Þjóðlíf - 01.12.1987, Blaðsíða 55

Þjóðlíf - 01.12.1987, Blaðsíða 55
FERÐALÖG KRISTINN BJÖRNSSON • Götumynd frá Glasgow. Iðandi, gróin og þokkaleg Stuttir þættir af Glasgow í NOKKRA ÁRAtugi hafa staðið yfir um- fangsmikilar breytingar á skipulagi og um- • hverfi hjá íbúum Glasgowborgar. Á næsta ári verður haldin geysilega stór garðveisla í borginni og nefnist hún „Garden Festival 1988“. Síðustu tvö ár hefur verið unnið af fullum krafti að undirbúningi þessararhátíð- ar, sem standa mun yfir allt næsta sumar. í því skyni var m.a. skipulagður stór lystigarð- ur með stígum og tjörnum, hæðum og dölum og fjölmörgum þjónustukjörnum. Garður þessi liggur meðfram Clyde ánni á svæði, þar sem áður voru skipasmíðastöðvar og upp- og útskipunaraðstaða. Sem dæmi um einhver stærðarhlutföll má nefna að stærsti kolakrani Bretlands hefur verið settur upp í einum hluta garðsins, en til samanburðar því sem við þekkjum hér heima er hann ríflega helm- ingi stærri en Jakinn í Sundahöfn. Fjöldi íslendinga streymir um þessar rnundir til Glasgowborgar í ýmsum erinda- gjörðum, en líklega eru flestir þar með annan fótinn inni í frægum verslunum borgarinnar. Synd væri þó að segja að Glasgow hefði ekki upp á annað að bjóða en verslunarvaming. Borgin er með grænni heimsborgum og inn- an hennar marka er að finna stærri og fleiri græn svæði en í flestum öðrum evrópskum borgum. Er ætlunin hér að sýna fram á nokkra möguleika sem í boði geta verið. Byrjum á þekktri nágrannaborg. HEIMSÓKN í HÖFUÐSTAÐINN. Margir reyna að fara til Edinborgar á meðan á dvöl- >nni stendur. Edinborg er afar falleg og hríf- andi borg þar sem mikið hefur verið gert til uð lífga upp á menningararfinn, en hann er þar í ríkum mæli. Sérstaklega er rómantískt að teygja lítið eitt á dvölinni fram á kvöld. Þegar skyggja tekur er mikil og mögnuð lýs- ingin tendruð og koma þá enn betur en ella fram í ljósinu sérstæðar og fallegar byggingar frá liðnum öldum. Aðeins tekur um klukku- stund að ferðast með lest til Edinborgar, sem er jafnframt höfuðborg Skotlands, og ganga lestirnar langt fram á kvöld. Járnbrautarlest- in til höfuðstaðarins leggur upp frá Queen street stöðinni, en ekki aðalstöðinni og er rétt að-hafa það í huga í tíma. Heimsókn í Edinborgarkastala er nánast skylduverk allra gesta og æði margir íslendingar eiga aí sér ljósmynd hjá fallbyssuröð við norður- veggina, fyrst eftir að inn fyrir er komið. Klukkan eitt á hverjum góðviðrisdegi er skotið úr nýjustu fallbyssunni til hátíðar- brigða. Saga þessa kastala og Skotlands er samof- in á margan hátt og segir hvort til um annað á þessum tilkomumikla stað. Klettana undir kastalanum er strax farið að nýta á 6. öld svo vitað sé með vissu. En það er á 11. öldinni sem farið er að tala um kastla á þessari hæð. AÐ BYGGJAST UPP OG GRÆNKA. En mikið er að sjá í Glasgow og því er ekki tóm til að fjalla meir um höfuðstaðinn Edinborg að sinni. Segja má að Glasgow hafi byggst að mestu upp í kringum innflutningsverslun á átjándu og nítjándu öldinni. Þangað sigldi fjöldi skipa með varning frá Ameríku. Ein afleiðing þessara siglinga var sú að til eru nokkrar byggingar í New Jersey, sem reistar voru úr því skoska stórgrýti, sem notað var til að fergja tóm skipin á siglingunni vestur. Helsta grjótnáman er þar sem nú stendur önnur helsta brautarstöðin í Glasgow. Blómatími innflutningsverslunar í Glasgow er á fyrri hluta síðustu aldar. Skömmu fyrir aldamótin verða gífurlegar breytingar á öllu athafnalífi borgarinnar. í kjölfar þeirra verður sú þróun er leiddi til þess að íbúum hennar fækkaði mjög. Eftir stóðu bygging- arnar, stórar skemmur og miklir hafnar- bakkar. Enn sér þess víða merki að þessi hús standa auð og skuggaleg inni í miðhluta hennar, en mikið hefur verið gert til að breyta þessari þróun til batnaðar. Áætlun sú sem starfað hefur verið eftir á síðustu árum og áratugum hefur verið kölluð „uppbygging hverfanna við Clydeánna“ (Riverside project). Þar sem áður voru skipasmíðastöðvar, kolaútskipun og kaffi- og kryddjurtainn- flutningur, var nú orðið mannlaust og skuggalegt svæði. Jamaica Street, Dixon og Oswald Street eru dæmi um þessar götur. Oswald feðgarnir voru t.d. þekktir og virtir innflytjendur um langt skeið og ganga af þeim góðar sögur ennþá. Um 1950 var tekið til við að rétta borgina úr kútnum og má heita að nú sé lögð megin áhersla á að þessi hverfi byggist að nýju. Fjöldi arkitekta og hönnuða hefur tekið þátt í þessu verkefni til þessa og uppbyggingin verður í fullum gangi næstu árin. Meðal annars hafa verið reistar nýjar íbúðarblokkir, til reynslu, eftir verð- launateikningum. Islendingur einn hefur tekið þátt í þessu uppbyggingarverkefni með Skotunum, en það er arkitektinn Limma, Kristín Hannes- dóttir. Hún býr í Piparmylluhúsi við Pipar- myllugötu í Edinborg, ásamt manni sínum, Niculási Groves-Rains, og börnum þeirra þremur, Sigrúnu, Höllu og Gunnari. Maður hennar er frá írlandi og er hann einnig arki- tekt. Þau hjónin eru bæði orðnir þekktir sér- fræðingar í húsagerð frá síðustu öld og þeirri átjándu. Síðar í þessari grein verður heilsað betur upp á Limmu og fjölskyldu hennar. GÓÐ YFIRSÝN Á TVEIMUR TÍMUM. Á hverjum degi er boðið upp á sérstaklega skemmtilega leiðsögn um borgina í tveggja hæða strætisvagni, sem ber númerið 500. Farið er í þröngan hring um miðborgina og annan víðari. í lok fyrri hringsins er staldrað við í Höll fólksins (People Palace), en hún stendur í grónum og fallegum garði sem nefndur er Glasgow Green. Garður þessi er elsti borgarlystigarður Bretlands sem ætlað- ur var til almenningsnota og fyrirmynd ann- arra. Það mun hafa verið Georg 10. lávarður af Argyll, sem lét gera garðinn fyrir landa sína og lét hann einnig reisa Höll fólksins, Nú er þar vandað alþýðuminjasafn, sem gefur áhrifaríka og trúverðuga mynd af lífi og kjörum alþýðu Skotlands á liðnum áratugum og einnig frá síðustu öldum. í stærri hringnum er farið út yfir Clydeána, ekið um íbúðarhverfi, stofnanahverfi og 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.