Þjóðlíf - 01.09.1986, Side 20

Þjóðlíf - 01.09.1986, Side 20
upphafi. Eftir fimm ár hefur hann aðeins greitt lánið niður um 85 þús- und krónur. Hins vegar hefur hann á þessum fimm árum greitt um 365 þús- und krónur í vexti. Sé hann svo stál- heppinn að geta selt eign sína á kostnaðarverði hefur hann eigi að síður minna fé milli handanna en þeg- ar hann byrjaði, því hann á aðeins rétt á um 1,1 milljón króna láni ef hann ætlar að skipta um íbúð. Kaupgeta hans er með öðrum orðum aðeins um tvær milljónir króna þótt hann sé skráður eigandi íbúðar að verðmæti þriggja milljóna. Tvær af þessum þremur milljónum eru nefni- lega áhvílandi lán frá Byggingarsjóði ríkisins, en þau er ekki heimilt að flytja milli íbúða. Aukin vandamál landsbyggðarinnar? Fasteignamarkaðurinn á lands- byggðinni einkennist af því að íbúða- verð er þar lægra en bæði byggingar- kostnaður og brunabótamat. Veð- hæfni, og þar með lánshæfni, miðast við brunabótamat og því mun mark- aðsverð húsnæðis úti á landi mjög oft verða lœgra en hið áhvflandi lán frá Húsnæðisstofnun skv. nýja kerfinu. Húseignirnar standa sem sé einfald- lega ekki undir nýju lánunum. Verði þróun almenns fasteignaverðs svo sem verið hefur að undanförnu mun þetta vandamál einnig koma upp á höfuðborgarsvæðinu. Á árunum kringum 1980 rann um helmingur lánsfjár Húsnæðisstofnun- ar til landsbyggðarkjördæmanna. Á undanförnum árum hefur hins vegar hallað mjög undan fæti hjá lands- byggðinni í þessum efnum. Árið 1985 var staðan orðin þannig að 79 prósent nýbyggingarlána runnu til Reykjavík- ur og Reykjaness. Mjög mun draga úr byggingarþörf í landinu á næstunni jafnframt því sem lán til eldra húsnæðis hækka mun meira en byggingarlánin. Lán til kaupa á eldra húsnæði verða því innan skamms stærsti lánaflokkur Húsnæðisstofnunar. Umsetning á fasteignamarkaði á höfuðborgar- svæðinu er mun hraðari en á lands- byggðinni og fasteignaverð allt að helmingi hærra. Pað er því næsta ör- uggt, að hlutur landsbyggðarinnar hjá húsnæðislánakerfinu mun minnka enn frekar eftir kerfis- breytinguna. Umhugsunarefni er hvort verkalýðsfélög úti á landi sætti sig við að taka þátt í bindingu fjár- magns lífeyrissjóðanna, ef 80 prósent þess eiga að renna til Faxaflóasvæðis- ins, einkum til fjármögnunar fast- eignamarkaðarins þar. Vaxtamunurinn Talsverðar umræður hafa orðið um mismuninn á útlánsvöxtum Hús- næðisstofnunar og vöxtum á skulda- bréfum sem lífeyrissjóðirnir kaupa af stofnuninni. Útlánsvextir eru frá einu til 3,5 prósent, en vextir til lífeyris- sjóðanna eru hins vegar átta til níu prósent. Fullyrt hefur verið að nið- urgreiðsla vaxta Húsnæðisstofnunar jafngildi víðtækum styrkjum til lán- takenda. Þetta er reyndar aðeins að hluta til rétt, eins og meðfylgjandi línurit sýnir. Við samanburð á vöxtunum verður að taka tillit til lánstíma. 3,5 prósenta vextir teljast til að mynda lágir á láni til tíu ára, en allháir á láni til 40 ára. í húsnæðisnefndinni sem samdi frum- varpið að nýju lögunum var uppruna- lega rætt um 5,5 prósenta vexti á 40 ára lánum. Slíkir vextir væru hreinir okurvextir (lántaki sem tæki 2,1 milljón króna lán yrði að endurgreiða 5,3 milljónir á næstu 40 árum, miðað við fast verðlag!). Svo sem línuritið sýnir er munur á heildargreiðslu lántakanum í óhag, ekki Húsnæðisstofnun. Hins vegar er tímamunur fyrir hendi. Lánakerfið leggur sitt fjármagn út á 16 árum, lántakinn endurgreiðir hverja krónu og hálfri milljón betur á 40 árum (út- reikningarnir eru skv. föstu verðlagi miðað við ársbyrjun 1986). Kerfið þreytt? Því er ekki að leyna að kerfið sjálft á við nokkur innri vandamál að stríða. Margumtöluð pólitísk sam- trygging er á hástigi í húsnæðismála- apparatinu: fjórflokks-karlveldið er óvíða jafn samanrekið og einmitt þar. Þetta hefur haft í för með sér að yfirstjórn húsnæðismála landsins hef- ur verið illa í stakk búin til að bregð- ast rétt við því uppnámi sem ríkt hefur undanfarin þrjú ár í húsnæðis- málum landsmanna. Margir helstu valdamenn hús- næðismála íslendinga halda innan skamms upp á 25 ára afmæli setu sinnar í valdastólunum. Þess má geta að húsnæðismálastjórn er 31 árs göm- ul og Húsnæðisstofnun ríkisins var stofnsett fyrir 29 árum. Ekki er að efa, að uppsöfnuð þreyta innan kerfisins hefur seinkað svo öllum viðbrögðum þess við hús- næðiskreppunni, að ekkert annað en frumkvœði utan frá dugði til að höggva á hnútinn. Þeim röddum sem krefjast breytinga á skipan valdastóla húsnæðiskerfisins hlýtur af þessum sökum að vaxa styrkur innan stjórnmálaflokkanna á næstunni. Hvað er framundan? Því er ekki að neita að breyting- arnar þann 1. september eru þær mikilsverðustu í sögu húsnæðislána- kerfisins. í fyrsta skipti getur ungt fólk á íslandi aflað sér húsnæðis án þess að þurfa að lifa fátæktarlífi í fimm til tíu ár. Kerfisbreytingin kemur hins vegar fimm til sex árum of seint. Að sjálf- sögðu hefði átt að samhæfa lífeyris- sjóðakerfið og húsnæðislánakerfið með húsnæðislöggjöfinni 1980. Margra ára húsnæðislánakreppa og tortíming hundruða fjölskyldna er það verð sem greitt hefur verið fyrir vanrækslusyndir stjórnmálamanna. Hér hef ég bent á ýmislegt sem orkar tvímælis í nýja kerfinu. Sýnu alvarlegast er tvennt: fráhvarfið frá fyrri áherslu á félagslegar íbúðabygg- ingar og hundsun kerfishönnuðanna á hagsmunum landsbyggðarinnar. Segja má að þetta tvennt haldist í hendur, séu raunar tvær hliðar á sama peningi. Það kemur vitanlega ekki á óvart að horfið er frá félagslegum áherslum og landsbyggðarsjónarmiðum; hafa verður í huga að uppstokkun lána- kerfisins kemst loksins í framkvæmd á forsendum hægrisinnuðustu ríkis- stjórnar í sögu lýðveldisins. Félags- hyggjuflokkarnir fengu tækifæri á ár- unum 1979-80 til að móta traust lána- kerfi sem grundvallaðist á félagslegri hugsun. Því miður notfærðu þeir sér ekki það tækifæri. Afleiðingar nýja kerfisins fyrir svo- nefnda sjálfseignarstefnu eiga eftir að koma mönnum á óvart. Ýmsir munu trúlega telja sig hafa himinn höndum tekið að geta nú fengið að láni á þriðju milljón króna. í rauninni verð- ur þó vart séð að fólk eignist umtals- verðan eignarhluta skv. nýja kerfinu fyrr en eftir u.þ.b. tíu til 15 ár. Með- fylgjandi teikningar skýra þetta. Greinilegt er, að ungt fólk sem er að hefja búskap og kaupir eða byggir með fulltingi nýju lánanna borgar sáralítið í „eigin vasa“ fyrstu tíu til 15 árin. Þrjár af hverjum fjórum krón- um sem það greiðir af lánunum eru vextir, þ.e. leiga af fjármagni. Að því tilskyldu að ekki hafi orðið verðfall á fasteignamarkaði hafa hjón sem þurfa að skipta um húsnæði eftir fimm ár aðeins bætt eignastöðu sína um tæplega 85 þúsund krónur. Aðall sjálfseignarstefnunnar hefur einmitt verið talinn sá, að fólk værí að efla eigin hag og mynda séi Ijár- hagslegt lífsakkeri í formi eigin hús- eignar. Slíkt þjóðfélag eignamanna var hugsjón Bjarna heitins Bene- diktssonar. Með verðtryggðu lang- tímaláni með háum vaxtagreiðslum 20 ÞJÓÐLÍF

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.