Morgunblaðið - 01.08.2014, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 01.08.2014, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 2014 POLAROIDPOLAROID VEIÐIGLERAUGU GUL, BRÚN OG GRÁ MEÐ FJÆRSTYRK TVÍSKIPT ALVÖRU GLER, STUTTUR AFGREIÐSLUTÍMI HAMRABORG 10 | SÍMI: 554 3200 | SOS@EYEWEAR.IS | OPNUNARTÍMI VIRKA DAGA: 9:30-18 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Embættismenn Sameinuðu þjóðanna hafa fordæmt sprengjuárás Ísraels- hers á skóla sem hjálparstofnun sam- takanna hefur notað til að hýsa flótta- fólk á Gaza-svæðinu. Fregnir herma að sextán manns hafi beðið bana í fyrradag þegar árás var gerð á skóla sem hýsti um 3.300 flóttamenn. Ban Ki-moon, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði að árásin væri „óréttlætanleg“ og þeir sem fyrirskipuðu hana þyrftu að sæta ábyrgð. Þetta var önnur árásin á einni viku á skóla sem hjálparstofnunin notar til að hýsa flóttafólk. „Ég fordæmi harð- lega þetta alvarlega brot Ísraelshers á alþjóðalögum,“ sagði Pierre Krä- henbühl, framkvæmdastjóri Palest- ínuflóttamannahjálparinnar, UNRWA. „Engin orð lýsa nógu vel reiði minni og hneykslun.“ Navi Pillay, flóttamannafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, fordæmdi árás- ir Ísraelshers á heimili, skóla og sjúkrahús á Gaza-svæðinu og sagði að svo virtist sem Ísraelar brytu gegn alþjóðasáttmálum af ásettu ráði. Vopn falin í skólum Barack Obama, forseti Bandaríkj- anna, gaf út varfærnislega orðaða yfirlýsingu þar sem hann fordæmdi árásina en forðaðist að taka fram að Ísraelsher hefði verið að verki. Talsmaður Ísraelshers sagði að liðsmenn Hamas hefðu ef til vill skot- ið flugskeyti á skólann. „Það er ekki ljóst hvort skólinn varð fyrir árás hermanna okkar eða hryðjuverka- manna Hamas,“ sagði hann. Chuck Hagel, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, ræddi við starfs- bróður sinn í Ísrael, Moshe Yaalon, og lét í ljósi áhyggjur af mannfallinu meðal óbreyttra borgara og hvatti til vopnahlés. Skömmu síðar var skýrt frá því að bandaríska varnarmála- ráðuneytið hefði orðið við beiðni Ísr- aelsstjórnar um að láta Ísraelsher í té fleiri vopn, m.a. birgðir sem Banda- ríkjaher geymir í Ísrael og eiga að- eins að vera til notkunar í neyðar- tilvikum. Mannréttindasamtökin Amnesty International hvöttu Bandaríkja- stjórn til að hætta þegar í stað að sjá Ísraelum fyrir vopnum og beita sér fyrir banni við sölu vopna til Ísraels og palestínskra hreyfinga sem gert hafa árásir á landið. Ísraelar hafa sakað liðsmenn Hamas og fleiri palestínskra hreyf- inga um að fela vopn í moskum og skólum í íbúðahverfum og nota einnig byggingarnar til að skjóta flug- skeytum og sprengjum á Ísrael. Starfsmenn Sameinuðu þjóðanna segjast hafa fundið birgðir af flug- skeytum í þremur skólum sem hjálparstofnun samtakanna hefur notað til að veita flóttafólki á Gaza neyðaraðstoð, að sögn The Was- hington Post. „Við fordæmum þá hreyfingu eða þær hreyfingar sem stofna lífi óbreyttra borgara í hættu með því að koma þessum vopnum fyr- ir í skóla okkar,“ hefur blaðið eftir Chris Gunnes, talsmanni hjálpar- stofnunar Sameinuðu þjóðanna. „Þetta er svívirðilegt brot á hlutleysi starfssvæða okkar.“ Arabaríkin óttast Hamas Á sama tíma og flugskeyta- og sprengjuárásir Ísraela hafa sætt vax- andi gagnrýni vegna mikils mannfalls meðal óbreyttra borgara hefur vakið athygli hversu tregir ráðamenn í grannríkjum Ísraels hafa verið til að gagnrýna hernaðinn gegn Hamas. Aaron David Miller, sérfræðingur í málefnum Mið-Austurlanda, segir að myndast hafi nýtt bandalag araba- ríkja undir forystu Egyptalands sem hafi í raun snúist á sveif með Ísr- aelum í baráttunni gegn Hamas. Hann skírskotar til landa á borð við Jórdaníu, Sádi-Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmin. Miller rekur þetta til þess að leið- togar arabaríkjanna óttast aukin áhrif róttækra íslamista í Mið- Austurlöndum. Þessi ótti sé svo mikill að hann vegi meira en óbeit þeirra á Benjamin Netanyahu, forsætisráð- herra Ísraels, og stjórn hans. „Ég hef aldrei séð ástand eins þetta, þegar svo mörg arabaríki sætta sig við dauða og eyðileggingu á Gaza og harða atlögu að Hamas,“ hefur The New York Times eftir Miller, sem er fræðimaður við hugveitu í Was- hington og fyrrverandi samninga- maður Bandaríkjanna í Mið- Austurlöndum. „Þögnin er æpandi“. Hamas-samtökin eiga rætur að rekja til Bræðralags múslíma, sam- taka Mohammeds Morsi sem her Egyptalands steypti af stóli forseta fyrir rúmu ári. Yfirmaður hersins, Abdel Fattah al-Sisi, var síðar kjör- inn forseti Egyptalands og hóf her- ferð gegn Bræðralagi múslíma. Talið er að hann vilji einnig leggja sitt af mörkum til að koma Hamas frá völdum á Gaza. SÞ fordæma árás á flóttafólk  Saka Ísrael um brot á alþjóðasátt- málum  „Þögn arabaríkja æpandi“ AFP Fórnarlambanna minnst Mótmælendur í Strassborg halda á spjöldum með nöfnum Palestínumanna sem hafa látið lífið í árásum Ísraelshers á Gaza. Tveir þriðju þeirra sem liggja í valnum koma úr röðum óbreyttra borgara. Heimild: Gagnasafn USAID, þróunarstofnunar Bandaríkjanna. Ísrael er í öðru sæti á lista yfir lönd sem fá mestu aðstoð Bandaríkjanna Fékk yfir 350milljarða króna í aðstoð Afganistan Ísrael Írak Egyptaland Jórdanía Kenía Eþíópía Pakistan Suður-Afríka Tansanía 3,1 milljarður $ (358 ma. kr) 9,9 1,9 1,5 0,9 0,8 0,7 0,7 0,5 0,5 Útlagt fé árið 2012 Hernaðarleg (hernaðarleg) Efnahagsleg Ekkert lát á blóðbaðinu » Ísraelsstjórn kvaðst í gær ekki ætla að binda enda á árás- ir hersins á Gaza fyrr en hann hefði eyðilagt öll jarðgöng sem Hamas-menn hafa grafið til að gera árásir á Ísrael. » Um 1.400 Palesínumenn hafa látið lífið í árásum Ísr- aelshers. Þar af eru um tveir þriðju úr röðum óbreyttra borgara. » Að minnsta kosti 249 börn hafa beðið bana í árásunum, skv. síðustu fréttum í gær. » Um 245.000 Palestínumenn hafa þurft að flýja heimili sín. Ástralskir og hollenskir sérfræð- ingar í réttarvísindum komust í fyrsta skipti í gær á staðinn í austanverðri Úkraínu þar sem far- þegaþota Malaysia Airlines hrapaði 17. júlí. Sérfræðingarnir fóru á staðinn í fylgd eftirlitsmanna frá Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu eftir að stjórnarher Úkraínu gerði hlé á árásum sínum á aðskilnaðarsinna. Átök milli hersins og aðskiln- aðarsinna höfðu tafið rannsóknina á staðnum í tæpa viku. 298 manns fórust þegar þotan hrapaði og talið er að um 80 lík séu enn á staðnum. Fréttamaður AFP á staðnum sagðist hafa heyrt sprengingar og séð mikinn reykmökk um 10 km frá flaki þotunnar þegar sérfræðing- arnir voru þar að störfum. Rússneskir sérfræðingar hyggj- ast einnig rannsaka flak þotunnar. ÚKRAÍNA Sérfræðingar kom- ust á staðinn þar sem þotan hrapaði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.