Morgunblaðið - 01.08.2014, Page 12

Morgunblaðið - 01.08.2014, Page 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 2014 SUMARSPRENGJA Ný hjól með verulegum afslætti Nítró / Kirkjulundi 17 / 210 Garðabæ / Sími 557 4848 / www.nitro.is Verð aðeins 17.990,- kr HiSun HS700ATV 1.190.000,- kr 990.000,- Kawasaki KX450F1.590.000,- kr 1.390.000,- Kawasaki KX250F 1.490.000,- kr 1.290.000,- VN1700 - árg. 2.420.000,- kr 2009 1.590.000,- HiSun Golfbíll 990.000,- kr 790.000,- 2014 Tollverðir lögðu hald á 132 karton af sígarettum í tveimur erlendum skipum fyrr í mánuðinum. Var varningurinn falinn í skipunum og ætlaður til sölu hér á landi, segir í frétt frá Tollstjóra. Um var að ræða fiskiskipið NIDA frá Litháen þar sem lagt var hald á 114 karton af sígarettum og flutningaskipið Horst B frá St. Johns en í því fund- ust 18 karton af sígarettum. Sekt hefur verið greidd fyrir brotin. Hald lagt á rúm 130 karton af sígarettum Páll Fannar Einarsson pfe@mbl.is Leigubílstjórar landsins hafa miklar áhyggjur vegna svokallaðra „skutl- síðna“ á netinu, þar sem einstaklingar bjóða fólki að keyra það milli staða gegn gjaldi. Slíkar síður finnast m.a. á Facebook og bera nöfn eins og „Skutlerý“, „Skutlarar!“ og „Driver- ar“ þar sem menn bæði auglýsa eftir fari og bjóða fram þjónustu sína. „Við erum eðlilega óánægðir með þetta. Margir leigubílstjórar hafa komið að máli við mig og lýst yfir áhyggjum sínum af þessari þróun, enda er þetta ólöglegt,“ segir Ástgeir Þorsteinsson, formaður Frama og Bandalags íslenskra leigubifreiða- stjóra. Leigubílstjórar hafa í langan tíma orðið varir við ólöglega leigubílastarf- semi í borginni, en Ástþór segir slíka starfsemi hafa farið stigvaxandi frá því seinasta haust. „Svona hark hefur alltaf verið til en aldrei á svona máta. Vinnan hefur minnkað hjá okkur og við finnum þar af leiðandi fyrir tekju- tapi. Þeir sem hafa ekki tilskilin leyfi til að keyra leigubifreiðar eiga ekki að gera það. Svo einfalt er það,“ segir Ástgeir. Kærðu starfsemina Bifreiðastjórafélagið Frami kærði starfsemi Facebook-síðu, þar sem einstaklingar bjóða fólki að keyra það milli staða gegn gjaldi, til lögreglu í janúar á þessu. Rannsókn stendur enn yfir en ekki liggur fyrir hvort ákært verður í málinu. „Við erum orðnir frekar óþolinmóðir og höfum reynt að ýta á eftir þessu. Þetta hefur gengið hægt en þeir segja að rann- sókn ljúki fljótlega og vonandi kemur eitthvað út úr henni,“ segir Ástgeir. Sönnunarbyrði er erfið í slíkum málum enda þarf m.a. að finna far- þega í bílum sem standa í slíkri ólög- legri starfsemi og sanna að þeir greiði fyrir þjónustuna. Ástþór segist þó fullviss um að hægt sé að aðhafast í málinu. „Að sjálfsögðu er það hægt. Nöfn þeirra einstaklinga sem standa í þessu eru á netinu og það er hægt að sækja þessa snillinga. Það er ósköp einfalt mál.“ Málið hefur ratað inn á borð Sam- göngustofu en henni hafa borist ýms- ar fyrirspurnir vegna starfseminnar. Heimildir Samgöngustofu til að bregðast við eru þó takmarkaðar við leyfissviptingu og fjársekt. „Farþega- flutningur gegn greiðslu er akstur í atvinnuskyni sem er leyfisskyldur. Hafi menn ekki tilskilin leyfi gengur starfsemin í berhögg við lög um leigu- bifreiðar. Eins og gefur að skilja er hins vegar ekki hægt að svipta aðila leyfi sem ekki hafa leyfi, og hvorki í núgildandi lögum um leigubifreiðar né í reglugerð eru sektarupphæðir til- teknar,“ segir Þórhildur Elín Elínar- dóttir, upplýsingafulltrúi Samgöngu- stofu. Leigubílstjórar áhyggju- fullir vegna „skutlsíðna“ Morgunblaðið/Ómar Óskarsson Leigubílaröð Leigubílstjórar hafa í langan tíma orðið varir við ólöglega leigubílastarfsemi í borginni. Málið hefur ratað inn á borð Samgöngustofu en henni hafa borist ýmsar fyrirspurnir vegna starfseminnar.  Segir starfsemi ólöglegrar leigubílastarfsemi hafa farið stigvaxandi Ólympíuskákmótið hefst á morgun í Tromsö í Noregi. Þetta er 41. ólymp- íuskákmótið en það fyrsta sem hald- ið er fyrir norðan heimskautsbaug. Ísland sendir lið til keppni bæði í opnum flokki og kvennaflokki. Í opna flokknum tefla fjórir stórmeist- arar fyrir Íslands hönd, þeir Hannes Hlífar Stefánsson, Hjörvar Steinn Grétarsson, Þröstur Þórhallsson og Helgi Ólafsson sem teflir á sínu fyrsta ólympíuskákmóti í átta ár. Auk þeirra er Guðmundur Kjart- ansson, núverandi Íslandsmeistari, í liðinu. Liðsstjóri er Jón L. Árnason, sem einnig er stórmeistari. Í kvennaliðinu tefla Lenka Ptácní- ková, stórmeistari kvenna, Hall- gerður Helga Þorsteinsdóttir, Jó- hanna Björg Jóhannsdóttir, Tinna Kristín Finnbogadóttir og Elsa María Kristínardóttir. Liðsstjóri er Ingvar Þór Jóhannesson. Fararstjóri hópsins er Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands. Hann verður einnig fulltrúi Íslands á fundi Alþjóðaskák- sambandsins, FIDE. Þar fer fram forsetakjör og berjast Garrí Kasp- arov og Kirsan Ilyumzhinov, núver- andi forseti FIDE, um embættið. Ís- land hefur lýst yfir stuðningi við Kasparov. Alls taka um 180 þjóðir þátt í opn- um flokki og um 140 í kvennaflokki. Morgunblaðið/Ómar Óskarsson Landsliðsmaður Helgi Ólafsson teflir að nýju á ólympíumóti í skák. Ólympíuskákmótið hefst á morgun Kjartan Már Kjartansson var í gær ráðinn bæjarstjóri Reykjanesbæjar út yfirstandandi kjörtímabil. Kjartan er rekstrarhagfræðingur að mennt og hef- ur síðustu ár starfað sem fram- kvæmdastjóri Securitas. Reykjanesi. Hann sat um tíma í bæj- arstjórn Reykja- nesbæjar fyrir Framsókn- arflokkinn og er núverandi stjórn- arformaður Hljómahallar og Rokksafns Íslands. Fram kemur í tilkynningu frá Reykjanesbæ að Kjartan Már sé ekki flokksbundinn neinu stjórnmálaafli nú. Kjartan Már er kvæntur Jónínu Guðjónsdóttur, flugfreyju hjá Ice- landair, og eiga þau þrjú börn og tvö barnabörn. Ráðningin var samþykkt á fundi bæjarráðs í gær með þremur at- kvæðum fulltrúa meirihlutans í bæj- arstjórn en tveir fulltrúar Sjálfstæð- isflokks sátu hjá. Í bókun flokksins segir að sjálfstæðismenn hafi ekki verið upplýstir um efni umsókna þeirra rúmlega 20 sem sóttu um stöðu bæjarstjóra og því sé ógjörn- ingur að taka afstöðu til umsækj- enda. Hins vegar sé ánægjulegt að núverandi meirihlutaflokkar skuli komnir af þeirri skoðun sinni að ekki skuli vera pólitískur bæjarstjóri því aðili með skýran pólitískan bak- grunn sé metinn bestur til starfsins. Segjast sjálfstæðismenn munu vinna vel með bæjarstjóranum. Kjartan Már bæjar- stjóri í Reykjanesbæ Kjartan Már Kjartansson Í innanríkisráðuneytinu hefur verið unnið að frumvarpi sem er ætlað að taka við af lögum um leigubifreiðar og lögum um fólks- og farmflutninga. Frumvarpið ger- ir ráð fyrir þróuninni sem hefur orðið í akstri, ekki síst hjá ferðaþjónustunni, og tekur mið af þeim breyt- ingum sem hafa orðið á farþegaflutningum í atvinnu- skyni síðastliðin ár með tilkomu nýrrar þjónustu. „Þá ég við nýjar þjónustu eins og starfsemi samferða.net, skutlþjónstu hótela og gistiheimila fyrir ferðamenn, skutlþjónustu bifreiðaumboða og verkstæða. Gangi frumvarpið fram og verði að lögum eins og lagt hefur verið upp með í undirbúningi verður efamálum fækkað og aksturinn skilgreindur með ýmsum hætti. Það mun gera Samgöngustofu auðveldara fyrir að bregð- ast við þeim málum sem upp koma,“ segir Þórhildur Elín Elínardóttir upplýsingafulltrúi Samgöngustofu. Nýtt frumvarp í smíðum AUÐVELDARA FYRIR SAMGÖNGUSTOFU AÐ BREGÐAST VIÐ Þórhildur Elín

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.