Þjóðlíf - 01.09.1986, Síða 6

Þjóðlíf - 01.09.1986, Síða 6
í júlímánuði bárust landsmönnum þær fréttir á sjónvarpsskjánum, að Kvennaathvarfið í Reykjavík neydd- ist brátt til að loka sökum fjárskorts ef ekkert yrði því til bjargar. Kvenna- athvarfinu var komið á fót fyrir ör- fáum árum fyrir atbeina hóps hörku- duglegra kvenna úr öllum flokkum og utan flokka úr ýmsum starfsstétt- um og hefur verið rekið síðan með styrkjum frá almenningi. Þeir sem útdeila almannafé hafa hins vegar skammtað naumt sumir hverjir, og því stendur reksturinn í járnum. Einn þeirra sem sat við sjónvarpið kvöldið sem fréttin barst var Ásbjörn nokkur Morthens, öðru nafni Bubbi Morthens. Hann brá skjótt við, hringdi í umboðsmann sinn og sagðist ætla að halda tónleika til styrktar at- hvarfinu. Innan skamms var hús fengið og hljómsveitir — og á þriðja hundrað þúsund krónur voru afhent- ar starfskonum Kvennaathvarfsins sem afrakstur hljómleikanna. Og Bubbi ætlar ekki að sleppa hendinni af athvarfinu í bráð, því hann fór strax að íhuga stóra hljómleika í Háskólabíói. Bubbi, hvers vegna ? „Það er kannski nokkuð löng saga,“ segir Bubbi og hrærir í kaffi- bollanum sínum á Hótel Borg. „Þeg- ar ég var að vinna sem farandverka- maður úti á landsbyggðinni varð ég oft vitni að ofbeldi, sem var algjör- lega verndað af samfélaginu. Ég sá þetta mikið í partýum og ég sá konur koma bláar og marðar í vinnuna og segjast hafa dottið eða rekið sig á hurð. Konurnar tóku á sig skömmina og kvölina. Þær voru kúgaðar úr öll- 6 ÞJÓÐLÍF Bubbi: Glæsilegur stuðningur við Kvennaathvarfið. (Ljósmynd: Gunnar Elisson) Bubbi og Kvcnna- athvarfið um áttum - þær þræluðu í frystihús- inu allan daginn, hlupu heim til krakkanna í hádeginu til að gefa þeim að borða og sinntu síðan öllum störfum á kvöldin. Karlarnir voru á sjónum. Þegar þeir voru í landi, kannski vegna þess að ekki fiskaðist, duttu þeir gjarnan í það og bein af- leiðing af því voru barsmíðar. En - enginn talaði um þetta, enginn leit á þetta sem vandamál. Ég hef séð þetta ofbeldi hér í Reykjavík, hér er ekkert minna ofbeldi og ef eitthvað er þá er það svæsnara. Ég hef oft hugsað um þetta síðan. Af hverju þetta er svona veit ég ekki; ég veit t.d. ekki hvers vegna svo margar konur taka þessu þegjandi. Það er bil á milli karla og kvenna, því er ekki að neita. Ég held að konur geti svarað þessu miklu betur en ég.“ Bubbi segist í barnaskap sínum hafa haldið að Kvennaathvarfið nyti styrkja frá samfélaginu og það ríku- legra — þar til hann heyrði fréttina í sjónvarpinu. „Ég taldi það einhvern veginn jafn sjálfsagt og að meðferð- arstofnanir njóta styrkja,“ segir hann. „Það er eitthvað stórt og mikið að ef svona stofnun deyr drottni sín- um á árinu 1986. Ég skammaðist mín fyrir framan sjónvarpið. Skammaðist mín fyrir að vera karlmaður, skamm- aðist mín fyrir þjóðfélagið. Og ég vil alls ekki finna til skammar. Þetta er einmitt dæmi af því tagi, þar sem einstaklingarnir geta gert eitthvað til hjálpar. Þetta er öðru vísi en t.d. hungursneyð í fjarlægum löndum, kjarnorkuváin eða eitthvað slíkt. Frammi fyrir slíku stendur maður ráðþrota, því hvað getur maður svo sem gert? En þessu- máli getum við bjargað, það er enginn vandi. Þetta er ekki svo stórt mál. Listamenn hafa fram að þessu vælt út af atburðum erlendis, en ekki horft í kringum sig á sitt nánasta unthverfi. Popptónlistar- menn vilja helst ekki blanda saman þjóðfélagsmálum og tónlist — þeir telja slíkt pólitískt. Og svo hafa þeir augun á naflanum á sjálfum sér, þeir eru afskaplega barnalegir oftast nær. En víða erlendis er þetta ekki svona. í Bretlandi t.d. taka popptónlistar- menn virkan þátt í ýmsum samfélags- málum og halda tónleika til stuðnings fyrir meðbræður og -systur, t.d. í verkföllum. Minn draumur er að þetta verði einnig svona hér á landi — en ég er nú líka voðalegur hugsjóna- kall!“ Bubba lá greinilega mikið á hjarta og það er þungt yfir honum meðan hann bunar þessu út úr sér. Nú þagn- ar hann og verður hugsi. ÞJÓÐLÍF notar tækifærið og spyr hvernig mað- ur Bubbi sé — í eigin augum. „VÁ!“ segir hann og brosir. Trúbadorinn með gullhjartað, segja Kvennaathvarfskonur. Bubbi- ,Bubbi segja ungar stúlkur með áfergjusvip. Verkalýðssinni, segir verkalýðurinn. Trúbador par excell- ance, segja intellektúelarnir. Hvað af þessu er hann? Kannski allt? „Allt sem ég ætla mér tekst mér,“ segir hann um sjálfan sig. „Annars veit ég aðeins tvennt um sjálfan mig, ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Ég er afskaplega barnalegur, naive — og vil alls ekki breyta því. Svo er ég mjög trúgjarn á það að unnt sé að breyta veröldinni til hins betra. Það er auðvitað barnalegt, en ég vil ekki breyta því. Ég er að reyna að gera mitt besta — meira get ég ekki.“

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.