Þjóðlíf - 01.09.1986, Page 39

Þjóðlíf - 01.09.1986, Page 39
réttinum til að tjá sig. Barátta borg- arastéttarinnar í Evrópu á 18. og 19. öld hefur verið sá kyndill frelsisins sem lýst hefur fjendum ritskoðunar- innar allar götur síðan. Pað var borg- arastéttin sem braut af sér hlekki rit- skoðunarinnar sem afturhaldssamur aðall og kirkjustofnanir höfðu hneppt almenning í frá því á miðöld- um. Þessi frelsisbarátta tók auðvitað marga áratugi og jafnvel aldir. Það segir sig sjálft að heilu kynslóðirnar hertust í eldi þeirrar baráttu sem háð reynum að ná, öðlast meira af á morgun en í dag. Þegar fjölmiðill segist vera óháður og frjáls,— þá á hann við að hann vildi vera það. Enginn fjölmiðill er með öllu óháður, hvað þá frjáls. Fjöl- miðlar eru háðir eigendum, neytend- um, flokkum, ríkisvaldi, markaði, þeim sem ritstýra, blaðamönnum o.s.frv. o.s.frv. Frelsi fjölmiðilsins hjá okkur takmarkast með sama hætti af áðurnefndum atriðum. Þegar krafist er frelsis fyrir fjöl- íslenska borgarastéttin þurfti ekki að berjast fyrir mannréttindum sínum. var við klerka og keisara. Þessa reynslu hlutu seinni kynslóðir borg- arastéttarinnar í arf. Sá borgaralegi humanismus sem einkennt hefur skástu parta borg- arastéttar allra landa og stórra stjórnmálasamtaka þeirra allt fram á daga nýfrjálshyggjunnar á einmitt rætur sínar í frelsisbaráttunni. Og víða eru til borgaralegir stjórnmála- flokkar, sem leggja umfram annað áherslu á mannréttindi þegnanna. Dæmi um slíkan stjórnmálaflokk er Radikale Venstre í Danmörku. Eðli- leg skoðanaskipti, meira tjáningar- frelsi, minni ritskoðun, meiri mannréttindi eru sjálfsagðari í þjóð- félögum, þarsem hefðbundinn skiln- ingur ríkir á nauðsyn frelsis. Borgarastétt sem hefur í reynslu sinni lifað við ritskoðun, gerir sér betur grein fyrir nauðsyn frelsins, — hún hefur með átökum og fórnum nálgast frelsi sitt. íslensk borgarastétt er að þessu\ leytinu til ólík evrópskri. íslenska borgarastéttin þurfti ekki að berjast fyrir mannrétttindum sín- um einsog systur hennar annars stað- ar. Hún fékk mannréttindi afhent á silfurdiski kóngsins, eftir að danska borgarastéttin hafði náð völdum í kjölfar áratuga átaka. M. a. þess vegna hefur íslenska borgarastéttin verið sljó gagnvart mannréttindum, hún býr ekki sjálf að reynslubrunni ófrelsisins. Hún er í þessum sögulega skilningi hin arflausa stétt. Hér er um þetta farið nokkrum orðum, afþví að virðingarleysi fyrir skoðunum, skoðanaskiptum er landlægt og sögu- leysi valdhafa á hlut að máli. Óháður og frjáls Hér er náttúrlega farið gáleysislega með dýrmæt hugtök einsog frelsið. Áður en lengra er haldið er rétt að hafa í huga að greinarhöfundur telur að frelsið sé einsog réttlætið, eitthvað sem við stefnum að, eitthvað sem við miðla er um leið ástæða til að varast sjálfbirging. Fjölmiðlamenn verða að vera kröfuharðir við sjálfa sig. Þeir eiga að vera trúlofaðir upplýsingunni og gagnrýnni umfjöllun. Frelsi þeirra er einskis virði ef það er ekki notað til hinna erfiðu skylduverka: að miðla upplýsingum, að grafast fyrir um sannleikann. Sannleikurinn er ævin- lega og um síðir í þágu réttlætisins. Það eru mörg lögmál í gangi, sem virka á báða vegu, þ.e. sem leiða til meira frelsis, fjölbreyttara upplýs- ingastreymis - og til meiri ritskoðun- ar, einhæfari mötunar. Og það er margt annað en áður er nefnt sem hnígur til ritskoðunar, sérstaklega á íslandi — umfram önnur lönd með lýðræðislegu fjölþátta þjóðfélags- skipulagi. Vansagðir hlutir Auðvitað er enginn eðlismunur á fjölmiðlum hérlendis og annars stað- ar á Vesturlöndum varðandi tök kapitalsins og markaðarins á fjöl- miðlum. Það sem veldur hins vegar meiri varfærni — ritskoðun og sjálfs- ritskoðun — á íslandi eru atriði eins- og 1. fámennið og ættartengslin, 2. meira flokkshald á fjölmiðlum en annars staðar, 3. samtryggð verka- lýðshreyfing, 4. lág laun og atvinnu- óöryggi, 5.ráðandi miðill á markaðn- um einsog Morgunblaðið, ó.sér- kennilegt útvarpsráð. Við skulum kanna þessi atriði nánar. Auðvitað reynir fámennið meira á íslenska fjölmiðlamenn en kollega þeirra annars staðar á Vesturlöndum. Þegar upp kemst um t.d. hneyksli í stóru fyrirtæki, þá er næsta víst, að hlutaðeigandi eiga frændur og vini inná öllum fréttastofum. Þegar um- fjöllun um hin ýmsu mál er skoðuð eftirá ber að hafa þessa staðreynd í huga. Oftast skrifa menn öðruvísi um frændur sína og vini en þá sem standa fjarri og meiri líkindi eru á að fjöl- miðlamenn hafi hlutlæga fjarlægð til. Og þegar eitthvað kemur uppá hika kunningjar útí bæ ekki við að láta í ÞJÓÐLÍF 39

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.