Morgunblaðið - 01.08.2014, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 01.08.2014, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 2014 ✝ Kristín SólveigJónsdóttir fæddist í Stykk- ishólmi 21. maí 1933. Hún lést á Vífilsstöðum 24. júlí 2014. Kristín Sólveig var yngsta barn Jóns Steingríms- sonar, sýslumanns, f. 14. mars 1900, d. 22. júlí 1961, og Karítasar Guðmundsdóttur, húsmóður, f. 20. desember 1899, d. 22. september 1982. Eldri systkini Kristínar eru Benta Margrét Briem, f. 6. maí 1925, Guðný Schrader, f. 12. febrúar 1927, og Steingrímur Jónsson, f. 13. júlí 1929, d. 4. janúar 2007. Hinn 20. september 1957 gekk Kristín að eiga Ólaf Örn Arnarson, lækni, f. 27. júlí 1933. Haukur, f. 18. desember 1981, maki Lára Kristín Skúladóttir, börn þeirra Elísa Karítas, f. 9. september 2009, og Bergur Jarl, f. 3. júní 2011. b) Atli Örn, 10. apríl 1984, maki Eva Kristín Dal. c) Snorri, f. 23. október 1989, maki Leslie Wenglein, og d) Kristín Björg, f. 9. október 1996. 3) Katrín, hagfræðingur, f. 25. janúar 1965. Kristín Sólveig ólst upp í Borgarnesi þar til hún fór til náms í Menntaskólanum í Reykjavík. Hún lauk stúdents- prófi þaðan 1953, og starfaði svo hjá Sýslumannsembættinu í Borgarnesi og síðar hjá Máln- ingarverksmiðjunni Hörpu. Eft- ir að eldri börnin fæddust starf- aði hún sem húsmóðir og sinnti jafnframt ýmsum sjálf- boðastörfum, m.a. hjá Rauða kross Íslands. Um 1983 hóf hún störf sem læknaritari á Heilsu- gæslustöðinni á Seltjarnarnesi og vann þar þangað til hún fór á eftirlaun. Útför Kristínar Sólveigar fer fram frá Neskirkju í dag, 1. ágúst 2014, og hefst athöfnin kl. 15. Hann er sonur hjónanna Arnar Hauksteins Matt- híassonar, versl- unarmanns, f. 27. ágúst 1907, d. 13. júní 1994, og Guð- rúnar Ólafsdóttur, húsmóður, f. 30. október 1909, d. 13. ágúst 1985. Þau bjuggu í Reykjavík og á Seltjarnarnesi fyrir utan sex ár í Bandaríkj- unum þar sem Ólafur Örn var við nám. Börn þeirra eru 1) Guðrún, byggingarverkfræð- ingur, f. 7. nóvember 1959, maki Hjalti Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri, f. 3. október 1960. 2) Sverrir, rafmagnsverk- fræðingur, f. 14. nóvember 1960, maki Ingibjörg Hauks- dóttir, listakona, f. 17. janúar 1961. Börn þeirra eru: a) Ólafur Að færa birtu og yl inn í líf samferðarfólks síns var það sem einkenndi mömmu alla tíð. Hún var meðalkona á hæð og í vexti en hjartarýmið var stærra en gengur og gerist og faðmurinn hlýrri en hjá nokkrum öðrum. Við vorum orðin æði mörg sem nutum góðs af því, ekki síst við sem vorum svo heppin að standa henni nærri. Mamma var alla tíð hæversk kona þrátt fyrir alla hennar kosti. Hún var húsmóðir af gamla skólanum og þar var ekki slegið slöku við. Kökurnar henn- ar voru víðfrægar og maturinn óþarflega góður fyrir þá sem vildu halda sér í sæmilegu formi. Eftir hana liggur mikill sauma- skapur, falleg bútasaumsteppi, ofnar mottur, bróderaðir púðar og ennþá finnast krukkur með rabarbarasultu og rifsberjagelé í ísskápum dætranna. Mamma var sú sem hélt fjöl- skyldunni saman, skellti saman veisluborði eins og ekkert væri en varaði okkur við þetta væri nú bara „rusl og drasl“ og við myndum örugglega ekki „villast á sortunum“. Sem auðvitað stóðst engan veginn. Mamma var alltaf mikill Borgnesingur í sér og voru farn- ar ótal pílagrímaferðir að gamla sýslumannsbústaðnum þar í bæ. Reyndar þurfti oft að stoppa skyndilega á leiðinni til að spjalla við gamla sveitunga, einkum ef grátt hár prýddi höf- uð viðkomandi. Áhuginn á Borg- arfirðinum smitaði einnig okkur hin og þar kom að því að við fjöl- skyldan eignuðumst þar annað heimili, í Skorradalnum. Hvergi undi mamma sér betur og þar safnaðist fjölskyldan gjarnan saman í frítímum. Eitt af uppá- halds orðtökunum hennar mömmu var: „Það er alltaf sól í Skorradalnum,“ og skipti þá engu hvað raunveruleikinn var að bauka. Stóra ástin hennar mömmu var auðvitað pabbi, enda hafa leiðir þeirra legið saman í rúm 60 ár eða frá því þau kynntust í Menntaskólanum í Reykjavík. Þau stóðu alla tíð saman og var ljóst að milli þeirra ríkti gagn- kvæm virðing og ástúð. Ekki skorti mömmu kjarkinn til að prófa eitthvað nýtt því um fimmtugt, þegar börnin voru flogin úr hreiðrinu, sótti hún um starf á skiptiborðinu hjá Heilsu- gæslustöðinni á Seltjarnarnesi. Hún vann þar af sömu sam- viskusemi og elju eins og við allt annað og varð fljótlega læknarit- ari. Við það vann hún þar til hún fór á eftirlaun og hafði mikla ánægju af félagsskapnum þar. Fátt, ef nokkuð, gladdi mömmu þó meira í lífinu en barnabörnin. Þau urðu alls fjög- ur, þrír myndarlegir strákar og glæsileg stúlka sem var skírð í höfuðið á henni. Það virtust eng- in takmörk fyrir því hvað hún gat spilað oft og lengi við þau, bakað kökur og snúist í kringum þau á allan hátt. Langömmu- börnin eru nú tvö og reyndi hún einnig að sinna þeim eftir bestu getu þrátt fyrir veikindin. Fyrir þremur árum greindist mamma með ristilkrabbamein og síðasta árið var henni erfitt. Hún dvaldist lengi á deild 11E á Landspítalanum, síðan á líknar- deildinni í Kópavogi og að lokum á Vífilsstöðum. Á öllum þessum stöðum fékk hún frábæra umönnun og fyrir það langar mig að þakka. Jón Steingríms- son, læknir og frændi okkar, fær einnig sérstakar þakkir fyrir leiðsögn um frumskóga heil- brigðiskerfisins og einlæga um- hyggju. Guðrún Ólafsdóttir. Hvernig kveð ég mömmu? Konuna sem er búin að vera mín stoð og stytta í hálfa öld; konuna sem alltaf setti fjölskylduna framar öðru. Mamma var alltaf til staðar þegar ég þurfti á stuðningi að halda. Þegar vant- aði upp á sjálfstraustið stappaði mamma í mig stálinu. Fyrir fimm árum stakk ég upp á því í gríni að við yrðum við útskrift mína um miðjan vetur í uppsveitum New York-fylkis. Mamma greip mig á orðinu og flugið var bókað næsta dag. Hún átti þá þegar við veikindi að stríða, en lét það ekki stöðva sig. Þrátt fyrir fimbulkulda var þetta yndisleg ferð, við hlógum mikið þegar við vorum að reyna að taka alvarlega mynd af mér í doktorsmúnderingunni sem ég klæddist við útskriftina og við áttum magnaða stund þegar við í myrkri gengum fram á ungt dá- dýr á förnum vegi. Ég mun aldrei verða sá höfð- ingi heim að sækja sem mamma var, eða listakona þegar kemur að handavinnu, en ef ég næ því að vera brot af þeirri manneskju sem hún var, þá mun ég vel við una. Ekki munum við aftur stíga vals eða Óla skans í eldhúsinu og skoska hoppið tókst mér aldrei að læra. Síðustu mánuðina þurft- um við að láta knúsin duga. Söknuðurinn er sár, en minning- arnar fallegar. Katrín Ólafsdóttir Nú vagga sér bárur í vestan blæ, að viði er sólin gengin. Það er komið sólsetur í ævi Kristínar Sólveigar Jónsdóttur. Sólveigar nafnið fékk hún frá langömmu sinni Sólveigu í Gaut- löndum, dóttur Jóns Þorsteins- sonar í Reykjahlíð sem Reykja- hlíðarætt er frá komin. Eiginmaður Sólveigar var Jón alþingismaður og þingforseti, sem var forystumaður Þingey- inga og leiðtogi í öllum málum sem þýðingu höfðu um áratuga skeið. Synir þeirra hjóna voru m.a. Steingrímur bæjarfógeti og alþingismaður, afi Kristínar Sól- veigar, og ráðherrarnir Pétur og Kristján. Þrátt fyrir þessa at- gerfismenn í stjórnmálum og fé- lagsmálum þyrfti ekki langa grein að skrifa um afrek Krist- ínar á opinberum vettvangi. Þeim mun lengra mál mætti rita um hæfni hennar á öðrum svið- um, um móðurina, konuna og meyna. Að loknu stríði lagði yfirhers- höfðingi bandamanna, General McGaw, í skoðunarferð um land- ið. Í þeirri för þáði hann mat- arboð sýslumannshjónanna í Borgarnesi, Karitasar Guð- mundsdóttur og Jóns Stein- grímssonar. Eftir heimkomuna ritaði hann þeim hjónum þakk- arbréf og nefndi þar sérstaklega hve ánægjulegt hefði verið að hitta „the three charming daug- hters“. Ekki þarf að efa að hann hefur hrifist af þeirri yngstu, þá 10 eða 11 ára, með ljósu lokkana á herðar niður, bláu augun og brosið blíða. Þannig kynntist ég henni fyrst, þegar ég var að gera hos- ur mínar grænar fyrir elstu systurinni. Augljóslega hefur hershöfð- inginn auk hernaðar haft næmt auga fyrir kvenlegri fegurð og sjarma því að það var einmitt það orð sem lýsti Kristínu svo vel bæði hið ytra og ekki síður vegna innra atgerfis. Kristín erfði frá föður sínum ánægjuna af að spila bridge. Hún kaus að ganga í Mennta- skólann í Reykjavík, tvo síðari veturna bjó hún hjá okkur Bentu á Sóleyjargötu. Bar þá svo við að hún bauð bekkjarsystkinum sín- um heim að spila bridge. Var í þeim hópi ungur maður vaskleg- ur. Sennilega hafa þau horfst í augu yfir spilaborðið. Vináttan hélst. Svo skeði það á gamlárs- kvöld mörgum árum síðar, að þau fengu lánaðan bíl okkar hjóna um miðnætti. Það var snjóþungt og þau festu bílinn í skafli á Laugarásvegi eða þar í grennd. Meðan beðið var aðstoð- ar dró bekkjarbróðirinn og spilafélaginn Ólafur Örn Arnar- son gull á fingur Kristínar. Fest- ar voru stofnaðar og rofnuðu aldrei líf hennar á enda og hjónabandið sem á eftir fór far- sælt. Þeim fæddust þrjú börn, sem öll urðu þeim til ánægju og þeim og Reykjahlíðarættinni allri til sóma. Það afar ánægju- legt að heimsækja þau ýmist norður á Hofsósi eða vestur í Ámeríku. Ólafur dáði konu sína og hún vildi í öllu hans óskir fylla. Kristín Sólveig, yngst systranna þriggja, er nú fallin frá fyrst þeirra. Með þeim systr- um var náin vinátta og kærleik- ur, sérstaklega milli Bentu og Kristínar sem töluðust við nán- ast daglega. Nú við sólsetur Kristínar lýk ég kveðju minni með orðum í ljóðinu hugljúfa: Gefi þér Guð sinn frið. Góða nótt. (Valgarð Briem) Valgarð Briem. Kristín, í daglegu máli nefnd Lilla, tapaði í síðastliðinni viku harðri baráttu sinni við erfiðan og miskunnarlausan sjúkdóm sem leggur marga að velli fyrir aldur fram. Finnst okkur það eiga við um Lillu enda þótt hún hafi náð áttræðisaldri á síðasta ári. Lilla var sterk og traust manneskja. Hún var ákveðin, hrein og bein, þannig að ekki þurfti að velkjast í vafa um álit hennar hverju sinni, en um leið einkenndist viðmót hennar af umhyggju, velvilja og virðingu í garð þeirra sem í hlut áttu. Þetta fékk undirritaður að reyna sem uppreisnargjarnt og ósam- mála ungmenni, jafnvel að því marki að kenna mætti Lillu og eftirlifandi manni hennar, Ólafi Erni, a.m.k. að hluta til, um áframhald menntunar og síðar starfsval. Lilla hélt jafnan sínu hlýja og hvetjandi fasi, jákvæðni og bros- mildi sem hún var öfundsverð af og það jafnvel þótt aðstæður, vandamál og fyrirliggjandi verk- efni gæfu ekki alltaf tilefni til. Þetta var hluti af þeim persónu- töfrum sem hún bjó yfir og sú minning sem litar huga okkar hvað mest við fráfall hennar. Lilla var einstaklega góð heim að sækja, ekki bar það ósjaldan við er gesti bar fyrirvaralítið að garði og hún var annars önnum kafin, að hún gaf sér samt tíma til að sinna okkur af alúð og gleði með glæsibrag sem ein- kenndi hana og heimili hennar, þannig að ekki varð hjá komist að vera stoltur af að tengjast henni og hennar fólki fjölskyldu- og vinaböndum. Lilla var upp- lífgandi og hressileg í bragði og vorum við einatt glaðari í sinni og bjartsýnni eftir samskipti við hana. Sérstakt er að Lilla hóf af- skipti af okkur báðum er við vor- um nýfædd kornabörn, en Lilla og Óli voru samferða foreldrum undirritaðrar í skólanámi og síð- ar starfsnámi í Bandaríkjunum. Þetta tímabil og verkefni reyndi mjög á fjölskyldurnar en átti vafalítið umtalsverðan þátt í mótun framtíðar heilbrigðisþjón- ustu á Íslandi þau ár sem liðin eru frá heimkomu þeirra um 1970. Samgangur fjölskyldnanna var mikill og er oft rifjað upp að Lilla tók að sér umönnun und- irritaðrar sem ungbarns um skeið á tímabili búsetu í þessu landi sem þá var svo fjarlægt, var það til marks um það traust sem Lilla naut meðal samferða- manna sinna. Ekki er heldur hægt að neita því að frændsemin við Lillu frænku var ótvírætt tal- in til tekna er undirritaður var fyrst kynntur fyrir tengdafjöl- skyldunni, vinafólki Lillu og Óla. Lilla vann innan og utan heimilis, bjó með og sinnti heilsuveilli móður sinni með aðdáunarverðum hætti um ára- bil, auk þess að koma þremur börnum sínum til manns og mennta. Uppskeran og árangurinn eft- ir lífsstarf okkar kemur ekki ein- vörðungu fram í hvítum glugga- pósti, í launaumslaginu eða með sérstökum starfsframa og starfstitlum eins og allir þekkja. Lilla gerði þennan einfalda sannleika svo augljósan á marg- an hátt og verður okkur báðum áfram innblástur og fyrirmynd í okkar eigin lífi. Takk fyrir allt sem þú hefur gefið okkur, kæra Lilla. Ólafi Erni og fjölskyldu Lillu vottum við samúð okkar og hlut- tekningu við fráfall hennar. Jón Steingrímsson. Það er komið að kveðjustund eftir áratuga vináttu. Við Kristín Sólveig eða Lilla, eins og hún var kölluð í vina- hópnum, kynntumst í þriðja bekk í Menntaskólanum í Reykjavík fyrir 65 árum. Fyrsta veturinn í menntaskóla stofnuð- um við nokkrar skólasystur saumaklúbb. Að vísu fækkaði í hópnum, sumar fóru til útlanda eða höfðu öðru að sinna. Eftir vorum við sex sem hittumst enn þann dag í dag. En nú hefur fækkað í litla saumaklúbbnum, tvær eru dánar, Sonja fyrir tíu árum og nú Lilla. Lilla ólst upp í Borgarnesi og átti þar heimili, allt þar til hún stofnaði eigið heimili. Á veturna bjó hún í Reykjavík. Eftir að hún giftist skólabróður okkar Ólafi Erni bjuggu þau fyrstu hjúskaparárin í Reykjavík þar sem Óli stundaði nám í háskól- anum. Að því loknu fóru þau til Bandaríkjanna þar sem þau dvöldu í sex ár. Eftir heimkom- una settust þau að í Reykjavík og bjuggu þar alla tíð síðan. Lilla átti myndarlegt og hlýlegt heimili hvar sem hún bjó. Hún var heimavinnandi þar til börnin voru uppkomin. Eftir það starf- aði hún sem læknaritari á Heilsugæslustöð Seltjarnarness um árabil. Lilla hafði mörg áhugamál, hannyrðir, tónlist, ættfræði og garðyrkju. Síðari árin spilaði hún brids og átti margar góðar vinkonur sem hún spilaði við. Hvar sem Lilla bjó ræktaði hún fallega garða. Á Sóleyjar- götu var gamall og gróinn garð- ur og í norðannepjunni á Vík- urströnd var einstaklega fallegur garður sem hún fékk viðurkenningu fyrir. Minningarnar eftir áratuga vináttu eru ótal margar, allar ljúfar og góðar. Minnist ég margra skemmtilegra ferða í Borgarnes ásamt vinkonum þar sem við nutum frábærrar gest- risni foreldra Lillu, þeirra ágætu hjóna Karítasar Guðmundsdótt- ur og Jóns Steingrímssonar sýslumanns. Lilla keyrði okkur um Borgarfjörð og sýndi okkur sveitina sína sem hún unni svo mjög. Síðar reistu þau Óli sér sumarbústað í Skorradal. Þar dvöldu þau öllum stundum með- an heilsan leyfði. Lilla undi sér hvergi betur en í Skorradalnum þar sem hún hlúði að gróðrinum. Ég minnist ótal samveru- stunda utanlands sem innan, skátamóts í Danmörku og heim- sókna til okkar hjóna þegar við bjuggum í Lúxemborg. Lilla og Óli ferðuðust víða á yngri árum og fóru á framandi slóðir. Árin sem við bjuggum í Lúx- emborg dvöldum við um tíma á heimili Lillu þegar við komum heim í fríum og nutum frábærr- ar gestrisni og góðvildar. Fyrir það og áratuga vináttu sem aldr- ei bar skugga á vil ég þakka. Síðustu árin voru Lillu erfið vegna veikinda Óla og síðar hennar sjálfrar. Hún tókst á við erfiðleikana af æðruleysi og var alltaf sama góða vinkonan. Við Garðar, dætur okkar og vinkonurnar í litla saumaklúbbn- um minnumst ljúfrar og mætrar vinkonu með söknuði og sendum Óla, Guðrúnu, Sverri, Katrínu og þeirra fjölskyldum innilegar samúðarkveðjur. Guðrún. Kristín Sólveig Jónsdóttir ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTJÁN HÓLM JÓNSSON, fyrrverandi sérleyfishafi, Klettahlíð 14, Hveragerði, verður jarðsunginn frá Hveragerðiskirkju laugardaginn 2. ágúst kl. 15.00. Una Runólfsdóttir, Margrét Kristjánsdóttir, Helgi Hannesson, Helga Guðný Kristjánsdóttir, Björn Birkisson, Runólfur Þór Jónsson, Guðrún Hanna Guðmundsdóttir, Harpa Kristjánsdóttir, Atli Einarsson, Gígja Kristjánsdóttir, Birkir Kristjánsson, Valgý Arna Eiríksdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, ÁRNI THEODÓRSSON, dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund, lést á Landspítalanum við Hringbraut þriðjudaginn 29. júlí. Útförin auglýst síðar. Þórður Grétar Árnason, Vigdís Hjartardóttir, Hinrik Ingi Árnason, Oddný Steingrímsdóttir, Sigurður Þórarinn Árnason, Hafdís Jónsdóttir, Emanúel Júlíus Ragnarsson, Jófríður Ragnarsdóttir, Guðlaugur Björn Ragnarsson, Rósmarý Bermann og barnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, HELGI FRIÐÞJÓFSSON, Seljalandsseli, Vestur-Eyjafjöllum, lést miðvikudaginn 30. júlí á Landspítalanum við Hringbraut. Sigrún Adolfsdóttir, Ólafur Guðni Stefánsson, Ragnheiður Guðmundsdóttir, Sigurbjörg Stefánsdóttir, Guðlaug Jóna Helgadóttir, Hugrún Helgadóttir, Alexander Þór Harðarson, barnabörn og barnabarnabarn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.