Morgunblaðið - 01.08.2014, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 01.08.2014, Blaðsíða 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 2014 Þjóðbjörg Heiða Þorsteinsdóttir fagnar í dag 24 ára afmælisínu. Aðspurð segist hún þó ekki ætla að halda sérstaklegaupp á daginn í ár. „Ég ætla að heimsækja afa og ömmu en svo liggur leiðin til Landeyjahafnar þar sem ég er að fara á Þjóðhátíð í fyrsta sinn, ásamt stórum vinahópi úr MR,“ segir Heiða. Hún útskrifaðist frá Háskóla Íslands í vor sem sjúkraþjálfari eftir fjögurra ára nám og í sumar hefur hún unnið á hjúkrunarheimilinu Eir. Eftir Þjóðhátíð í Eyjum mun hún þó venda kvæði sínu í kross þar sem hún hyggst flytja norður í land. „Ég flyt til Akureyrar í næstu viku þar sem ég er að hefja störf sem sjúkraþjálfari á einkastofu fyrir norðan,“ segir Heiða og bætir við að hún sé mjög spennt fyrir því að flytja á nýjan stað þar sem hún hefur aldrei búið áður. Hún segir að ferðalög séu sér mjög hugleikin. „Ég hef mjög gam- an af ferðalögum, síðast fór ég til Finnlands á sjúkraþjálfunarnám- skeið sem var mjög lærdómsríkt,“ segir Heiða. Eftirminnilegasta afmælisdaginn segir hún hafa átt sér stað þeg- ar hún var stödd erlendis. „Ég var í frábærri útskriftarferð á Marm- aris í Tyrklandi með öllum árgangnum úr MR, það verður mér alltaf mjög minnisstætt.“ sh@mbl.is Þjóðbjörg Heiða Þorsteinsdóttir 24 ára Afmælisbarn Þjóðbjörg Heiða siglir til Vestmannaeyja í dag þar sem hún ætlar að njóta Þjóðhátíðar ásamt stórum hópi vina sinna úr MR. Leiðin liggur á Þjóðhátíð í Eyjum Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Elías Bessi Örvarsson og Daníel Skíði Ólafs- son voru með tombólu. Þeir söfnuðu 3.000 kr. og færðu Rauða kross- inum ágóðann. Hlutavelta Á sa Helga fæddist í Reykjavík 1.8. 1984 og ólst þar upp að mestu en átti um skeið á æskuárunum heima í Chicago í Bandaríkjunum og í Coventry á Englandi þegar móðir hennar og stjúpfaðir voru í námi, og síðar eitt ár í Winnipeg er hún var 19 ára og móðir hennar veitti þar forstöðu íslenskudeild Mani- toba-háskóla. Þegar Ása Helga flutti heim frá Winnipeg hóf hún nám í bók- menntafræði við HÍ, en tók síðan eitt ár af BA-náminu við Sorbonne háskóla í París. Hún útskrifaðist úr bókmenntafræðinni 2007, var síðan m.a. bókagagnrýnandi fyrir Víðsjá, TMM og fleiri miðla. Það sama ár starfaði hún einnig við Alþjóðlega kvikmyndahátíð í Reykjavík þar sem hún sá um ges- taumsjón: „Ég hafði alltaf verið bíósjúklingur en kynntist kvik- myndabransanum á nýjan hátt á RIFF. Þess vegna fór að ég að huga að umsókn í kvikmyndagerð- ardeild Columbia háskóla. Það gekk eftir og ég flutti til New York og útskrifaðist svo frá Col- umbia vorið 2012. Ég er því til- tölulega nýflutt heim aftur eftir fimm ára dvöl þar í borg.“ Ása Helga hefur skrifað, leik- stýrt og klippt fjölda stuttmynda, og ber þá helst að nefna útskrift- armynd hennar Ástarsögu, sem hefur nú verið sýnd á tæplega 40 kvikmyndahátíðum, m.a. í keppni á Clermont-Ferrand, Palm Springs og Nordisk Panorma. Ást- arsaga hefur unnið til fjölda verð- launa, og komst í apríl 2013 í loka- úrtak fyrir Óskarverðlaunin í flokki útskriftarmynda úr kvik- myndaskólum. Ása Helga vinnur nú að sinni fyrstu mynd í fullri lengd, en það er hennar aðlögun á Svaninum, skáldsögu Guðbergs Bergssonar. Svanur Ásu Helgu fékk handrita- styrki frá Kvikmyndasjóði Íslands, er eitt af tólf alþjóðlegum verk- efnum sem valin voru á „Jerusa- lem Int’l Film Lab“ 2014, og í febrúar 2014 vann handritið „VFF Talent Highlight Pitch“ verðlaun á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Berlín. Að njóta og að greina í bíó Auðvitað hefur Ása Helga áhuga á kvikmyndum: „Ég ver örugglega meirihlutanum af mín- um frítíma í bíógláp og horfi oft tvisvar eða þrisvar á sömu mynd ef hún er góð eða inspírerandi á einhvern hátt. Mér var einhvern tímann tjáð að nám í kvikmynda- gerð myndi spilla þeim hæfileika mínum að horfa á kvikmynd sem áhorfandi. Ég færi að greina myndir sem fagmaður. En mér finnst þetta ekki alveg svona ein- falt. Tja, nema kannski að því leyti að stundum er það frústrer- andi að horfa á mjög góðar mynd- ir eftir samtímaleikstjóra því þá verð ég öfundsjúk og langar til að hafa gert umrædda mynd sjálf. Þegar kvikmyndum sleppir finnst mér ótrúlega gaman að elda og baka, sérstaklega mat sem þarf að Ása Helga Hjörleifsdóttir kvikmyndagerðarkona – 30 ára Við tökur Ása Helga við enda borðsins með fjórum leikurum hinnar margverðlaunuðu útskriftarmyndar hennar, Ástarsögu, þeim Svölu Grímsdóttur, Katherine Waterston, Elvu Ósk Ólafsdóttur og Kristjáni Franklín Magnús. Vængjatök Svansins Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Bæjarlind 16 I 201 Kópavogur I sími 553 7100 I www.linan.is Opið mánudaga til föstudaga 11 - 18 I laugardaga 11 - 16 UNFURL kr. 109.000 Svefnbreidd 120x200 TRYM kr. 198.900 Svefnbreidd140x200 RECAST kr. 123.900 Svefnbreidd 140x200IDUN Svefnsófi kr. 259.900 I Svefnbreidd 140x200 SVEFNSÓFAR Góðir að nóttu sem degi... ... ... ...

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.