Morgunblaðið - 01.08.2014, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 01.08.2014, Blaðsíða 36
FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 213. DAGUR ÁRSINS 2014 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. Enginn óhultur fyrir … 2. Vaxtabætur lækka um helming 3. Stúlkan sem leitaði skjóls í Svíþjóð 4. Gefa mat í gegnum Facebook »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Orgelsnillingurinn Maurice Clerc heldur tvenna tónleika um helgina. Maurice Clerc hefur ferðast um allan heim á ferlinum sem konsertorganisti. Hann hefur leikið í þekktum dóm- kirkjum í New York, Feneyjum og Melbourne og komið fram á tón- leikahátíðum víða um heim. Frá 1972 hefur hann verið organisti við hina glæsilegu gotnesku Saint-Bénigne- dómkirkju í Dijon í Frakklandi. Á laugardaginn, 2. ágúst, klukkan 12 verða hálftíma langir hádegistónleikar þar sem Clerc leikur verk Gervaise, Buxtehude, Verdi, Cochereau og Vierne. Á efnisskrá sunnudagsins eru verk Morets, Marcello, J.S. Bach, Cés- ars Francks, Fauré, Langlais auk end- urunnins spuna í kringum verk Coch- ereau. Þeir tónleikar hefjast klukkan 17 og standa í u.þ.b. klukkustund. Orgelsnillingur í Hallgrímskirkju  Efnt verður til þriggja daga tónlistarveislu í bakgarði skemmti- staðarins Dillons um helgina og hefj- ast leikar í kvöld með Ojba Rasta, Dimmu og Benny Crespo’s Gang auk annarra. Veislan heldur síðan áfram annað kvöld en þá stíga á svið Sól- stafir, Snorri Helgason & Silla, We Made God, Audio Nation, Ármann Yngvi, Milkhouse og Myrká. Helginni lýkur síðan með hljómsveitunum Diktu, Low Roar, Mosi Musik, The Rou- lette, Alchemia, Future Figment og Lucy In Blue in the house. Tónlistarveisla í bakgarði Dillon Á laugardag Austlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s. Víða skúrir, sér- staklega síðdegis, en yfirleitt þurrt austanlands. Hiti 8 til 13 stig. Á sunnudag Austan 5-10 m/s. Yfirleitt þurrt og bjart á köflum. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hæg breytileg átt og víða bjart með köflum, en skúrir í flestum landshlutum, einkum síðdegis. Hiti 6 til 15 stig, hlýjast suðvestantil, en svalara í nótt. VEÐUR Stjörnumenn unnu pólska liðið Lech Poznan í fyrri leik liðanna í 3. umferð Evrópu- deildar UEFA í knattspyrnu á Samsung-vellinum í Garða- bæ í gærkvöld, 1:0. Stjarnan hefur enn ekki tapað leik í Evrópukeppni, en þetta er fyrsta árið sem karlalið Stjörnunnar leikur í Evr- ópukeppni í knattspyrnu. Stjarnan varðist þungum sóknum Lech Poznan vel í leiknum. »2-3 Stjarnan enn taplaus í Evrópu KR-ingar mæta Keflavík í bikarúrslitaleiknum FH-ingar þurfa að vinna upp þriggja marka forskot á heimavelli í einvígi sínu við Elfsborg frá Svíþjóð í 3. um- ferð forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu þegar liðin mætast í Hafnarfirði í næstu viku. Elfsborg vann 4:1 sigur á heimavelli í gær þrátt fyrir að Steven Lennon jafnaði metin í 1:1 fyrir FH þegar innan við hálftími var til leiksloka. »2 FH-ingar í erfiðri stöðu eftir stórt tap í Svíþjóð ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Ég var svolítið vitlausi trúðurinn til að byrja með, en það hefur mikið breyst með árunum og þroskanum. Ég er ekki sami kjáninn í dag. Nú ræði ég við börnin á vitrænu nót- unum og jafnvel leiðbeini þeim,“ segir Skralli trúður sem hefur skemmt börnum landsins í fjörutíu ár. Pabbi Skralla og samstarfsmaður, Aðalsteinn Bergdal leikari, rifjar upp fæðingu hans. Þegar fyrsta Edrúhátíðin var haldin um versl- unarmannahelgi á Hrafnagili í Eyja- firði, 4. ágúst 1974, forfölluðust menn að sunnan sem höfðu verið ráðnir til að skemmta börnum og fullorðnum. Aðalsteinn var fenginn til að bjarga málum. Hann fann trúðsbúning í leikhúsinu á Akureyri og málaði sig þar. „Ég vildi auðvitað hafa komu mína glæsilega og fékk því lánað tveggja manna reiðhjól sem til var í bænum og fór á því fram eftir. Eftir að hafa hjólað á gíralausu reiðhjólinu eftir malarveginum frá Akureyri og fram í Hrafnagil og kjaftað alla leiðina við ósýnilegan fé- laga sem var með mér á hjólinu, var ég nánast örmagna,“ segir Skralli. Fer í trúðagírinn „Á sviðið fórum við, ég og ósýni- legur trúður, sem ég varð að hafa með mér til að tala við í fimmtán mínútur á sviðinu, og gekk bara skolli vel hjá okkur báðum, þótt ég segi sjálfur frá. Á eftir hlupum við út á tún og ærsluðumst þar með yfir 100 krökk- um. Krakkarnir spörk- uðu í Skralla, klipu hann og tróðu á tánum og hét ég því að þetta skyldi ég aldrei gera oft- ar,“ segir Aðal- steinn. Það fór öðruvísi og síðan eru liðin fjörutíu ár. Aðalsteinn segist verða að vera í góðu líkamlegu formi til þess að Skralli geti notið sín. Hann eigi hon- um því ýmislegt að þakka. „Skralli verður til við spegilinn, þegar ég klæði mig í búninginn og mála mig. Þá fer ég í trúðagírinn, röddin breyt- ist og það er eins og maður fari upp á annað og skemmtilegra plan,“ segir leikarinn. Hann getur þess að Skralli hafi skrifað tvær sögur sem að vísu hafi ekki enn verið gefnar út. Þar, eins og á sýningunum, komi fram að hann noti annað orðfæri en pabbi hans, noti önnur orð og raði þeim öðruvísi upp. Aðalsteinn segir alls óvíst með útgáfu á sögum Skralla trúðs en bætir við: „Hver veit hvað verður?“ Ekki sami kjáninn og ég var  Skralli trúður hefur verið að í fjörutíu ár Ljósmynd/Hörður Geirsson Flugdagur Skralli trúður tekur á loft á flugdegi á Akureyrarflugvelli með Arngrími Jóhannssyni flugstjóra. „Þetta er yndislegur vinnu- staður. Ég gæti ekki hugsað mér hann betri, nema auðvitað leikhúsið,“ segir Aðalsteinn Bergdal um vinnuna í Flug- minjasafni Íslands á Akur- eyrarflugvelli. Hann vinnur þar í sumar með Gesti Ein- ari Jónassyni leikara og fleira góðu fólki. Aðalsteinn tengist flug- inu ekkert. „Nema hvað ég hef ógurlega gaman af flugvélum og bátum, á til dæmis litla trétrillu úti í Hrísey og vita- skuld Ferguson ’59.“ Leikhúsið hefur annars verið aðalvettvangur Aðalsteins í tæpa fimm áratugi. Fyrir þremur árum slasaðist hann illa í bílslysi og hefur síðan verið meira og minna í vinnu hjá sjálfum sér við að ná sér, eins og hann tek- ur til orða. Hann er ánægður með þróunina og segir að lokahnykk- urinn verði mánaðardvöl á Heilsu- stofnuninni í Hveragerði. Nýtur vinnunnar í safninu LEIKA SAMAN Í FLUGMINJASAFNI ÍSLANDS Aðalsteinn Bergdal Segja má að KR-ingar hafi spillt byrj- uninni á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í gærkvöld þegar þeir unnu öruggan sigur á ÍBV, 5:2, í undanúrslitum bik- arkeppni karla í knattspyrnu. Kjartan Henry Finnbogason skoraði tvö mörk. KR mætir því Keflavík í bikarúrslita- leiknum 16. ágúst. »4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.