Morgunblaðið - 01.08.2014, Side 28

Morgunblaðið - 01.08.2014, Side 28
28 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 2014 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú ert afslappaður og í góðu jafnvægi og ert því að verða í stakk búinn til að sýna hvað í þér býr. Nú verður erfitt en gaman að komast að safaríkasta hlutanum. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú verður að taka af skarið og hrinda málum í framkvæmd þótt vinnufélagar þínir séu tregir í taumi. Gott ráð er að leita skjóls hjá trúnaðarvini sem þarf engin látalæti. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Dagurinn hentar vel til að ræða fjár- mál innan fjölskyldunnar. Leggðu þitt af mörkum til að komast að hinu sanna. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þér finnst aðrir halda aftur af þér, en ef til vill átt þú sök á því. Þú ert fullur af raf- mögnuðum krafti og hugsanlega óþol- inmóður við fjölskylduna á meðan. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Lífið hefur verið hálfgert púl hjá þér að undanförnu og það mun halda áfram að vera það enn um stund. Hvort sem þú velur í að- stæðum dagsins mun það enda með hlátri. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það getur reynst heilladrjúgt að eiga trúnaðarvin. Sýndu umburðarlyndi og þol- inmæði og minntu þig á að oft vægir sá sem vitið hefur meira. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú ert afslappaðri en vanalega í vinnunni í dag og því er hætta á að þú eyðir tíma til einskis. Reyndu að breyta þeim aðstæðum sem þú ert ósátt/ur við. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú finnur hjá þér þörf til að ganga í augun á einhverjum sem skiptir máli í dag. Viðhaltu kraftinum með því að vera dá- lítið hvikur, hvort sem þú ert í stuði til þess eða ekki. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Mundu að allt hefur sinn tíma og það hefur ekkert upp á sig að beita þrýstingi. Gættu þess að öryggið geri þig ekki yfirlætis- og einstrengingslegan. 22. des. - 19. janúar Steingeit Nú ferðu að uppskera árangur erf- iðis þíns bæði í einkalífi og starfi. Málið er að aðrir hafa einfaldlega ekki sama kraft og þú, hvað þá hugmyndaflug eða hreinlega gáfur. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Samræður við stjórnanda eða for- eldra gegna þýðingarmiklu hlutverki í dag. Staðan verður varla betri en nú: gríptu öll tækifæri sem gefast í dag. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú saknar gömlu skóladaganna og langar til þess að mennta þig frekar. Margir möguleikar standa þér opnir í þessum efn- um. Á þriðjudaginn skrifaði JónIngvar Jónsson í Leirinn að þau Sigrún hefðu tekið nokkur limruspor á Boðnarmiði á Fésbók. Það voru eintómar hraðsuður: Sigrún Haraldsdóttir byrjaði: „Ég elska hann Björling á Bala“ básúnar Þórhildur Svala, „þrátt fyrir spikið þá er hann mikið rúsínurassgat í bala“. Jón Ingvar: Hönnu ég hitti í réttum, horaða, alsetta grettum. Hún sagði mér þá síðdegi á að fátt sé af einhverjum fréttum. Sigrún: Vesalings Mattías Mundi mætti á alls konar fundi þar engdist og brann af því að hann vildi ekki vera í sundi. Jón Ingvar: Það vex á mér vömbin og spikið, svo varla mér líst nú á blikið. Vömbin út tútnar til vinstri og þrútnar svo helvíti hratt og svo mikið. Björn Ingolfsson lét til sín heyra og sagði, að limrugerð væri meira smitandi en ebóla, – „þarf ekki að snerta, nægir að sjá“ „Hann bað mín hann Jón í bréfi,“ kvað Bína, „og játað ég hefi, þakklát og fús, þrátt fyrir lús og neftóbakshorstreymi úr nefi.“ Sigrún svarar Birni og bregður upp mynd af Bínu, – 25 árum seinna: Illt finnst mér úr honum slefið og andskoti leiðinlegt þrefið, á sloppermi þerrar ef slummum upp hnerrar, svo treður hann tóbaki í nefið. Hjálmar Freysteinsson leggur orð í belg um limrur/ebólu Túramaður var Tommi, torgaði slatta af rommi, elskaði Hlíf allt sitt líf en hún var nú álitin hommi. (eða var það einhvernveginn öðruvísi?) Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Limrugerð er meira smitandi en ebóla“ Í klípu Á MORGUN KEMUR NÝR DAGUR, HUGSAÐI HANN, NEMA ÉG VERÐI HEPPINN OG SOFI HANN AF MÉR. eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „HVAÐ FÆR MAÐUR FYRIR 700 KRÓNUR Í PORTÚGAL?“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að vera umkringd minningum. SÓLARFERÐIR KÆRU BRÆÐUR, YKKUR GENGUR VEL Í NÁMINU ... EN NÚ ER KOMIÐ AÐ ÞVÍ AÐ HALDA ÚT Í HEIMINN OG KYNNAST RAUNVERULEGRI ÁSKORUN! ÉG KYNNI HRÓLF HINN HRÆÐILEGA! GRETTIR, ÉG FÉKK FRÁBÆRA HUGMYND! FARIN. OG SKELLTI Í LÁS Á EFTIR SÉR, HA? REIKNINGUR Núverandi borgarstjóri er senni-lega einn klókasti stjórnmála- maður landsins um þessar mundir. Víkverji les það út úr umræðunni þegar fjallað er um bílamál borgar- stjóra, þegar hann var ekki borgar- stjóri heldur venjulegur borgar- fulltrúi, og notaði þá bíl merktan borgarstjóra, sem minnihlutinn sætti sig ekki við. x x x Aðfinnslurnar komu stundarfjórð-ungi áður en núverandi borgar- stjóri varð borgarstjóri, en þeim var svarað í liðinni viku. Hermt er að borgarstjóri hafi sýnt mátt sinn og megin í vörninni og samkvæmt fregn- um virðist hann hafa farið létt með það. x x x Víkverji getur vel unnt borgarfull-trúa sem ekki var borgarstjóri að nota bíl merktum borgarstjóra til þess að sinna mikilvægum erindum í miðbænum eins og að skjótast á Kaffibarinn, þar sem fína og fræga fólkið í Samfylkingunni kemur sam- an, að sögn Smartlands. Víkverji er enda talsmaður þess að fólk komist leiðar sinnar í einkabíl í borginni en það skondna er að núverandi borgarstjóri hefur þvert á móti unn- ið á móti því. x x x Þetta er mergurinn málsins, semvirðist hafa farið framhjá mörg- um. Núverandi borgarstjóri er ekki fæddur í gær og sem almennur borgarfulltrúi undirbjó hann jarð- veginn, breytti götu í fuglabúr og batt þannig um hnútana að götur í miðbænum eru illa aðgengilegar al- menningi á bílum. Víkverji sér að borgarfulltrúinn fyrrverandi ætlaði aldrei sjálfur að ganga um gangstíga borgarinnar eða hjóla á hjólagötum borgarinnar heldur sýna sig sem borgarstjóri í bíl borgarstjóra í mið- bænum. Því varð hann að láta á það reyna að skutlast á bíl borgarstjóra. Sjáið þið, þarna fer borgarstjórinn í borgarstjórabílnum, klingdi þá í eyr- um hans og nú á hann sviðið sem borgarstjóri á bíl en hvorki gang- andi né á hjóli. Minnir að vísu svolít- ið á nýju fötin keisarans en geri aðrir betur. víkverji@mbl.is Víkverji Ég er dyrnar. Sá sem kemur inn um mig mun frelsast og hann mun ganga inn og út og finna haga. (Jóhannesar- guðspjall 10:9) mbl.isGjafavöruverslun með íslenska & erlenda hönnun • skólavörðustíg 12 • sími 578 6090 • www. minja.is • facebook: minja Gaurarnir sem sjá til fless a› ekki sjó›i upp úr pottunum 2 í pakka, hvítur og rauður aðeins kr. 1.790,- LID SID Bjargvættirnir á brúninni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.