Morgunblaðið - 01.08.2014, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 01.08.2014, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 2014 ✝ OddfríðurBjarney Magnúsdóttir, Fríða, fæddist í Reykjavík þann 20. mars 1923. Hún lést að Droplaug- arstöðum 11. júlí 2014. Foreldrar henn- ar voru Magnús Steinbock, f. 14.9. 1902, d. 14.9. 1980 og Ingibjörg Þorláksdóttir, f. 29.9. 1898, d. 31.1. 1964. Systir Fríðu var Sigrún, f. 27. apríl 1924, d. 12. janúar 2002. Maður Fríðu var Ásgeir Halldór Pálmason Hraundal, f. 13. júní 1887, d. 5. maí 1965. Börn þeirra: Vinur, sem fæddist 1938 og lést á fyrsta aldursári, Þór- þeirra a) Alexander, f. 31.1.2004, b) Óðinn, f. 5.5.2007 og c) Lilja, f. 8.9.2011. Fríða bjó fyrstu ár ævi sinnar í Reykjavík en fluttist ung að árum á Flateyri til móðursystur sinnar, Þórunnar Þorláks- dóttur, og manns hennar, Guð- jóns Jóhannessonar. Hún bjó hjá þeim fram á unglingsár. Um 1940 fluttist hún með manni sín- um Ásgeiri til Stokkseyrar og vann hún þar um árabil í frysti- húsinu og starfaði einnig í mötuneyti hreppsins. Fríða flutti aftur til Reykjavíkur um 1970 og vann m.a. í mötuneyti Tómasar um árabil og sem heimilishjálp. Árið 2008 flutti Fríða í þjónustuíbúð á Dalbraut 27 og í maí síðastliðnum að Droplaugarstöðum þar sem hún lést. Starfsfólki á Dalbraut og Droplaugarstöðum er þakkað fyrir einstaka velvild og góða umönnun. Útför Oddfríðar fór fram í kyrrþey frá Laugarneskirkju þann 17. júlí 2014. unn Kristín, f. 7. janúar 1946, d. 7. desember 2008, Ingibergur f. 5. júlí 1943 og Jón Hall- geir f. 6. júlí 1941, d. 26. júlí 1990, maki Guðríður Karólína Eyþórs- dóttir, f. 7.2. 1943, d. 25.12. 1980. Börn þeirra: 1) Fríða Bjarney, f. 6.7. 1966, maki Jón Karl Helga- son, f. 18.1. 1965. Börn þeirra a) Marteinn Sindri, f. 8.4. 1989, b) Katrín Helena, f. 3.1. 1992 og c) Valgerður Birna, f. 15.8. 2000. 2) Samúel, f. 29.9. 1967, d. 7.9. 2007 og 3) Þórir, f. 1.6. 1974, maki Ragnheiður Krist- insdóttir, f. 13.5.1977. Börn Nú höfum við kvatt sóma- konuna Oddfríði Magnúsdóttur sem var föðuramma Fríðu, tengdadóttur okkar. Oddfríður var með skemmti- legri konum sem við höfum kynnst, hjá henni var gleðin í fyr- irrúmi þrátt fyrir margar sorgir sem urðu á vegi hennar. Hún mátti sjá á eftir ástinni í lífinu, börnum, tengdadóttur og barna- barni. Hann er alltaf vandrataður meðalvegurinn og erfitt að finna hvað sé best að gera þegar vind- urinn er í fangið, okkur lærast einhverjar leiðir og Oddfríði líkt og mörgum samtímakonum henn- ar lærðist sú leið að eiga sínar sorgir fyrir sig. Þær helltu upp á kaffi, héldu utan um fólkið sitt og héldu áfram lífinu. Og fólkið henn- ar Oddfríðar launaði henni um- hyggjuna, þau Ingibergur, Fríða og Þórir sem stóðu henni næst. Oddfríður var alltaf vel til höfð, hafði gaman af fallegum fötum og að hafa fínt í kringum sig og það auðnaðist henni til æviloka. Þegar lífið er orðið langt, kroppurinn orðinn þreyttur og hugurinn farinn að leita burtu er gott að fá að kveðja lífið, þá er okkar sem eftir erum, að þakka fyrir samfylgdina og gleðjast yfir því að hafa átt þessi kynni. Blessuð sé minning Oddfríðar Magnúsdóttur. Þórdís og Helgi Hákon. Nú þegar komið er að kveðju- stund langar mig til að minnast ömmu minnar Fríðu með nokkr- um orðum. Þegar ég var lítil var mér sagt að pabbi hefði viljað láta skíra mig Oddfríði í höfuðið á ömmu en henni fannst nafnið of stórkerlingarlegt fyrir þessa litlu stúlku. Ég var því skírð Fríða að ósk ömmu en síðan festust nöfnin Fríða stóra og Fríða litla við okk- ur nöfnurnar meðal fjölskyldu og vina. Það er engum blöðum um það að fletta að amma mín var stór í sniðum á þann hátt að stóra hjartað hennar og baráttan fyrir því að veita okkur í fjölskyldunni skjól í lífinu varð eitt af hennar stærstu verkefnum. Amma var stolt kona og heiðarleg, sterk bæði líkamlega og andlega og eitt af því sem einkenndi hana var óbilandi dugnaður og kraftur sama hvað bjátaði á. Amma þurfti ung að takast á við miklar sorgir; hún missti fósturmóður sína, Þór- unni, árið sem hún fermdist og fyrsta barnið hennar, Vinur, lést nokkurra mánaða gamall. Amma þurfti síðan að horfa á eftir tveim- ur börnum sínum, barnabarni, tengdadóttur og unnusta, öllum langt fyrir aldur fram. En aldrei missti hún trúna á lífið eða full- vissuna fyrir því að á morgun kæmi nýr dagur. Amma var ein af þessum kon- um sem aldrei féll verk úr hendi. Á heimilinu birtist það í því að alltaf var verið að skella í pönnsur eða malla eitthvað í pottum fyrir gesti og gangandi. Það var tekið brosandi á móti þeim öllum með orðunum „Hvað má bjóða þér? Viltu ekki kaffi? Nú eða egg? Hvað viltu mörg? Sex, þú ert nú karlmaður,“ eins og maðurinn minn fékk að heyra í eitt af fyrstu skiptunum sem hann heimsótti ömmu. Á vinnustaðnum birtist dugnaður hennar og iðjusemi í því að hún var alltaf fljótust að öllu, vann manna og kvenna mest í frystihúsinu og þótti af eðlilegum ástæðum ótækt að konur fengju ekki sömu laun og karlar fyrir sömu vinnu. Hætti hún ekki bar- áttu sinni fyrr en tryggt var að þær konur í fiskinum sem dugleg- astar voru fengu greitt í samræmi við það. Amma var alltaf fín og flott til fara og á meðan hún komst allra sinna ferða gangandi og í strætó var hún ein af þeim glæsi- legu konum sem settu svip sinn á borgarlífið. Þegar við Marteinn sonur minn heimsóttum ömmu daginn áður en hún lést sátum við hjá henni og strukum henni um vangann, sem enn bar merki styrkleika og stolts þrátt fyrir óyfirstíganleg veikindi. Við sátum og ræddum saman um það hvað amma hefði skipt miklu máli í lífi okkar allra. Marteinn hafði þá á orði hvað hefði nú orðið um okkur öll ef amma hefði ekki verið til staðar. Það er nefnilega kjarni málsins; amma mín var alltaf til staðar fyrir okkur öll og sá til þess að það var alltaf ástæða til að fagna lífinu og halda áfram hvað sem á bjátaði. Ég mun halda áfram að sækja í minningu ömmu minnar styrk og dugnað og skila áfram til barna minna. Þegar allt hefur verið sagt þegar vandamál heimsins eru vegin metin og útkljáð þegar augu hafa mæst og hendur verið þrýstar í alvöru augnabliksins - kemur alltaf einhver kona að taka af borðinu sópa gólfið og opna gluggana til að hleypa vindlareyknum út. Það bregst ekki. (Ingibjörg Haraldsdóttir) Fríða. Það kemur margt í hugann nú þegar hún elsku amma mín er gengin, enda vorum við nánir vin- ir í heil 40 ár. Ótal hlutir stórir og smáir gerast á svo löngum tíma, og ég er þakklátur fyrir að hafa þekkt hana svona lengi til að kynnast henni betur og skilja hversu merkan persónuleika hún hafði að geyma. Hún var stoð og stytta fjölskyldunnar í gegnum súrt og sætt, hlý og einstaklega umhyggjusöm. Sérstaklega þykir mér vænt um að hugsa til allra þeirra stunda sem ég eyddi hjá henni sem barn og fram á unglingsaldur. Bróður- partinn af minni grunnskóla- göngu kom ég til hennar að skóla- degi loknum. Til ömmu var alltaf gott að koma, öruggt skjól og fast- ur samastaður og ekki síst ætíð góður matur á boðstólum. Ömmu var eðlislægt að gefa, og þegar ég svo í seinni tíð heimsótti hana með börnum mínum kvöddu þau hana ekki öðruvísi en nokkrum krónum eða súkkulaðimolum ríkari. Nú er farin frá okkur sterk og einstök kona. Fríða amma hélt reisn sinni og virðingu gegnum öl- dusjó lífsins, sem í hennar tilfelli var þó oft heldur úfinn. Hún hélt sínu striki og sinni virðingu, hafði einstakt jafnaðargeð og langlund, og kenndi okkur sem eftir lifum svo margt einfaldlega með því að vera til. Ég kveð þig með miklum sökn- uði elsku amma mín. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Þórir. Elsku amma, það sem mér er efst í huga á þessari stundu er djúpt þakklæti til þín fyrir öll tækifærin sem þú hefur boðið fólkinu þínu upp á. Tækifæri sem þér stóðu aldrei til boða sjálfri og umhyggjan sem skín af dugnaðin- um og eljunni sem þú gafst til að aðrir gætu notið þeirra. Þú sagðir mér oft frá því hvað þig langaði mikið til að fá að læra en þrátt fyr- ir bæði lestrarhæfileika og tungu- málahæfileika þá kom það ein- faldlega ekki til greina á þinni tíð. Eitt af síðustu skiptunum sem við hittumst þá varstu orðin afar lúin en hélst engu að síður þétt í hend- urnar á mér lengi vel og fann að hún var ennþá til staðar, þessi djúptæka umhyggja. Ég get ímyndað mér þú hafir oft þurft að bíta á jaxlinn en þessi umhyggja hafi alltaf verið til staðar og lýst upp verkin þín. Elsku amma á Skúló, þú átt sérstakan stað í huga mínum núna og munt alltaf eiga. Ég leit svo mikið upp til styrksins sem geisl- aði af þér, það var alveg sama hvað bjátaði á það sást ekki á þér. Varaliturinn og perlueyrnalokk- arnir voru alltaf á sínum stað og það var ekkert til sem kaffi og kexkökur gátu ekki lagað. Þú áttir endalaust að gefa okkur og vildir allt fyrir okkur gera. Það var ósjaldan, þegar ég kom til þín í heimsókn, að þú mældir mig út íbyggin á svip, brostir og sagðir svo: „Mikið ertu orðin stór og fal- leg kona, strákarnir láta þig vænt- anlega ekki í friði!“ Ég vona að ég fái að líkjast þér, elsku amma, mér þykir einstak- lega vænt um að hafa erft augun þín en við eigum það sameiginlegt að vera með gulan blett í hægra auganu svo hann smitar útfrá sér og í sólinni verða augun marglit. Mér fannst það alltaf þýða að aug- un hefðu séð margt og það hefur þú sannarlega gert. Núna vitum við að þú færð að lifa áfram í ró og friði frá áreiti heimsins, brosandi með rauðan varalit og silkislæðu bjóðandi öll- um góðum í kringum þig upp á rjúkandi kaffi og með því. Hvíldu í friði, elsku amma. Marteinn Sindri, Katrín Helena og Valgerður Birna. Oddfríður Bjarney Magnúsdóttir Þegar ég kveð Jón afa streyma minningarnar fram. Þegar ég hugsa um afa sé ég hann ljós- lifandi fyrir mér með pípu í munni, hatt á höfði og í frakkanum sínum. Og það er glettnislegur svipur á honum því afa þótti mjög gaman að gantast við okkur barnabörnin. Það var alltaf notalegt að koma heim í Torfufellið til afa og ömmu. Þau voru bæði mikið fjölskyldufólk og fjölskyldan var þeim mikils virði. Afi var öllum góður, var einstaklega barngóður og mikill dýravinur. Það er margt sem flýgur um hugann þegar ég hugsa til hans núna: ég gleymi því aldrei þegar afi kom óvænt til okkar pabba þegar ég var barn með fullan poka af mat- vörum því pabbi hafði verið veik- ur og því ekki komist í búð. Afi kom þá bara við í búðinni eftir vinnu og fór á milli í strætó því hann var aldrei á bíl. Alveg ynd- islegur! Einnig eru göngutúrarn- ir okkar afa mér minnisstæðir þegar ég var lítil og var í heim- sókn hjá afa og ömmu. Skröf- uðum við saman um allt milli himins og jarðar og afi sýndi mér ýmislegt athyglisvert í um- hverfinu. Afi var líka mikill húm- oristi og gantaðist oft við okkur. Eitt sinn þegar við Skarphéðinn, litli bróðir, vorum í mat hjá afa Jón Guðmundsson ✝ Jón Guðmunds-son fæddist 10. mars 1919. Hann lést 6. júlí 2014. Hann var jarðsung- inn 22. júlí 2014. og ömmu horfði Skarphéðinn á afa stórum augum þar sem afi fékk sér alltaf skyr í eftir- mat. Það var skyr með miklum rjóma og miklum sykri! Skarphéðinn var búinn að telja allar sykurskeiðarnar sem fóru í skyrið og fannst nú alveg nóg um sætindin en þá brosti afi sínu glettna brosi og setti bara enn meiri sykur í skyrið, litla brósa til mikillar furðu. Þrátt fyrir þessa óhollustu var afi alltaf mjög heilsuhraustur og léttur á sér enda fór hann allra sinna ferða í strætó og hreyfði sig mik- ið. Við pabbi og Skarphéðinn vorum alltaf hjá afa og ömmu á aðfangadagskvöld, á meðan þau höfðu heilsu til, ásamt Dísu frænku, Leifi og börnunum þeirra þeim Jóni Þór og Eyrúnu. Þá var nú glatt á hjalla og mikið hlegið. Afi og amma höfðu bæði upplifað mikla fátækt sem börn og það er ótrúlegt til þess að hugsa að þau fengu aldrei svona allsnægtajól eins og þau veittu okkur. Ég er þakklát fyrir að hafa átt afa að og mun ávallt minnast hans með hlýju. Hér á eftir er tilvitnun úr bókinni Kjarkur og von eftir Helen Ex- ley: Leið okkar liggur ekki um grængresið mjúka, hún er fjallvegur og talsvert grýtt. En hún liggur upp í mót, áfram, í sólarátt. (Ruth Westheimer) Erla Jóna Sverrisdóttir. ✝ Guðrún Jóns-dóttir Paciorek fæddist að Björn- skoti undir Eyja- fjöllum, Rang- árvallasýslu 15. janúar 1919. Hún lést 4. júlí 2014 í Rochester, New York. Foreldrar henn- ar voru Jón Gunn- laugur Jónsson, f. 1884, d. 1945, bóndi að Björn- skoti og kona hans og húsfreyja Ingigerður Sigurðardóttir frá Selalæk, f. 1891, d. 1952. Systkini Guðrúnar voru Sigurður, Sigríð- ur Jóna, Kristinn Ingólfur og Guðmunda Katrín en Guðrún var þriðja barn þeirra hjóna. Eftirlifandi eig- inmaður Guðrúnar er Joseph Michael Paciorek, f. 29. september 1918. Börn þeirra eru Anna Paciorek Zas- tawrny, f. 30.9. 1945, John Ingi Pa- ciorek, f. 9.8. 1949, Peter Joseph Pacio- rek, f. 30.9. 1950, Dorothy Jean Pa- ciorek, f. 3.4. 1953 og Elisabeth Mary Paciorek f. 28.7. 1955. Guðrún stundaði hjúkr- unarstörf og lærði klæð- skerasaum á Íslandi. Útför hennar fór fram að Lighthouse Baptist Church, Webster, New York. Hvað er svo glatt sem góðra vina fundur þá gleðin skín á vonarhýrri brá? eins og á vori laufi skrýðist lundur lifnar og glæðist hugarkætin þá; og meðan þrúgna gullnu tárin glóa og guðaveigar lífga sálaryl, þá er það víst, að bestu blómin gróa í brjóstum sem að geta fundið til. Jónas Hallgrímsson Þessa vísu sungum við Guðrún oft saman, ásamt mörgum öðrum íslenskum ljóðum. Guðrún var fædd 15 janúar 1919 að Björn- skoti undir Eyjafjöllum. Ég var lánsöm að kynnast Guðrúnu, þegar ég bjó í Roches- ter NY. Hún varð einn af mínum bestu vinum og ég saknaði henn- ar mikið þegar ég flutti til Sví- þjóðar fyrir þremur árum. Við gátum þó hist á hverju vori er ég heimsótti Rochester og síðastlið- ið vor í tvær vikur. Guðrún var þá orðin viðkvæm og lasin. Hún lést 4. júlí á þjóðhátíðardegi Banda- ríkjanna. Einmitt þann dag fyllt- ist ég mikilli heimþrá til Roches- ter og til vina minna þar en ég vissi ekki að hún var þá að kveðja. Guðrún var mér mjög kær og ég sakna hennar sárt. Við tengd- umst sterkum böndum, vegna þess að við höfðum svo margt sameiginlegt og skildum hvor aðra vel. Það var íslenski arfur- inn okkar, kærleikurinn til Ís- lands og til íslenskra ljóða og sálma. Annað sem tengdi okkur var sterk trú á Guð og Jesú Krist. Við báðum oft saman og töluðum um trúmál. Guðrún var með betri „prestum“ og trúboðum, sem ég hef kynnst. Guðrún kynntist eig- inmanni sínum, Joseph Paciorek frá Bandaríkjunum, á Íslandi. Hún var vel talandi á ensku og vann í bókabúð, þar sem hann og fleiri Bandaríkjamenn versluðu. Þau féllu hugi saman, giftu sig á Íslandi og fluttu til Bandaríkj- anna 1945. 25 ára gömul fór Guð- rún með skipi til Bandaríkjanna og gekk þá með fyrsta barn þeirra hjóna undir belti. Þar sam- einaðist hún eiginmanni sínum og fjölskyldu hans. Hjónin eignuð- ust fimm börn, Anna, John, Pet- er, Dorothy og Elisabeth. Guðrún var mikil og dugleg kona. Hún hafði lært klæðskera- saum á Íslandi, saumaði föt á konur og menn og tók að sér saum fyrir fyrirtæki með heim- ilisstörfunum. Hún klæddi hús- gögn og lampaskerma og saum- aði fallegan útsaum, púða og myndir, sem prýddu heimilið. Mótífin voru íslenskt sveitalíf, sem minntu á sveitina hennar undir Eyjafjöllum. Stór mynd af Björnskoti var miðlæg í björtu eldhúsi hennar. Guðrún sagði mér fallegar bernskuminningar sínar af kærleiksríkum foreldr- um og systkinum. Hún elskaði fólkið sitt og vini sína. Hún var mjög virk í kirkju sinni í Banda- ríkjunum, studdi þá sem erfitt áttu og heimsótti sjúka. Guðrún hafði einlæga og bjargfasta trú og það var hrífandi að heyra hana biðja til Guðs. Hún sagði við mig: „Ég hlakka svo til að hitta Frels- ara minn og fólkið mitt.“ Nú er hún þar, elsku Guðrún mín, og ég samgleðst henni, þótt tár mín renni af söknuði. Eftir að hafa búið 70 ár í Bandaríkjunum, talaði Guðrún fallegt íslenskt mál, án nokkurs hreims og ljóðin og sálmana varðveitti hún. Ég þakka Guði fyrir Guðrúnu mína, sem gaf mér svo mikið. Hún var send út í heim, ung stúlka til að vinna verk fyrir Drottin. Ættingjum Guðrúnar sendi ég samúðarkveðjur. Guðbjörg Ólöf Björnsdóttir. Guðrún Jónsdóttir Paciorek Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Undirskrift | Minningargreina- höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt- nefni undir greinunum. Myndir | Hafi mynd birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviá- gripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið sent er ráð- legt að senda myndina á net- fangið minning@mbl.is og láta umsjónarmenn minningargreina vita. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.