Morgunblaðið - 01.08.2014, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.08.2014, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 2014 Sími 511 8090 • www.yndisauki.is Dukkahfrá Yndisauka Dukkah fæst íHagkaupum,Melabúðinni, Fjarðarkaupum,Mosfellsbakaríi, Kjöthöllinni, Nóatúni,Garðheimum,Miðbúðinni ogBakaríinu viðBrúnnaAkureyri. HAVANA-BOLLUR MEÐKÓRÍANDERSÓSUOGKÚSKÚS • 600gnautahakk • 2egg • 5mskHavanadukkah • 1 stór laukur, smátt saxaður • 2mskhveiti (má sleppa) • olía til steikingar • salt ogpipar Sósa: • 2dósir hreint jógúrt • 3mskólífuolía • 1 lúka saxað kóriander • 1marið hvítlauksrif og smá salt Blandiðöllu vel samanogberið fram meðbollunumásamt kúskúsog salati. Forysta VG þakkar fyrir sig ásinn hátt eftir að tilkynnt var um skipan félaga þeirra sem sendi- herra. Björn Valur Gíslason, vara- formaður VG, gagnrýnir skipan þingmanns VG og fyrrverandi for- sætisráðherra í stöðu sendiherra og segist leiður yfir því þingmaður VG „skuli vera viðrið- inn þetta“.    Katrín Jakobsdóttir, formaðurVG, gagnrýnir ekki skipan þingmanns flokksins, en finnur þess í stað að því að fyrrverandi forsætisráðherra skuli skipaður sendiherra.    Og hver skyldurökin vera? Jú, þau að hinn skipaði, Geir H. Haarde, eigi í málaferlum við ríkið fyrir Mannréttindadómstólnum. „Þannig að það er auðvitað sérstök staða að vera fulltrúi þessara sömu stjórn- valda um leið og maður á í mála- ferlum við þau. Og það er auðvitað eitthvað sem allir sjá,“ segir Katr- ín.    Erfitt er að sjá hvernig það aðreyna að lagfæra ranglæti fyrrverandi stjórnvalda dregur úr getunni til að vera fulltrúi Íslands erlendis.    Á hinn bóginn vekja orð Katr-ínar spurningar um hvers vegna hún hefur ekki enn – og ekki þegar hún sat í ríkisstjórn – fundið að því að seðlabankastjóri höfði mál gegn eigin seðlabanka og sitji samt sem fastast.    Eða var Katrín ef til vill loks aðsenda – dulin að vísu – skila- boð um það mál? Katrín Jakobsdóttir Eitthvað sem allir sjá STAKSTEINAR Már Guðmundsson Veður víða um heim 31.7., kl. 18.00 Reykjavík 15 léttskýjað Bolungarvík 10 léttskýjað Akureyri 10 léttskýjað Nuuk 9 upplýsingar bárust ek Þórshöfn 15 léttskýjað Ósló 22 heiðskírt Kaupmannahöfn 23 heiðskírt Stokkhólmur 25 heiðskírt Helsinki 22 skýjað Lúxemborg 22 heiðskírt Brussel 25 heiðskírt Dublin 21 léttskýjað Glasgow 17 léttskýjað London 25 heiðskírt París 25 heiðskírt Amsterdam 22 léttskýjað Hamborg 22 heiðskírt Berlín 23 heiðskírt Vín 22 skúrir Moskva 31 heiðskírt Algarve 22 heiðskírt Madríd 35 heiðskírt Barcelona 27 léttskýjað Mallorca 27 léttskýjað Róm 26 léttskýjað Aþena 30 heiðskírt Winnipeg 22 heiðskírt Montreal 20 skýjað New York 25 heiðskírt Chicago 26 heiðskírt Orlando 30 skýjað 9 up lýsingar bárust ekki Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 1. ágúst Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 4:36 22:34 ÍSAFJÖRÐUR 4:19 23:00 SIGLUFJÖRÐUR 4:01 22:44 DJÚPIVOGUR 3:59 22:09 Í mörg ár hefur skjaldarmerki Reykjavíkur verið myndað úr fag- urbláum blómum í túni þar sem Sæbraut og Miklabraut mætast. Nú hefur verið ákveðið að fjar- lægja skjaldarmerkið og mynda regnbogafánann, sem er merki baráttu samkynhneigðra, úr blóm- um og plöntum í staðinn, en Hin- segin dagar í Reykjavík verða haldnir 5.-10. ágúst. Þegar blaðamann bar að garði var gróðursetningu blómanna ný- lokið. Ólöf Anna Ólafsdóttir, garð- yrkjufræðingur hjá Reykjavík- urborg, sá um framkvæmdirnar. „Við höfum verið í vandræðum með borgarmerkið, en það virðist einhver sveppur komast í blómin og þau hafa alltaf gefið sig fyrir fyrsta ágúst. Núna gáfu þau sig um miðjan júlí. Af því Gay Pride er framundan þá fannst okkur kjörið að breyta þessu á þennan hátt. Þetta er í fyrsta sinn sem þetta hefur verið gert og fyrirvar- inn er lítill. Ekki voru pöntuð blóm sérstaklega fyrir verkið þannig að þetta eru afgangsblóm úr verk- efnum hér og þar. Á næsta ári metum við svo hvort við viljum halda áfram með regnboga- fánann,“ segir Ólöf. Þá var Ólöf spurð hversu mörg blóm þurfi til að mynda regnboga- fánann. „Hver röð inniheldur um það bil 250 blóm og raðirnar eru sex talsins, þannig að þetta eru um það bil 1.500 blóm. Græni liturinn í regnbogafánanum er samt ekki myndaður með blómum, heldur er hann myndaður með steinselju.“ isb@mbl.is Regnbogafáninn í stað borgarmerkis  1.500 blóm not- uð í nýja fánann Morgunblaðið/Þórður Litadýrð Blómin eiga eftir að springa út, en þá verður fagur regnbogafáni þar sem borgarmerkið var á undan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.