Morgunblaðið - 01.08.2014, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 01.08.2014, Blaðsíða 27
undirbúa lengi, að saxa og hræra í hinu og þessu. Það er líka svo ró- andi. Draumurinn er risastórt borðstofuborð svo ég geti boðið fólki í langar, flóknar máltíðir eins og í Babettes Gæstebud. En ekki í kvöld. Kannski þegar ég verð fer- tug. Í kvöld ætla ég að dansa!“ Fjölskylda Hálfbræður Ásu Helgu, sam- feðra, eru Baldur Hjörleifsson, f. 26.5. 1988, tónlistarmaður og nemi í tónsmíðum við LHÍ, búsettur í Reykjavík; Árni Hjörleifsson, f. 23.2. 1991, tónlistarmaður og nemi við Vínarháskóla, og Hjörtur Hjörleifsson, f. 23.2. 1991, tónlist- armaður. Tvíburarnir búa í Vín- arborg þar sem þeir eru m.a. í hljómsveitinni Chili and the Whalekillers. Uppeldissystkini Ásu Helgu eru Andri Bjarnason, f. 13.4. 1983, sál- fræðingur í Reykjavík; Ragnheið- ur Jónsdóttir, f. 18.3. 1986, tón- meister nemi við konunglegu tónlistarakademíuna í Kaup- mannahöfn; Árni Jónsson, f. 20.2. 1989, nemi í myndlist við LHÍ, bú- settur í Reykjavík; Finnbogi Jóns- son, f. 19.12. 1994, nýstúdent frá MA, búsettur á Akureyri; Lilia Maria Giovanna Vagliengo, f. 23.9. 2002, býr í Salzburg. Foreldrar Ásu Helgu eru Birna Bjarnadóttir, f. 11.4. 1961, bók- menntafræðingur og forseti ís- lenskudeildar Manitoba-háskóla, búsett í Winnipeg, og Hjörleifur Hjartarson, f. 5.4. 1960, tónlist- armaður með meiru, búsettur í Svarfaðardal og í Reykjavík. Stjúpmóðir Ásu Helgu er Íris Ólöf Sigurjónsdóttir, f. 29.9. 1958, textílhönnuður og safnstjóri á Byggðasafninu Hvoli á Dalvík, bú- sett í Svarfaðardal og í Reykjavík. Mæðgur Ása Helga með Birnu, móður sinni, við útskrift sína 2012. Úr frændgarði Ásu Helgu Hjörleifsdóttur Ása Helga Hjörleifsdóttir Þórarinn Eldjárn b. og kennari á Tjörn Hjörtur Eldjárn Þórarinsson hreppstj., oddviti og kennari á Tjörn í Svarfaðardal Sigríður Hafstað húsfr. á Tjörn í Svarfaðardal Hjörleifur Hjartarson tónlistarm. í Svarfaðardal Ingibjörg Sigurðardóttir húsfr. í Vík í Skagafirði Árni Hafstað Jónsson b. og kennari í Vík í Skagafirði Guðrún Erla Bjarnadóttir framhaldsskólakennari Ólafur Bjarnason geðlæknir Berglind Bjarnadóttir söngkona m.a. í Lítið eitt Guðmundur Rafn Bjarnason viðskiptafræðingur Árni Hjartarson jarðfræðingur og leikritaskáld Valgerður Hafstað (Vala Enard) myndlistarkona í New York Haukur Hafstað fyrrv. framkvstj. Landverndar Sigfús Sigurhjartarson alþm. og ritstj. Þjóðviljans Arnfríður A. Sigurhjartard. húsfr. á Hofi Gísli Jónsson íslenskukennari við MA Kristján Eldjárn forseti Íslands Ólafur Áki Vigfússon skáld og verkam. í Rvík Jakobína Bjarnadóttir húsfr. í Rvík Bjarni Ólafsson pípulagningam. í Hafnarfirði Fríða Ása Guðmundsdóttir húsfr. í Hafnarfirði Birna Bjarnadóttir bókmenntafr. og forseti íslenskudeildar Manitobaháskóla Guðmundur Guðbjörnsson skipstj. í Keflavík Guðrún Ásbjörnsdóttir húsfr. í Keflavík og Hafnarfirði Kristján Eldjárn tónlistarmaður Ari Eldjárn uppistandari Þórarinn Eldjárn rithöfundur Sigrún Sigurhjartardóttir húsfr. á Tjörn ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 2014 Bjarni fæddist í Knarrarnesi áMýrum 1.8. 1891. Foreldrarhans voru Ásgeir Bjarnason, bóndi í Knarrarnesi, og k. h. Ragn- heiður Helgadóttir húsfreyja. Ásgeir var sonur Bjarna Bene- diktssonar, bónda í Knarrarnesi. Ragnheiður var systir Sigríðar, ömmu Hallgríms Helgasonar tón- skálds. Ragnheiður var dóttir Helga, b. á Vogi, bróður Ingibjargar, lang- ömmu Kristjáns Eldjárn forseta. Helgi var sonur Helga Helgasonar, alþm. á Vogi. Systir Bjarna var Þórdís, móðir Gunnar Bjarnasonar hrossarækt- arráðunautar. Eiginkona Bjarna var Ásta Jóns- dóttir húsfreyja og eignuðust þau fimm börn, Ásgeir, Jóhannes, föður Ástu Ragnheiðar, fyrrv. forseta Al- þingis, Guðnýju, Ragnheiði og Jón Vigfús. Bjarni lauk verslunarskólaprófi frá Verslunarskóla Íslands 1910, bú- fræðiprófi frá Hvanneyri 1913 og stundaði framhaldsnám í Danmörku og Noregi. Hann var bóndi í Knarr- arnesi 1915-21, bóndi á Reykjum í Mosfellssveit 1921-51 og lét reisa þar fyrstu ylræktarhús hér á landi, árið 1923. Bjarni var alþm. Mýramanna fyr- ir Framsóknarflokkinn 1927-52 og landbúnaðarráðherra í Stefaníu- stjórninni 1947-49. Hann var banka- stjóri Búnaðarbankans 1929-38, var búnaðarmálastjóri um skeið 1950 og sendiherra Íslands í Noregi 1951-56. Bjarni gegndi fjölda trúnaðar- starfa er lutu að málefnum landbún- aðarins. Hann sat í stjórn Mjólk- urfélags Reykjavíkur 1924-30, í bankaráði Landsbankans 1928-30, var formaður yfirfasteignamats- nefndar ríkisins 1938, gæslustjóri Söfnunarsjóðs 1932-34 og 1936-51, sat í stjórn Búnaðarfélags Íslands 1927-51 og var formaður þess frá 1939, sat í nefnd um verðlagningu landbúnaðarafurða, var formaður stjórnar Áburðarverksmiðjunnar, formaður Bændasamtaka Norður- landa (NBC) 1951-52, og fulltrúi á þingi Evrópuráðsins 1950. Bjarni lést 15.6. 1956. Merkir Íslendingar Bjarni Ásgeirsson 95 ára Aðalheiður Tómasdóttir 90 ára Bergljót Eiríksdóttir Ragnhildur Magnúsdóttir 85 ára Ásta S. Guðjónsdóttir Gísli Brynjólfsson Valdimar Jónsson 80 ára Elínborg Oddsdóttir Ida Heiður Jónsdóttir Ingibjörg Vilhjálmsdóttir Ólafur Böðvar Erlingsson Sólveig Hulda Jónsdóttir 75 ára Gísli Jónsson Henning Kristjánsson Ólafur Íshólm Jónsson Steingrímur Þórarinsson Þorbjörn Ásgeirsson 70 ára Sigrún Gunnarsdóttir Þórður J. Karlsson 60 ára Anna Guðrún Óskarsdóttir Anna Lín Steele Ágúst Alfonsson Einar Ragnarsson Guðveig Einarsdóttir Ingibjörg Þorsteinsdóttir Jóna Arinbjörg Jóhannsdóttir Rúnar Jónsson Sæmundur Knútsson 50 ára Alda Rós Ólafsdóttir Bergþóra Kristín Garðarsdóttir Birna Særún Hafsteinsdóttir Helga Björg Helgadóttir Karl Berndsen Kristinn Arnar Sigurðsson Kristín Bjarney Ársælsdóttir Kristján Guðmundsson Morten Lange Veigar Sigurður Gíslason Þóranna Gunnlaugsdóttir 40 ára Arnar Helgason Bjargmundur Jónsson Brynja Vignisdóttir Hildur Camilla Guðmundsdóttir Járnbrá Björg Jónsdóttir Júlíana Áskelsdóttir Kristjana Jónasdóttir Magni Þór Mortensen Mame Sara Rós Ndaw Michelle Lynn Mielnik Ólafur Arnar Jónsson Vilborg Stefánsdóttir Wojciech Wiktorowicz Þórunn Guðmundsdóttir Kjeld 30 ára Berglind Harpa Bryngeirsdóttir Birkir Kúld Pétursson Einar Ágúst Árnason Einar Örn Davíðsson Emmanuel Luis Santiago Canales Hjalti Sigfússon Hlín Árnadóttir Marco Ivo Da Silva Teixeira Matthildur Lárusdóttir Sara Dögg Guðmundsdóttir Sebastian Ryborg Storgaard Örn Arnaldsson Til hamingju með daginn 30 ára Kristinn ólst upp í Hafnarfirði, lauk ML-prófi í lögfræði frá HR og er lögfræðingur á skatta- og lögfræðisviði KPMG. Maki: Thelma Þorbergs- dóttir, f. 1981, félags- ráðgjafi og bakari. Börn: Kristófer, f. 2009, og Hildur, f. 2010. Foreldrar: Jónas Karl Harðarson, f. 1958, bíla- málari, og Vilborg Reyn- isdóttir, f. 1959, óperu- söngkona. Kristinn Jónasson 30 ára Ingibjörg ólst upp í Mosfellsbænum, býr þar, er félagsliði og starfar við sérkennslu við leikskól- ann Hlaðhamra í Mos- fellsbæ. Sonur: Skúli Freyr Arn- arson, f. 2004. Foreldrar: Bergrós Hauksdóttir, f. 1957, framkvæmdastjóri Storms, og Skúli Karls- son, f. 1960, d. 2010, var stofnandi og eigandi fyrir- tækisins Storms. Ingibjörg S. Skúladóttir 30 ára Kolbeinn ólst upp á Ísafirði, er þar búsettur og hefur verið sjómaður á bátum víðs vegar um land. Maki: Íris Birgisdóttir, f. 1985, söngkona. Systkini: Hjalti, f. 1979, Edda Katrín, f. 1985, Vikt- or Máni, f. 1994, og Hrafnhildur Eva, f. 1999. Foreldrar: Bergljót Hall- dórsdóttir, f. 1955, og Ein- ar Garðar Hjaltason, f. 1955. Kolbeinn Einarsson Z-BRAUTIR OG GLUGGATJÖLD FAXAFENI 14 - 108 REYKJAVÍK - S. 525 8200 - Z.IS - ÚRVA L - G ÆÐI - ÞJÓ NUST A

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.