Þjóðlíf - 01.12.1987, Blaðsíða 13

Þjóðlíf - 01.12.1987, Blaðsíða 13
Hg held að Stöð 2 hafi aldrei ætlað sér annað en að verða skemmtimiðill, en mér finnst sorglegt ef ríkissjónvarpið ætlar að feta sig inná þessa braut. Þá verður ábyggilega erfitt að ætla að snúa þeirri þróun við aftur. Hlut- verk ríkissjónvarpsins á að mínu mati að vera miklu víðtækara. Notkun skoðanakannana bendir til að við færumst enn lengra inn á þessa braut og það sem mér finnst hvað verst er að Háskólinn skuli taka þátt í því. í Bandaríkjunum eru slíkar kannanir gerðar reglulega og sjón- varpsefnið sniðið eftir þeim því það er allt gert til þess að ná til sín auglýsingum. Það er ekki verið að selja áhorfendum prógrömm, heldur auglýsendum hausa fyrir framan sjónvarpið. Hér hefur þetta drepið alla við- leitni til að vera með eitthvað sem skiptir máli í sjónvarpi. Sameiginlegur galli þessara kannana er að þær mæla ekki gæði heldur selja eingöngu hausa og ef einhver lítill hópur er ánægður með ákveðið prógramm, þá kemur það aldrei fram því hausamir eru ekki nógu margir og þættinum er kippt út. Það hefur sýnt sig í Bandaríkjunum að sá hópur sem mest situr við sjónvarpið er fólk með litla menntun sem býr við kröpp kjör. Það ræður ferðinni en aðrir, með aðrar þarfir og kröfur, eru minnihlutahópur. Eigi þessi þróun eftir að ganga yfir á íslandi, eins og margt bendir til, þá er borðleggjandi að við munum sitja uppi með yfirborðskennt skemmtisjónvarp og ekkert annað.“ Rannsókn á konum í sjónvarpsfréttum Hins og fyrr segir hefur Sigrún unnið að mik- • Ánægð fjölsky Ida fagnar útskrift Sigrúnar úr doktorsnáminu. Neðst: Förukonan Sigrún Stefánsdóttir. illi rannsókn á konum í íslenskum sjónvarps- fréttum í gegnum tíðina. Rannsóknin nær yfir árin 1966-87 og hefur hún tekið tvo mánuði á hverju ári til skoðunar og grand- skoðað hvert innlent fréttaviðtal, alls 2011 viðtöl. „Astæðunnar fyrir þessarí rannsókn má leita langt aftur í tíðina,“ segir Sigrún. „Ég hef verið í fréttamennsku frá tvítugsaldri og þá vill maður verða samdauna því sem mað- ur er að gera. Ég byrjaði á Morgunblaðinu og tók athugasemdalaust við þeim verkefnum sem mér voru fengin. Því næst lá leið mín í blaðamannaskóla í Noregi og eftir að heim kom var ég um tíma með blaðið íslending á Akureyri áður en ég hóf störf á sjónvarpinu. Þarna meðtók ég ákveðna hefð um hvað væri frétt og hvað þess virði að talað væri um það og aldrei velti ég því fyrir mér hvaða áhrif þessi fréttamennska hefði. I náminu í Bandaríkjunum fór ég smátt og smátt að sjá aðrar hliðar á fréttunum og átta mig á hve gífurlega sterkur áhrifavaldur þær eru raunverulega fyrir skoðanir fólks og líf þess. Ég hugsaði mikið um hvaða hlutverki fjölmiðlar gegndu við að viðhalda því munstri sem við viljum breyta varðandi stöðu kvenna. Þegar ég var svo í miðjum klíðum að vinna að doktorsritgerðinni hér í Bandaríkjunum í fyrravetur, rakst ég á auglýsingu í Morgun- blaðinu frá Áhugahópi um kvennarann- sóknir þar sem þær tilkynntu að þær hefðu fengið fjárveitingu frá Alþingi og óskuðu eftir umsóknum um styrki. Ég ákvað að sækja um styrk og það varð til þess að ég gat leyft mér að fara út í þessa rannsókn. Hún hefur verið mjög lærdómsrík. Svo merkilega vill til að frá upphafi sjón- 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.