Morgunblaðið - 01.08.2014, Page 20

Morgunblaðið - 01.08.2014, Page 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 2014 Skútuvogi 8 • 104 Reykjavík • Sími 567 6700 • www.vakahf.is Dekkjasala og þjónusta Bifreiða- verkstæði Varahlutir Bifreiða- flutningar Endurvinnsla bifreiða TILBOÐ KR. 169.9 00,- M/vsk. MILWAUKEE H0GGBORVÉL M12 BPD-402C Mesta átak 38 Nm. Vinnuhraðar: 0-400/0-1500 Sn/mín. Patróna: 10mm. Höggtíðni: 22.500 mín. Fylgir: 2 x M12 4.0 Ah REDLithium rafhlöður, Hleðslutæki, handfang, beltishanki og taska. MW 4933 4419 35 TILBOÐ KR. 36.900,- M/vsk. Síðumúla 11 - 108 Reykjavík Sími 568-6899 Póstfang: vfs@vfs.is Netsíða: www.vfs.is MILWAUKEE MONSTERSETT M18 PP6D-402B HD18 PD – Höggborvél, HD18 SX – Sverðsög, HD18 CS – Hjólsög, HD18 JS – Stingsög, C18 ID – Höggskrúfvél, C18 WL – Vinnuljós, 2 x M18 4,0 Ah Red Li-Ion Rafhlöður, C18 C hleðslutæki, Verkfærataska. MW 4933 4474 00 Í Morgunblaðinu í gær gerir Júlíus Vals- son athugasemdir við starfshætti Póstsins sem gefur tilefni til viðbragða enda byggir greinin því miður á ákveðnum misskiln- ingi um starfsemi fyr- irtækisins. Þannig til- tekur Júlíus að einstaklingar og fyr- irtæki komist ekki hjá því að notast við þjónustu Póstsins til sendinga erlendis. Fullyrðir hann að „aðr- ir valkostir eru ekki í boði, því Íslandspóstur hf. er hreinræktað ein- okunarfyrirtæki, rekið í skjóli ríkisvaldsins“. Þetta er ekki rétt þar sem mörg ár eru síðan einokun á þessu sviði var afnumin og ríkir hörð samkeppni á þess- um markaði. Fjöldi fyr- irtækja býður upp á sendingar til útlanda, m.a. stórir erlendir að- ilar, þó svo að enginn á markaðnum bjóði upp jafn víðtækt þjónustunet hér á landi og Pósturinn. Í greininni er einnig gerð athuga- semd við að sendingar séu greiddar samkvæmt kílóverði en ekki ná- kvæmri þyngd. Tekið er dæmi um einstakling sem var að senda 3,1 kílóa pakka en þarf að greiða fyrir 4 kíló. Þetta er vissulega rétt en ástæðan fyrir þessu er sú að Póst- urinn þarf að greiða endastöðva- gjöld sem miðast við kílóverð og eru þessi gjöld ekki ákveðin af Póst- inum. Endastöðvagjöld eru gjöld sem greidd eru ákvörðunarlandi fyr- ir að meðhöndla pakkann og um leið og pakki vegur meira en ákveðinn kílófjöldi fer hann í næsta kílóa verðflokk fyrir ofan. Önnur lönd byggja verðskrá sína upp á sama hátt og þá liggja mörkin ávallt við hvert kíló. En þrátt fyrir þessi ákvæði reynir Pósturinn ávallt að bjóða viðskiptavinum sínum upp á eins hagkvæma flutningsþjónustu og mögulegt er. Á hverju ári flytur Pósturinn ótrúlegan fjölda af send- ingum til útlanda og þar sem hörð samkeppni ríkir á markaðnum vitum við vel að við verðum að gera aðeins betur en keppinautarnir. Engin einokun Eftir Brynjar Smára Rúnarsson Brynjar Smári Rúnarsson » Fjöldi fyrirtækja býður upp á send- ingar til útlanda og því ríkir hörð samkeppni á markaðnum. Höfundur er markaðsstjóri Íslandspósts. Nauðsynlegt er að leiðrétta rangfærslur sem Sigurður Jónsson skrifar um íslenska fánann á Þingvöllum en grein hans „Er Coca Cola-fáni þjóð- fáni Íslands“ birtist í Morgunblaðinu í gær, 31. ágúst. Þar skrifar Sigurður: „Á Þingvöll- um, sem taldir eru helgasti staður þjóðarinnar, er ekki flaggað nema um helgar og við sér- stök tækifæri.“ Hið sanna er eftirfarandi: Frá 1. maí til 1. október er fán- inn dreginn að húni alla daga á Lögbergi, við Þingvallakirkju, Kon- ungslóð og þjónustumiðstöð og sinna landverðir því. Alla lög- bundna fánadaga utan þessa tíma eru þessir fánar dregn- ir að húni. Þannig hef- ur það verið til margra ára. Við Þingvallabæinn eru tvær fánastangir sem eingöngu eru not- aðar þegar opinberar heimsóknir eru. Við gestastofuna á Haki er íslenski fáninn ásamt merkjum UNESCO og heimsminjaskrár dregnir að húni á hverjum degi allt árið meðan aðstæður leyfa. Veður hefur áhrif á fánanotkun hjá okkur og stundum þegar er mikill vindur er sleppt að flagga. Það er gert til hlífa fánanum þar sem tjúgufánar geta tæst auðveld- lega í sundur í miklum vindi. Veður geta verið válynd hjá okkur og ekki alltaf auðvelt á vetrum að flagga. Þegar snjór og frost hafa fryst fánalínur er lítið hægt að flagga nema með miklum tilfæringum. Við sinnum því níu fánastöngum á hverjum degi þar af fimm þjóð- fánum og fjórum heimsminja- og Unesco-fánum og er það drjúgur tími af föstum morgunstörfum land- varða og starfsmanna að sinna því á háannatíma. Ekki er flaggað neinum auglýs- ingafánum innan þjóðgarðsins og hefur ekki verið gert. Íslenski fáninn á Þingvöllum Eftir Ólaf Örn Haraldsson Ólafur Örn Haraldsson » Frá 1. maí til 1. októ- ber er fáninn dreg- inn að húni alla daga á Lögbergi, við Þingvalla- kirkju, Konungslóð og þjónustumiðstöð… Höfundur er þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. - með morgunkaffinu Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar- hringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is 26 pör í Sumarbrids eldri borgara 22. júlí var spilaður Mitchell-tví- menningur með þátttöku 26 para. Efstu pör í N/S (prósentskor): Oliver Kristóferss. - Þorl. Þórarinss. 56,5 Ragnh. Gunnarsd. - Sveinn Sigurjónss. 54,8 Friðrik Jónsson - Björn Svavarss. 52,8 Jón Hákon Jónss. - Jón Þór Karlsso. 52,7 Auðunn R. Guðmss. - Björn E. Péturss. 52,1 A/V: Skarphéðinn Lýðsson - Sverrir Jónsson 62,8 Óli Gíslason - Magnús Jónsson 62,3 Sigr. Benediktsd. - Sigurður Þórhallss. 59,0 Axel Lárusson - Hrólfur Guðmss. 57,2 Tómas Sigurjss. - Jóhannes Guðmannss.56,3 Fimmtudaginn 24. júlí var spilað- ur Monrad Barómeter með þátttöku 26 para. Efstu pör voru: Björn Péturss. - Valdimar Ásmundss. 58,6 Þorl. Þórarinss. - Oliver Kristóferss. 57,3 Friðgerður Benedikts.- Hrafnh. Skúlad. 57,1 Skarphéðinn Lýðsson - Stefán Ólafsson 56,7 Erla Sigurjónsd. - Jóhann Benediktss. 53,9 Guðlaugur Nielsen - Pétur Antonsson 53,9 44 spilarar hafa unnið sér inn bronsstig í Sumarbrids. 17. júlí voru bronsstigahæstir: Guðmundur Sigursteinsson 100 Auðunn R. Guðmundsson 75 Ormarr og Sturla Snæbjörnssynir 61 Þorl. Þórarinss. og Oliver Kristóferss. 54 Sumarbrids eldri borgara er spil- að í húsnæði BSÍ, Síðumúla 37, 3ju hæð. Spilað er á þriðjudögum og fimmtudögum og hefst spila- mennska kl. 13. Spilað verður fram að fimmtudeginum 7. ágúst. Allir spilarar eru velkomnir og er keppnisgjald 500 kr. á spilara og kaffi innifalið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.