Þjóðlíf - 01.12.1987, Blaðsíða 48

Þjóðlíf - 01.12.1987, Blaðsíða 48
Blómafijórkom: Náttúndeg snilld býflugunnar og tœkni nútíma- mannsins sameinast Um aldir og árþúsundir hefur býflugan séö manninum fyrir heilsusamlegu fæði. Blómafrjó- korn, sem býflugan safnar, eru karlkynsfrumur plantna og hafa að geyma mikla næringu. Blóma- frjókornum má að uppbyggingu líkja við fuglsegg. Kjarninn, karlsæðið, er sem rauðan, næringin þar utan um er sem hvítan og skelin utan um komið sem skurn eggsins. Vísindamenn, sem rannsakað hafa frjókom, hafa fundið í þeim mikinn fjölda mismunandi efna, svo sem fjörefni, steinefni, eggjahvítuefni, hormóna, hvata og fituefni. Leið til betri heilsu Margvíslegar rannsóknir hafa verið gerðar á blómafrjókomum og áhrifum þeirra á manns- líkamann. Meðal annars hefur komið í ljós, að fólks sem í tilraunaskyni neytti einvörðungu frjó- koma og vatns, reyndist í betra ástandi, andlega og líkamlega, að tilraununum loknum en í upphafi þeirra. Komið hefur í ljós að þetta jurtafæði er auðugra af eggjahvítuefnum en kjöt og fiskur. Samsett efni í frjókomunum, sem ekki hefur tekist að greina, eru um 3% af efnisinnihaldi þeirra og þau em vísindamönnum ráðgáta, þar sem ekki hefur tek- ist að ákvarða hlutverk þeirra í samvirkni við önn- ur efni í komunum. Tilraunir, sem gerðar hafa verið í mörgum löndum hafa leitt í ljós jákvæð áhrif frjókoma á fjölda kvilla og sjúkdóma, auk þess sem frjókomin hafa reynst mjög virkur alhliða orkugjafi í dagsins önn. Umfangsmiklar vísindarannsóknir Blómafrjókom hafa um allnokkurt skeið verið söluvara víða um lönd. Það var hins vegar ekki fyrr en bandaríska fyrirtækið C.C. Pollen Co. í Arizona í Bandaríkjunum beitti sér fýrir víð- tækum rannsóknum á frjókomum, í lok sjöunda áratugarins, að vakning varð meðal almennings í Bandaríkjunum og bandarískir vísindamenn fóm að gefa blómafrjókomunum aukinn gaum. C.C. Pollen Co. framleiðir blómafrjókom undir heitinu High Desert og varð fyrst bandarískra fyrirtækja til að kynna þau og mátt þeirra á heilsu- fæðumarkaðnum. Að baki framleiðslunnar liggja víðtækar vísindalegar rannsóknir, meðal annars á jarðvegi, næringarefnum, atferli býflugna og á sviði vinnslu- og geymsluaðferða á frjókomi. Þess má geta að meðal þeirra vísindamanna sem starfa og hafa starfað á vegum C.C. Pollen Co. em margir þekktir og virtir vísindamenn í næringar- efna-, líf- og náttúrufræðum í Bandaríkjunum, þeirra á meðal menn sem einnig hafa getið sér góðan orðstír fyrir vísindastörf sín utan Banda- ríkjanna. Þá hefur fylkisháskólinn í Arizona tekið að sér mörg rannsóknarverkefni fyrir C.C. Polien Co. Valin kom irá mörgum fylkjum í Bandaríkjunum Upphaflega vom High Desert blómafrjókornin aðeins frá Arizona. Hins vegar kom í ljós, að í jarðveginn þar skorti sumar tegundir snefilefna og örvera. Eftir víðtækar rannsóknir þar sem á þremur árum var rannsakað veðurfar og jarðveg- ur í 48 fylkjum Bandaríkjanna, vom valdir staðir allt frá sólheitum eyðimörkum Arizona til köld- ustu svæða Klettafjalla, með tilliti til loftlags, jarðvegs og mengunar. Býflugunum er á öllum þessum stöðum beitt á tugi þúsunda blómjurta, sem valdar eru á vísindalegan hátt með tilliti til eðlis og staðhátta. Síðan er blómafrjókornum frá öllum þessum stöðum blandað saman í fyrirfram ákveðnum hlutföllum. Með þessum hætti fæst ákjósanleg blanda, samsett af vísindalegri ná- kvæmni með þarfir mannslíkamans í huga. Jarðvegur næringargildi, súrt regn og geislavirkni í umræðum um blómafrjókom gleymist oft hversu jarðvegurinn skiptir miklu máli. Þau efni sem ekki eru til staðar í jarðveginum fyrirfinnast ekki blómafrjókomum af viðkomandi svæði. Þetta á bæði við um æskileg og óæskileg efni. Ljóst er, að þar sem úrkoma er mikil, skolast uppleysanleg næringarefni burtu úr jarðveginum. Svo er til að mynda um ýmis svæði í Evrópu, þar sem vinnsla blómafrjókorna er stunduð. Þá hefur eftirspum eftir blómafrjókomum frá Bandaríkj- unum vaxið mjög mikið eftir kjamorkuslysið í Tsjemobyl, þar sem geislavirk efni hafa fundist í evrópsku frjókomi. Um alla Evrópu hefur mengun aukist gífurlega undanfarin ár. Skógar í Þýskalandi, Sviss og Austurríki em að eyðast vegna súrs regns og ár og vötn víða um álfuna em að verða menguninni að bráð, meira að segja í nágrenni okkar, í Noregi og Svíþjóð. Skordýraeitur, sem úðað er á ræktað land, á greiða leið í blómafrjókom. Vegna þessa notast C.C. Pollen Co. einvörðungu við land til bý- flugnaræktunar, sem ekki hefur verið brotið til ræktunar áður. Háþróuð vinnslu- og geymslutækni Háþróuð vinnslu- og geymslutækni, sem C.C. Pollen Co. hefur þróað og hefur einkaleyfi á, byggist á því að sækja þekkingu til náttúmnnar sjálfrar. Þannig hafa ýmsar aðferðir verið sóttar beint til býflugunnar. Fomleifafræðingar og mannfræðingar hafa lengi notað blómafrjókom, sem fundist hafa í innyflum egypskra múmía og annarra fommanna, til þess að ákvarða aldur þeirra, en mjög auðvelt er að aldursgreina frjókomin. En hvers vegna hafa frjókomin varðveist svona vel í meltingar- færum fornmanna? Jú, vegna þess að þau eru ómeltanleg. Hins vegar hefur C.C. Pollen Co. yfir að ráða aðferð til að sprengja skum komanna, þannig að stór hluti þeirra meltist auðveldlega. Það var eftir þessa uppgötvun, að vísindamenn í Bandaríkjunum fóru að veita High Desert blóma- frjókornunum vemlega athygli. Býflugan ummeltir sykur (nectar), sem hún sýgur úr blómunum, og breytir honum í hunang. Flugan tekur frá ákveðin hólf í býkúpunni fyrir blómafrjókom og þar gerjast þau í hunangi uns skel þeirra mýkist það mikið, að flugan getur umbreytt þeim í drottningarhunang, sem er undir- staða lífkerfis býkúpunnar. Blómafrjókornum C.C. Pollen Co. er safnað í sérstakar gildrur, sem settar eru upp við býflugna- búin. Flugan fer í gegnum eins konar net, til að komast í búið og við það losna frjókom af fótum hennar. Sá böggull fylgir hins vegar skammrifi, eins og áður kom fram, að komin meltast ekki nema að litlum hluta í meltingarfæmm manna, eins og þau koma fyrir úrgildrunum. C.C. Pollen Co. þróaði því sérstaka aðferð til þess að sprengja skum kornanna, til að maðurinn gæti melt kornin og nýtt sér til fulls næringargildi þeirra. Þetta er gert með hátíðnitækni, sem fyrir- tækið hefur einkaleyfi á. Þá nýtir C.C. Pollen Co. sérstaka tækni til frost- þurrkunar. Samkvæmt tiltækum upplýsingum eru frjókom annarra framleiðenda, þar á meðl hinna evrópsku, hins vegar sólþurrkuð. Rannsóknir hafa leitt í ljós, að við sólþurrkun og aðra þurrkun við hátt hitastig eyðast öll b-vítamínefni og hvatar í komunum, en með frostþurrkun er komið í veg fyrir það. Að auki tryggir frostþurrkunin að kornið heldur gæðum sínum allt frá því það er tekið úr býkúpunni, þar til þess er neytt. Umbúðirnar varðveita gæðin Síðast en ekki síst hefur C.C. Pollen Co. vandað til pökkunar blómafrjókomanna, í því augnamiði að sem minnst rýmun verði á gæðum vörunnar við geymslu og flutning. Til að mynda er lausu kom- unum pakkað í loftskiptar umbúðir, þ.e.a.s. þeim er pakkað með köfnunarefnislofti. Þetta er viður- kennd aðferð til að varðveita gæði frjókomanna og koma í veg fyrir að þau þráni. Ennfremur fást High Desert blómafrjókomin kaldpressuð í litlar töflur og hylki. Aðrir framleiðendur hafa ekki svo vitað sé lagt í þann kostnað sem fylgir framleiðslu kaldpressaðra taflna. Æ fleiri neyta blómafrjókorna Þeim fer stöðugt fjölgandi hér á landi sem neyta blómafijókoma reglubundið og ef til vill er það gildasta sönnunin fyrir áhrifamætti þeirra. Fyrir þá sem hyggjast slást í hópinn er rétt að hafa í huga, að öllum ber að fara varlega í neyslu blóma- frjókoma fyrst í stað og byrja með því að taka hluta úr töflu, eða eitt kom. Sé þess ekki gætt, kunna áhrifin að verða of sterk í byrjun. Góður árangur næst einungis með reglubundinni neyslu og ekki er óvarlegt að ætla sér þijá mánuði til þess að vinna verulegan árangur. 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.