Þjóðlíf - 01.12.1987, Blaðsíða 23

Þjóðlíf - 01.12.1987, Blaðsíða 23
ERLENT • Þannig sér finnskur skopteiknari klof ninginn í finnsku græningjahreyf ingunni: Paloheimo býður fólk velkomið í græna sambandið. Klofiiingur meðal finnskra græningja Deilt um flokk eða ekki flokk HREYFING GRÆNINGJA í Finnlandi virð- ist nú á góðri leið með að klofna eftir að hópur fylgismanna Eero Paloheimos þing- manns gekk út af þingi græningja sem haldið var í október. Á þinginu var rætt um stofnun flokks og ákveðið að fresta ákvarðanatöku til aukaþings sem halda á í byrjun næsta árs. Paloheimo og félagar hans gátu ekki sætt sig við þetta og gengu því út. Paioheimo hefur nú lýst yfir að hann og stuðningsmenn hans hefji þegar í stað undir- skriftasöfnun en í Finnlandi þurfa félög sem vilja láta skrá sig sem stjómmálaflokka að safna fimm þúsund undirskriftum. Palo- heimo segist búast við að undirskriftasöfn- uninni verði lokið í janúar eða um svipað leyti og meirihluti græningja undir forystu Osmo Soininvaara, hugmyndafræðings og þingmanns, og Pekka Haavisto, formanns fjögurra manna þingflokks græningja, heldur aukaþing og ákveður hvort stofna eigi flokk eða ekki. Pað er frekar búist við að ákveðið verði að stofna flokk og hefja undirskrifta- söfnun, því að þótt finnskir græningjar hafi mikið rætt um hvort stofna eigi flokk undan- farin ár og meirihluti þeirra hingað til verið mótfallinn því, kom í ljós á þinginu í haust að græningjar eru nú mjög fylgjandi flokks- stofnun, enda hafa allir þingmenn þeirra og helstu forystumenn lýst yfir stuðningi sínum. SKIPTAR SKOÐANIR. Paloheimo hefur hafnað öllum ásökunum um að það eina sem fyrir honum vaki sé að kljúfa hreyfingu græningja. Hann segist hafa tekið ákvörðun um að hefja undirskriftasöfnunina í samráði við stuðningsmenn sína, þar sem svo skiptar skoðanir séu meðal meirihluta græningja hvort stofna eigi flokk eða ekki að vel gæti farið svo að ákveðið verði á aukaþinginu í janúar að fresta ákvörðun fram yfir bæjar- og sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fara næsta haust. Paloheimo-hópurinn svokallaði hafi því ákveðið að byrja strax að safna undirskriftum til að geta stofnað flokkinn á næsta ári og til að binda endi á þessa „óend- anlegu umræðu græningja" um flokk eða ekki flokk, segir Paloheimo. Hann segist vonast til að allir græningjar sameinist í flokknum. Málið er þó ekki alveg svona einfalt. Finnskir græningjar hafa alla tíð skipst í tvo hópa sem hefur greint á um skipulagsform græningjahreyfingarinnar. Meirihlutinn er fylgjandi frekar lausum samtökum græningja sem sjálfstæð félög mynda, en það skipulag kemur ekki í veg fyrir að græningjar geti skráð sig sem stjómmálaflokk því að finnsk lög kveða mjög óskýrt á um skipulag flokk- anna. Paloheimo-hópurinn vill hins vegar hafa fastara form á hreyfingunni og að leið- togarnir hafi mun meiri völd en nú tíðkast meðal finnskra græningja. MEIRIHLUTINN FORDÆMIR. Hug- myndafræðilegur ágreiningur er líka milli hópanna. Meirihluti græningja er frekar félagslega sinnaður og einblínir ekki á náttúruna og vistkerfið, en Paloheimo hefur á hinn bóginn mjög eindregnar skoðanir á þessum málum. Pannig hefur hópurinn lýst yfir að hann vilji koma í veg fyrir stórslys og skemmdir í náttúrunni og vistkerfinu af mannanna völdum. Og sem dæmi má nefna að einn af stuðningsmönnum Paloheimos, Linkola nokkur sjómaður, varð landsfrægur í fyrra þegar hann kom fram með stefnuskrá sem hann hafði samið fýrir hreyfinguna. Stefnuskráin fjallaði um draumasamfélagið þar sem náttúran var í hávegum höfð og eina ráðið til að bjarga henni var að banna neyslu- þjóðfélagið þar sem valmöguleikar lýðræðis- þjóðfélagsins og frelsi einstaklingsins ógn- uðu náttúrunni. í því samfélagi var flokkur græningja eini leyfilegi flokkurinn með einn sterkan foringja. Stefnuskráin var felld með miklum meirihluta atkvæða á þingi græn- ingja haustið 1986 og þó að þetta dæmi sé nefnt hér er ekki endilega þar með sagt að allir í Paloheimo-hópnum séu fylgjandi þessu. Meirihluti græningja hefur fordæmt undir- skriftasöfnun Paloheimos og reyndar vakti það almenna undrun innan hreyfingarinnar þegar Paloheimo tilkynnti um undirskrifta- söfnunina í lok októbermánaðar. Sumir græningjar halda því fram að hópnum takist ekki að safna svo mörgum undirskriftum, en þó hafa ýmsir þingmenn græningja varað fólk við að skrifa undir og minnt á, að þetta séu ekki þessir „venjulegu græningjar". TVEIR FLOKKAR LÍKLEGIR. Sáttatilraun- ir hafa farið fram á óformlegum fundum og Pekka Haavisto, formaður þingflokksins, kom fram með þá málamiðlunartillögu að undirskriftasöfnun hæfist strax þó að ákvörð- un um hvort stofna eigi flokk verði ekki tekin fyrr en á næsta ári. Paloheimo-hópurinn tók tillögunni fagnandi en meirihlutinn fálega. Hún féll því um sjálfa sig. Paloheimo og stuðningsmenn hans verða því aðeins teknir í sátt að þeir fresti undirskriftasöfnuninni þangað til eftir aukaþingið í janúar eða ef þeir ganga í Bandalag græningja, sem meiri- hlutinn svokallaði myndar. Þessu hafa þeir alfarið hafnað og því virðist sem tveir flokkar græningja verði stofnaðir í Finnlandi á næsta ári. • Guðruií Helga Sigurðardóttir/Helsinki 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.