við okkur sem börn. Okkur þótti þetta stórkostlegt. Á helgarmorgnum áttum við það til að lauma okkur upp í eld- hús til ömmu þar sem við hlust- uðum á raddir Ríkisútvarpsins á meðan við gæddum okkur á normalbrauði með heimagerðri rifsberjasultu. Ó, hve hún amma gerði góða sultu. Hún treysti okkur systkinum stundum til þess að tína ber til sultugerðar úr rifsberjarunnanum. Það gat þó reynst okkur erfitt að stand- ast freistinguna, en af og til vor- um við gómuð með fullan munn og tóma fötu. Við áttum góða tíma í Skerja- firðinum en seinna meir eignuð- ust foreldrar okkar sitt eigið húsnæði í Mosfellsbænum. Það breytti því þó ekki að við hittum ömmu og afa nánast um hverja helgi. Alltaf gerðu gömlu hjónin sér ferð í Björnsbakarí á sunnu- dögum og keyptu súkkulaðisn- úða með miklum glassúr. Ef við heimsóttum þau ekki í Skerjó komu þau til okkar, og ef við vor- um ekki heima þegar þau komu, þá beið okkar poki með snúðum á húni útidyrahurðarinnar. Viggó, elstur okkar systkina, varð eftir hjá ömmu og afa þegar við hin fluttum í Mosfellsbæinn. Hann var þá á táningsaldri og vinir hans urðu sumir hverjir heimagangar í Skerjó. Amma tók þeim opnum örmum og minnti kjallarinn hennar sum- part á félagsmiðstöð á þeim tíma. Hundur sem fylgdi einum vinanna var sjálfboðinn, en tíður gestur í eldhúsinu hjá ömmu. Hann fór ekki svangur þaðan, frekar en aðrir. Við systkinin heimsóttum ömmu stuttu fyrir andlát henn- ar. Síðustu ár hafði hún fjar- lægst þennan heim og það var erfitt að ná sambandi við hana undir lokin. Í þessari síðustu heimsókn okkar fylgdist amma þögul með þar til sagt var: „Mik- ið lítur þú vel út í dag, amma mín“. Amma leit upp við þessi orð, brosti og sagði: „Já, þakka þér fyrir það“. Með þessum orð- um kvöddum við ömmu og þykir okkur það vel við hæfi þar sem henni leiddust ekki gullhamrarn- ir. Við systkinin þökkum ömmu okkar fyrir samfylgdina og allt það sem hún kenndi okkur. Við skiljum hér eftir kvæði tileinkað minningu hennar en kvæðið skír- skotar í texta við eitt af eftirlætis lögum hennar. Er svífur yfir Esjunni sólroðið ský, sækir fram minning um ömmu á ný. Akrafjall og Skarðsheiði sakna þín nú, Skerjafjörðurinn tómur án fjallanna frú. Þó fátt sé fegurra en vorkvöldið amma mín, eru fjólubláu draumarnir bleikir án þín. Andrea, Viggó, Unnur og Þorgrímur Tilfinningar eru blendar við ævilok Þóru Steingrímsdóttur því hún var einhver bezta mann- eskja sem ég hef þekkt. Hún var létt og ljúf í lund, lagði alltaf gott til mála og örlæti andans var henni áskapað. Enn sé ég fyrir mér athöfnina í háskólakapellunni þegar Ás- mundur Guðmundsson biskup gaf þau saman í hjónaband, þau Sigurð móðurbróður minn. Þóra var klædd sólgulum kjól sem kom mér á óvart því að í mínum huga voru brúðarkjólar hvítir. En Þóra var aldrei nein staðal- ímynd. Þegar þetta var hef ég verið tíu ára og vissi ekki til þess að börnum væri boðið að vera við slíkar athafnir. Dyrabjöllunni heima hjá mér var hringt skömmu eftir heimkomu frá at- höfninni. Í gættinni stóð maður með sendingu frá frú Láru Árna- dóttur, móður Þóru. Það var rjómaís handa okkur systkinun- um, hluti eftirréttar í brúðkaups- veizlunni. Þessi atvik lýsa vel rausnarskap og hugulsemi fólks- ins á Laufásvegi 73. Arndís, yngsta systir Þóru, var píanó- kennari og brátt var ég komin í spilatíma hjá henni. Í fyllingu tímans fæddust Þóru og Sigurði tvíburar og við systir mín komum okkur saman um að ég skyldi eiga þá sem fæddist fyrst en hún þá sem kom í kjölfarið. Ekki leið þó á löngu áður en ég átti þær báðar, svo og þriðju systurina þegar hún kom til sögunnar. Þóra og Sigurður opnuðu mér heimili sitt þegar foreldrar mínir voru búsettir í öðru landi. Ekki man ég hvernig það atvikaðist en ég vildi hvergi annars staðar vera. Heimilið var afar glæsilegt og bar vott um smekkvísi án íburðar. Þegar tímar liðu og ég var sjálf komin með börn var Lára „í vist“ hjá mér og mér er nær að halda að ég hafi treyst henni bet- ur til barnagæzlunnar en sjálfri mér. Þóra varð fyrir áfalli þegar hún missti manninn sinn, enda höfðu þau verið afar samrýnd hjón. Þegar að því kom að hún gat ekki lengur verið heima hjá sér tók hún ekki annað í mál en að fara á Hrafnistu af því að þar hafði hann dvalizt áður en yfir lauk. Ellin var henni erfið og það var miður því að hún hefði átt annað skilið. Að öðru leyti átti hún gott og gjöfult líf, enda gaf hún mikið af sjálfri sér og varð ég þess svo sannarlega að- njótandi. Ég þakka fyrir að hafa átt Þóru Steingrímsdóttur að. Áslaug Ragnars. Þóra Steingrímsdóttir ✝ Elísabet Ara-dóttir var fædd 5. október 1946 í Neustadt í Þýska- landi. Hún lést á Droplaugarstöðum 20. júlí 2014. Elísabet var dóttir Hildegard Stein Björnsson, f. 19. nóvember 1919, d. 17. apríl 2005. Elísabet átti fimm hálfsystkini. Þau eru Björn, f. 4. júní 1950, Héðinn, f. 15. október 1951, d. 8. apríl 2003, Guðrún, f. 18. nóvember 1952, Hörður, f. 23. febrúar 1956 og Hilmar, f. 15. febrúar 1957, d. 14. febrúar 2010. Elísabet giftist Rúnari Jóns- syni, f. 26. júlí 1949. Þau slitu samvistum. Börn þeirra eru: 1) 1976. Dætur þeirra: Auður Elísabet, f. 24. janúar 2007 og Unnur Eva, f. 4. mars 2010. 4) Jón Ari, f. 6. september 1980, sambýliskona María Björk Ólafsdóttir, f. 18. febrúar 1983. Dóttir þeirra er Hildur Sif, f. 14. júní 2008. Elísabet fluttist frá Þýska- landi að Hnjúkum við Blönduós um fimm ára aldur. Hún bjó á Korpúlfsstöðum sem barn í nokkur ár. Elísabet bjó svo í Reykjavík þar til hún flutti til Þorlákshafnar árið 1980 en þar bjó hún í tæp 20 ár. Hún fluttist svo aftur til Reykjavíkur þar sem hún bjó til dánardags. Elísabet vann í Plastprent í mörg ár. Hún starfaði sem starfsmaður í eldhúsi á Hrafn- istu í Reykjavík í rúm fimm ár. Síðustu árin vann hún við þrif í þjónustuíbúðum aldraðra í Lönguhlíð. Útför Elísabetar fer fram frá Laugarneskirkju í dag, 1. ágúst 2014, og hefst athöfnin kl. 13. Jarðsett verður í Gufu- neskirkjugarði. Ingibjörg Ásta, f. 23. maí 1975, maki Stefán Birnir Sverrisson, f. 26. febrúar 1976. Synir þeirra: Eyþór Birn- ir, f. 27. desember 2007 og Elvar Ingi, f. 15. október 2009. 2) Hildur Björk, f. 9. júlí 1976, maki Gísli Engilbert Haraldsson, f. 1. febrúar 1976. Börn þeirra: Arn- ór Rúnar Halldórsson, f. 15. september 1994, Haraldur Elís, f. 31. mars 2001, Guðmunda Þórunn, f. 31. mars 2005, El- ísabet Kolbrún, f. 21. apríl 2007 og Helgi Hrannar, f. 22. mars 2010. 3) Guðný Hrund, f. 16. maí 1978, maki Þórður Guð- mundsson, f. 17. desember Eftir stutta en hetjulega bar- áttu hefur mamma okkar kvatt þennan heim. Mamma var mjög sérstök manneskja að okkar mati, hún var ekki þessi „hefð- bundna“ mamma. Hún fór sínar eigin leiðir og lét ekki segjast. Hún átti erfið uppvaxtarár sem leiddu til þess að hún byggði veggi í kringum sig sem enginn komst í gegnum. Við kynntumst því mömmu aldrei mjög vel. Hún hafði þó sinn húmor, sem gat verið mjög svartur en þeir sem þekktu hana eitthvað gátu hlegið með henni. Hún var fyrirmyndar húsmóðir, við vorum alltaf snyrtileg og vel til höfð. Heimilið var hreint, allt vel straujað og hollur og góður matur á borðum. Einn draumur mömmu hafði ver- ið að verða smurbrauðsdama en því miður varð ekkert úr því. Miðbær Reykjavíkur var alltaf í uppáhaldi hjá mömmu og voru það ófáar rútuferðirnar sem farnar voru frá Þorlákshöfn til Reykjavíkur á okkar uppvaxtar- árum. Tilgangurinn var oftast að fara á skauta, gefa öndunum brauð eða hitta góðar vinkonur. Mamma labbaði út um allan bæ og þurftum við að hafa okkur öll við til að halda í við hana. Mamma fann sig vel í miðbænum og bjó þar í fjöldamörg ár. Mamma hafði unun af því að dansa og var Geirmundur Val- týsson í miklu uppáhaldi. Mamma tók virkan þátt í uppeldi elsta barnabarnsins, Arnórs, og áttu þau mjög góðar stundir saman. Mamma var mikill dýra- vinur og ófá dýrin sem fengu að kynnast henni. Á seinni árum fannst mömmu best að vera ein með þeim Rauðrófi, Loðfæti og Brandi. Kisurnar voru hennar hugur og hjarta. Mamma hringdi þó nær daglega í okkur krakkana til að spyrjast fregna. Hún hafði gaman af því að fá fréttir af barnabörnunum og var hún mjög stolt af þeim öllum. Mamma var hörkudugleg og kveinkaði sér sjaldan. Að hafa verið alin upp af þeirri konu sem mamma okkar var hefur gert okkur umburðar- lyndari gagnvart fjölbreytileika manneskjunnar og sýnt okkur að hver og einn hefur sína aðferð við að takast á við sínar byrðar. Ingibjörg, Hildur, Guðný og Jón. Vertu alltaf hress í huga hvað sem kann að mæta þér. Lát ei sorg né böl þig buga. Baggi margra þungur er. Treystu því, að þér á herðar þyngri byrði’ ei varpað er en þú hefir afl að bera. Orka blundar næg í þér. Grafðu jafnan sárar sorgir sálar þinnar djúpi í. Þótt þér bregðist besta vonin, brátt mun lifna önnur ný. Reyndu svo að henni’ að hlynna hún þó svífi djarft og hátt. Segðu aldrei: „Vonlaus vinna“! Von um sigur ljær þér mátt. Dæmdu vægt um veikan bróður veraldar í ölduglaum, þótt hans viljaþrek sé lamað þótt hann hrekist fyrir straum. Sálarstríð hans þú ei þekkir, þér ei veist hvað mæta kann, þótt þú fastar þykist standa þú ert veikur eins og hann. Þerrðu kinnar þess er grætur þvoðu kaun hins særða manns Sendu inn í sérhvert hjarta sólargeisla kærleikans. Vertu sanngjarn, vertu mildur, vægðu þeim sem mót þér braut. Bið þinn Guð um hreinna hjarta, hjálp í lífsins vanda’ og þraut. (Erla skáldkona.) Guðmunda Gísladóttir. Elísabet Aradóttir Það voru ömur- legar fréttir sem bárust frá Wash- ington nýverið um að Axel Rúnar, gam- all skólafélagi og vinur, hefði lent í slysi og væri ekki hugað líf. Högg- ið kom svo skömmu seinna, Axel var dáinn. Kynni mín af Axel hóf- ust í Héraðsskólanum í Reykholti. Þar urðum við hluti af góðum og samhentum hópi enda myndast gjarnan einstök stemning og órjúfanleg tengsl í heimavistar- skólum. Í minningabók frá Reyk- holti rifjar hann upp hversu oft hann kom í heimsókn til mín inn á herbergi, oftast til að betla verk- efni í dönsku. „Þú hagar þér svo vel í sumar, vina mín,“ skrifar hann, og biður mig svo um að njóta lífsins „meðan enn þú ert ung.“ Þetta, ásamt fleiri fallegum orðum í minningabókinni, er gott að ylja sér við þessa dagana. Á Egilsstöðum fórum við Axel nokkrum sinnum á þjóðdansaæf- ingar hjá Fiðrildunum en hann var mjög flinkur dansari. Hugsaði ég mér gott til glóðarinnar að fá að njóta hæfileika hans á dansgólfinu. En svo fór að eldri konurnar urðu alsælar að fá þennan unga og flotta herramann í dansinn. Axel sóttist námið vel og tók einnig virkan þátt í félagslífi. Bæði úr Reykholti og ME eru ógleymanlegar stundir og Axel Pálmason ✝ Axel Pálmasonfæddist 28. september 1961. Hann lést 10. júlí 2014. Útför Axels var gerð 24. júlí 2014. dýrmætar minninga- perlur. Axel var gíf- urlega metnaðarfull- ur og fylginn sér. Starfsferill hans var lengst af í Bandaríkj- unum og við vinir hans fylgdumst með úr fjarlægð, stolt af okkar manni. Axel var skemmtilegur og traustur félagi og vinur vina sinna. Hann gat verið býsna kaldhæðinn en sá alltaf spaugilegu hlið málanna. Það var gott að tala við hann og hann hafði ljúfa nærveru. Hann var ævinlega flottur í tauinu og mjög smart. Var töffari og klassa náungi. Það var yfir honum mikil reisn og hann var sannkallaður heimsborgari. Það kemur í hlut samstúdents og góðs vinar, séra Eðvarðs, að jarðsyngja Axel. Hversu ótrúlegt er þetta allt saman og að það skuli í annað sinn á rúmlega ári verða hans hlut- skipti að jarðsyngja vin úr hópn- um. Fjölmargir skólafélagar og vinir Axels úr Reykholti og ME hafa undanfarið lýst sorg yfir frá- falli hans, sakna góðs og skemmti- legs félaga og minnast hans með virðingu og þökk. Allur þessi hóp- ur hugsar til Tammy og barnanna, einnig til móður og systkina Axels, sendir þeim innilegar samúðar- kveðjur og biður þeim Guðs bless- unar. Vinahópurinn góði úr ME harmar grimm örlög góðs félaga en þakkar fyrir ógleymanlega samveru, vináttu og minningar. Góður drengur er genginn. Bless- uð sé minning hans. Sigurlaug Kr. Konráðsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.