Morgunblaðið - 01.08.2014, Page 33

Morgunblaðið - 01.08.2014, Page 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 2014 Sími: 553-2075 www.laugarasbio.is Miðasala og nánari upplýsingar LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar Tilboð í bíó GILDIR Á ALLAR SÝNINGARMERKTAR MEÐ RAUÐU "Ég hló svo mikið að ég skammaðist mín”!" -Guardian ÍSL. TAL "Þú sérð ekki fyndnari mynd í sumar!" -T.V., Biovefurinn.is L L 12 12 14 14 NIKULÁS LITLI Sýnd kl. 3:55 - 5:50 - 8 HERCULES Sýnd kl. 8 - 10:10 (P) SEX TAPE Sýnd kl. 8 - 10:10 PLANET OF THE APES 3D Sýnd kl. 10:10 22 JUMP STREET Sýnd kl. 5 AÐ TEMJA DREKANN 2D Sýnd kl. 5 Þau gerðu myndband sem þau vilja alls ekki að þú sjáir CAMERON DIAZ JASON SEGEL DWAYNE JOHNSON A BRETT RATNER FILM DISCOVER THE TRUTH BEHIND THE LEGEND POWERSÝNINGKL. 10:10 í 3D -New York Daily News ★ ★ ★ ★ ★ Sífellt bætist í flóru útihátíða sem haldnar eru yfir verslunarmanna- helgina en Þjóðhátíðin í OblaDal verður haldin í fjórða sinn komandi sunnudag. Hátíðin fer fram á Frakkastígnum milli kl. 14 og 18 en aðgangur er ókeypis á úti- tónleikana. „Þetta er og hefur frá upphafi verið fyrst og fremst til gamans gert, fyrir þá sem leið eiga um Laugaveginn þennan dag,“ segir Tómas M. Tómasson, tónlistarstjóri hátíðarinnar og skemmtistaðarins Obladí Oblada, sem er við Frakka- stíg. „Þegar við héldum hátíðina fyrst spiluðu hljómsveitirnar bara úti á gangstétt fyrir utan Obladí og einu sinni fengum við að fara upp á tröppur á húsi hinum megin á Frakkastígnum,“ segir Tómas sposkur. „Nú hefur hátíðinni hins vegar vaxið fiskur um hrygg og verður haldin á bílastæðinu á móti Obladí.“ Tómas býst við góðri að- sókn. „Síðustu ár hefur talsverður fjöldi fólks rennt við hjá okkur, bæði Íslendingar og útlendingar. Það er líka vonandi að veðrið verði jafngott á sunnudaginn og það hefur verið síðustu daga. Veðurspáin sýndist mér vera góð síðast þegar ég gáði en það getur auðvitað breyst.“ Úrval tónlistarfólks verður á há- tíðinni. „Meðal flytjenda má nefna Bítladrengina blíðu og Gæðablóð. Ætli stærstu nöfnin séu ekki Andr- ea Gylfadóttir og bíóbandið henn- ar,“ segir Tómas. „Annars má segja að á tónleikum sunnudagsins verði úrvalið af þeim tónlistarmönnum sem komið hafa hvað oftast fram á Obladí Oblada,“ segir Tómas og býður alla velkomna á Þjóðhátíðina í OblaDal. gith@mbl.is Góðir Hljómsveitin Gæðablóð verður meðal flytjenda á útitónleikunum. Þjóðhátíðin í Obla- Dal um helgina  Tónleikar á Frakkastíg á sunnudag Uppreisn er önnur bókin íþríleik danska rithöf-undarins Jakobs Ej-erbos. Sú fyrsta, Útlagi, kom út hér á landi í fyrra og þar sagði frá erlendum unglingum í Tansaníu, en sjálfur ólst Ejersbo upp þar. Eins og sú fyrri er þessi afbragðsvel þýdd af Páli Baldvini Bald- vinssyni. Ólíkt Útlaga er Upp- reisn ekki heilsteypt frásögn, heldur skiptist í níu frásagnir þar sem mismunandi persónur segja frá. Allar hafa þær tengsl við Tansan- íu, þó mismikil og mis- sterk. Sögusviðið er m.a. Helsinki, Kaupmannahöfn, Dúbaí, Tansanía og Chicago. Persónurnar námu- verkamenn í eðalsteinanámu, Græn- lendingar í Danmörku, læknir í Bandaríkjunum, öryggisvörður í Finnlandi og indverska unglings- stúlkan Baby. Fjölbreyttur hópur, sem engu að síður á ýmislegt sam- eiginlegt; allar persónurnar eru meira eða minna menningarlega rótlausar, vita ekki alveg hvar þær eiga heima. Spilling, illska, ást, svik, alls konar ofbeldi og barátta um völd á ýmsan hátt einkennir sam- skipti þeirra. Í best skrifaða og jafnframt lengsta kafla bókarinnar, sem síðan skiptist í 48 kafla, segir frá þjón- ustustúlkunni Rakel, sem er komin frá litlu heimaþorpi sínu til borg- arinnar Moshi í Tansaníu og er staðráðin í að breyta lífi sínu til hins betra, læra ensku og vinna hörðum höndum. Það er þó hægara sagt en gert fyrir saklausa og bláfátæka stúlku sem býr við það ömurlega hlutskipti, sem bíður kvenna víða í heim- inum, að eiga fárra annarra kosta völ en að gifta sig til að hafa í sig og á. Sagnagáfa Ejersbos er ótvíræð og persónu- sköpun með því betra sem gerist, burtséð frá því hvort hann skrifar um karla eða konur. Sögurnar grípa þétt- ingsfast, vissulega mismikið en hafa allar mikla dýpt. Tónninn er óvæginn og harður, en á sama tíma lýsir Ejersbo með mikilli meðaumkun og skilningi á öllu því sem getur nú komið fyrir fólk í lífinu. Ekkert er einfalt, hlutirnir hvorki svartir né hvítir heldur bara allskonar. Eða eins og hinn finnski Jarno segir: Maður er hvorki góður né illur – bara tækifærissinnaður. Við erum ólík, það sem einum er hollt, tortím- ir öðrum. (329). Eins og fyrri bókin er þetta ekki hugguleg lesning, en alveg óskaplega góð. Þéttingsfast og óvægið Skáldsaga Uppreisn  Eftir: Jakob Ejersbo, JPV 2014, 403 blaðsíður. ANNA LILJA ÞÓR- ISDÓTTIR BÆKUR Gallerí Gámur er tilraunaverkefni myndlistarmannsins Mekkínar Ragnarsdóttur en í fréttatilkynn- ingu frá henni segist hún hafa ver- ið orðin þreytt á því að sýna inni í þar til gerðum sýningarrýmum og listasölum, þangað sem alltaf kem- ur sama fólkið. Hún ákvað því að færa listina til fólksins og ferðast nú á milli útihátíða með gám. Í honum setur hún upp myndlist- arsýningar og kveður marga koma inn í gáminn sem ekki hafa lagt í vana sinn að sækja myndlistarsýn- ingar. „Ég hef eytt miklum tíma í að tala við almenning um grunn- tilgang myndlistar. Fólk sem myndi aldrei leggja það á sig að ganga inn á myndlistarsýningu, „villist“ inn í gáminn og spurn- ingaflóðið fer í gang. Auðvitað ger- ist það að fólk gengur inn, snýr sér í einn hring og fer út. En svo eru margir sem gefa sér tíma og segja mér að þeir fari aldrei á listsýn- ingar og viti ekkert um listir,“ seg- ir Mekkín í fréttatilkynningunni. Gallerí Gámur virðist því ná til þeirra sem hafa hingað til ekki sótt hefðbundnar listsýningar. Um þessar mundir er sýningin í gámnum eftir Mekkín sjálfa. Sýn- ingin er málverkasýning þar sem hún skoðar birtingarmynd líkams- ímyndar í gegnum leikföng barna og málar portrettmyndir af nöktum dúkkum. Í gámnum eru einnig til sýnis og sölu skartgripir eftir Mekkín sem unnir eru úr perlum eftir hefðum indíána í Bandaríkj- unum. Perlurnar eru handgerðar af glerlistakonu í Bandaríkjunum úr endurunnu gleri en Mekkín segir perlur vannýtt hráefni í íslenskri list. Mekkín hefur þegar sýnt í Gall- erí Gámi á Mærudögum á Húsavík en gámurinn verður næst staddur á hátíðinni Einni með öllu á Ak- ureyri. Í lok ágúst stefnir Mekkín á að sýna á Akureyrarvökunni. gith@mbl.is Gallerí Gámur flytur listina út meðal fólksins  Myndlistarmað- urinn Mekkín Ragn- arsdóttir sýnir mynd- list í gámi og flytur hann á milli útihátíða Gámur Mekkín segir marga skoða myndlist í Gallerí Gámi sem ekki sækja reglulega hefðbundnar listsýningar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.