Þjóðlíf - 01.09.1986, Side 71

Þjóðlíf - 01.09.1986, Side 71
„Ég hef hugsað mér að kalla bókina Blátt og rautt,“ segir Árni Bergmann, rit- stjóri og rithöfundur, þegar spurt er tíð- inda af væntanlegri bók sem kemur út með haustinu hjá Máli og menningu. „Hvort útgáfufyrirtækið samþykkir það er svo annað mál." Bók þá sem hér um ræðir skrifa þau Árni og Lena Bergmann í sameiningu. Hún segir frá uppvaxtarárum Árna í Keflavík og Lenu í Rjazan og í Mið-Asíu. skólaárum þeirra undir stjórn Bjarna á Laugarvatni og Stalíns og í stuttu máli því hvernig líf heillar kynslóðar mótaðist. Árni kvað bókina sama eðlis og Mið- vikudagar í Moskvu er út kom 1979 og vera um tímann fyrir þá bók, eða þar til Árni hélt utan til Moskvu. í bókinni segir ekki aðeins af höfundum, heldur alls kyns fólki er fyrir augun bar. Aðspurður um hvort hér væri á ferð- inni saga SÍA kynslóðarinnar innan Al- þýðubaridalagsins, sem svo hefur verið nefnd, kvað Árni svo vera á vissan hátt. „Lífsvandamál þeirrar kynslóðar koma þarna vissulega við sögu, enda ég einn af henni," segir Árni. Parna verða tvær ferðasögur, önnur um ferðina til Búka- rest, en sá kafli var birtur í einu af fyrri heftum ÞJOÐLÍFS.oghin um Fylkingar- þingið á Akureyri 1952, sem var merki- Árni Bergmann: Bókin m.a. um skólavist hjá Bjarna á Laugarvatni og Stalín. (Ljósmynd: Gunnar Elísson) Blátt ograutt legt þing að sögn Árna. Pá var Guð- mundur J. Guðmundsson formaður Reykjavíkurdeildar Fylkingarinnar og Kjartan Ólafsson fór fyrir norðanmönn- um. Ingi R. Helgason var þá forseti sam- takanna. Þau Árni og Lena skrifa bókina í sam- einingu, eins og áður sagði, en þó þannig að Lena skrifar um sig og sína og Ámi um sig og sína. Hlutur Lenu er fyrirferðar- minni en Árna. Ekki vegna karlrembu- frekju Árna, heldur vegna hins, að Árni hefur geymt meira af pappírum í sínum fórum en Lena og getur víðar leitað fanga en hún. „En minnið er duttlungafullt," segir Árni. „Ég á mismikið af minnis- blöðum og bréfum frá hinum ýmsu tím- um og ég býst við að áherslurnar í bókinni endurspegli það dálítið. Skemmtilegast hefði auðvitað verið að skrifa hreina skáldsögu, því þá hefði maður getað logið svo miklu! En þessi bók er byggð á eins hreinum staðreyndum og unnt er." Petta verður fjórða bók Árna en fyrsta bók Lenu. Áður hefur Árni sent frá sér ofannefnda Miðvikudaga í Moskvu 1979, Geirfuglana 1982 og Með kveðju frá Dublín 1984. Notaðu hugmyndaflugið Vertu skapandi Til eru margar aðferðir við rétta lýsingu. Farðu þínar eigin leiðir. Liturinn á lampanum getur fallið að innbúinu. Eða stungið í stúf. Hönnunin getur verið sígild. Eða frumleg og ólík öllu öðru! Vellíðan er samsett úr mörgum þáttum, þar á meðal góðri lýsingu. Og það á jafnt við í starfi sem hvíld. RAFBÚÐ DOMUS MEDICA, EGILSGÖTU 3 101 REYKJAVÍK BOX 63 TELEX 2052 STEFÁN IS SÍM118022

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.