Þjóðlíf - 01.09.1986, Side 48

Þjóðlíf - 01.09.1986, Side 48
til starfa, hafa miklar áhyggjur af þessum erfiðleikum. Þeir eiga jú eftir að búa við þennan rekstur um langa hríð, og þeir hafa lagt áherslu á að snúa þurfi rekstrinum frá taprekstri í arðbæran rekstur. En mér hefur einn- ig fundist, að þeir vilji hafa hin félags- legu sjónarmið í huga — eftir því sem þeir telja að þeim verði við komið. Það væri ekki rétt af mér að gefa í skyn, að hér hafi staðið eða standi yfir stríð milli þessara sjónarmiða." Menn hafa mikið velt því fyrir sér hvers vegna þú gafst eftir mikil- vægasta embœttið innan Sambands- ins, forstjóraembœttið. „Ég verð að viðurkenna, að ég hef aldrei haft neina köllun til þess að fara í starf forstjóra Sambandsins. Mig langaði aldrei í þetta starf, en vissulega rennur mér blóðið til skyld- unnar gagnvart Sambandinu og hefði því farið í þetta, ef um það hefði verið nægilega víðtæk samstaða. Mér fannst hins vegar sú samstaða ekki vera fyrir hendi og því taldi ég heppi- legra að ráða í starfið annan mann, sem víðtækust samstaða var um að mér frágengnum. Ég lít svo á, að mitt hlutverk sem formaður stjórnar Sam- bandsins hafi verið að skapa sem víð- tækasta samstöðu um forstjóra Sam- bandsins. Ég hef starfað í samvinnu- hreyfingunni í 33 ár og hef haft þýð- ingarmikil störf með höndum og langan vinnutíma. Það hefði ekki ver- ið mikil breyting fyrir mig að fara úr núverandi starfi í forstjórastöðuna. Mér fannst þetta því ekki eftirsóknar- vert. Að öllu athuguðu fannst mér langskynsamlegast að skipa málum á þann hátt sem ég gerði; að ráða dug- legan og mjög hæfan mann og gegna sjálfur áfram stjórnarformennskunni, svo lengi sem ég hef til þess stuðning, að viðbættu því að vera kaupfélags- stjóri hjá Kaupfélagi Eyfirðinga sem er eitt þýðingarmesta hlutverk sam- vinnuhreyfingarinnar - ekki síður þýðingarmikið en forstjóraembætt- ið.“ Valur Arnþórsson fæddist og ólst upp í Pöntunarfélagi Eskfirðinga, eins og hann orðar það sjálfur. Faðir hans var kaupfélagsstjóri þess félags, og reyndar stofnandi einnig. Valur byrjaði að starfa fyrir félagið svo fljótt sem hann gat vettlingi valdið með skólanum. Leið hans lá síðan í Samvinnuskólann haustið 1953. 48 ÞJÓÐLÍF Hann settist í framhaldsdeild 1953, en var þá boðið starf hjá Samvinnu- tryggingum, sem hann tók. Skömmu síðar varð hann fulltrúi í bíladeild Samvinnutrygginga og var studdur til náms erlendis í ensku, tryggingum og viðskiptum. Valur varð síðan deildar- stjóri endurtryggingardeildar í ágúst 1958, deildarstjóri í áhættudeild 1964 en gerðist síðan fulltrúi Jakobs Frí- mannssonar, kaupfélagsstjóra KEA, árið 1965. Hann varð aðstoðar- kaupfélagsstjóri í byrjun árs 1970 og tók við af Jakobi Frímannssyni vorið 1971. Framinn innan hreyfingarinnar varð því skjótur. Á þessi skjóti frami þinn nokkuð skylt við það að þú hafir haft einhver stjórnmálaafskipti á þessu tímabili? „Nei, alls ekki,“ svarar Valur að bragði. „Það var ótengt því að öllu leyti. Ég var fyrst og fremst áhuga- maður um það starf sem ég gegndi á hverjum tíma, og ég held ég geti full- yrt að ég lagði mig mikið fram og taldi aldrei vinnustundir — vann bæði nótt og dag þegar svo bar undir. Ég held því, að mestu hafi valdið mat á störfum mínum.“ Það er nokkuð eftirtektarvert að faðir þinn, sem var mjög ákafur og eftirtektarverður maður í Alþýðu- flokknum, hefur greinilega ekki haft veruleg pólitísk áhrif á þig. „í hugum fólks í hinum dreifðu byggðum Iandsins á þessum tíma var yfirleitt ákaflega lítill munur gerður á jafnaðar- og samvinnumönnum. Lífs- viðhorfin voru í öllum aðalatriðum hin sömu, og það fór eftir atvikum hvar menn skipuðust í flokka. Þótt faðir minn hafi alla tíð verið Alþýðu- flokksmaður og jafnaðarmaður, jafn- framt mikill samvinnumaður, skildi hann vel málflutning og boðskap Eysteins Jónssonar, sem þá var aðal- foringi Framsóknarmanna og sam- vinnumanna á Austurlandi. Ég hóf mjög ungur að fylgjast með stjórn- málum, innan við fermingaraldur. Eysteinn Jónsson talaði langsterkast til mín af öllum þeim stjórnmála- mönnum sem ég hlustaði á. Mín lífs- sjónarmið hafa hins vegar alla tíð verið þau að ég er fyrst og fremst samvinnumaður. Mínar pólitísku skoðanir má finna í litrófi sjórnmálanna allt frá miðju Alþýðu- bandalagsins inn á miðju Sjálfstæðis- flokksins, en á því bili er einmitt allt það fólk sem er félagslega sinnað, fólk sem gjarnan kallar sig félags- hyggjufólk. Hins vegar er því ekki að leyna að mér hefur alltaf fundist Framsóknarflokkurinn langeinlæg- astur í stuðningi sínum við samvinnu- hreyfinguna. Það hef ég metið og virt mikils og hef verið óbilandi félags- maður í Framsóknarflokknum frá því ég fyrst skipaði mér í pólitískan flokk.“ Heldur þú að frami þinn hefði orð- ið jafn skjótur og raun ber vitni ef þú hefðir verið félagi í Alþýðuflokknum? „Ég get satt að segja ekki lagt mat á þetta. Ég vil síst af öllu fullyrða að frami minn hefði orðið hinn sami, ef það væri svo þrátt fyrir allt rangt hjá mér. En ég hef aldrei verið spurður um pólitískar skoðanir. Ég hygg, að menn hafi vitað að ég var samvinnu- maður, var félagslega sinnaður og hafði mikinn félagslegan áhuga, en ég var aldrei spurður um flokkspóli- tíska afstöðu." Úr því að við erum að tala um stjórnmálin vœri fróðlegt að vita hvort þú hefðir áhuga á því að fara í fram- boð í nœstu þingkosningum. Hefurðu gert upp hug þinn gagnvart því? „Ég tel mig hafa gert upp hug minn. Ég mun ekki fara í framboð. Það er ekkert launungarmái, að ég hef mikinn áhuga á efnahags- og fé- lagsmálum og á íslenskri þjóð og vel- ferð hennar — ef ég má Ieyfa mér að vera hátíðlegur í tali. Þess vegna hefði ég vel getað hugsað mér að starfa að stjórnmálum — og hefði þá að sjálfsögðu átt að byrja á því fyrir löngu síðan. Ég hef gert það upp við mig að fara ekki í framboð. Mér yrði líka vandi á höndum — ég yrði að marka mér miklu afmarkaðri póli- tískan bás heldur en ég tel endilega henta forystumanni í samvinnu- hreyfingunni miðað við núverandi aðstæður.“ Þetta leiðir beint til þeirrar spurn- ingar hvað þú teljir að þurfi að gerast í íslenskum stjórnmálum, íslenskri flokkapólitík, til þess að verða ánœgð- ur. Þú hefur talsvert rœtt um það, að það sé orðin brýn nauðsyn að félags- hyggjuöflin í landinu taki höndum saman. „Já, ég hef sagt, að félagslega sinn- að fólk þurfi að snúa bökum saman og gæta þess vandlega að varðveita ákveðin verðmæti, svo sem velferðar- þjóðfélagið, félagslegan rekstur og frjáls stéttarsamtök fólksins. Það hef- ur valdið mér miklum áhyggjum að sjá pólitísk öfl í landinu, sem kenna sig við félagshyggju, oft ganga á lagið í dægurþrasi til að ráðast gegn eða gagnrýna ómálefnalega þann félags- lega rekstur sem hér er og ýmsa þætti velferðarþjóðfélagsins. Vissulega á Það er algjör misskilningur að ég sé metnaðarfullur maður. Ég er síst af öllu að feta í fótspor Jónasar Jónssonar!

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.