Þjóðlíf - 01.12.1987, Blaðsíða 56

Þjóðlíf - 01.12.1987, Blaðsíða 56
FERÐALÖG undir ána til baka. Þá er ekiö undir og yfir brýr og gegnum háskólahverfið. Einnig er ekið framhjá „brúnni út í buskann", en það er akbrú á fjórðu hæð sem endar í báða enda við stórar byggingar og þar af leiðandi óöku- fær. Skýring þessa er talin vera sú að hraðinn hafi verið svo mikill í byggingunni að ekki hafi unnist tími til að gæta að því hvert hún ætti að liggja. Verslunar- og skrifstofuhúsin sem hindra framgang brúarinnar eru full ný- leg til niðurrifs og sama er reyndar að segja um allt það húsahverfi sem að hraðbrautinni liggur. RISAEÐLUR OG RAFAEL. Á háskóla- svæðinu er n.k. þjóðminjasafn borgarinnar ogáþaðyfir lOOárasöguaðbaki. Þaðer Art Gallery and Museum, sem er orðið svo gam- alt og geymir það margan merkan muninn. Gefur þar að líta listmuni, þjóðminjar, nátt- úrugripa- og forndýrasafn, höggmyndir og listaverk, ný og gömul og frá helstu menn- ingarþjóðum. Af einstökum hlutum má nefna líkan af sólkerfinu sem smíðað var á síðustu öld, stórt og fallegt kirkjuorgel og einstaka steingerfinga og beinagrindur risa- eðla. Tímabundnar sýningar listamanna er einnig að finna og eru það ýmist efnilegir nýlistamenn eða trúir lærisveinar hefðarinn- ar. Náttúrugripasafnið er sérstaklega vel úr garði gert og er það greinilega mikið notað af skólafólki til fróðleiksöflunar, eða t.d. til að æfa sig í dráttlist. Annað merkilegt safn er Burrell safnið á Polloks grundum. Það er í nýlegu húsi og engu öðru safni líkt. Það er að öllu leiti söfn- un eins manns, Sr. William Burrell (1861- 1958) og vina hans. Þar eru munir frá Nílar- deltu og Pekingdal, frá 3-4000 f.Kr., svo dæmi séu tekin. Þar eru heilir salir úr frægum köstulum Bretlands og fágætir listmunir. Húsið er að verulegu leyti byggt utan um þetta mikla safn og sniðið að mununum sjálf- um. T.d eru flestar dyr og úthöggnar stein- umgjarðir þeirra einnig safngripir, þar á meðal aðalinngangurinn. Það er ekki síður skemmtilegt að litast um á Pollok grundum sjálfum, en þær eru í sunn- anverðri miðborginni. Þar er aðstaða til iðkana allra helstu almenningsíþrótta og auk þess beitarhagar fyrir nautgripi og annan bú- fénað. Það er því nokkuð erfitt að tala bara um garð í þessu tilfelli, eða grænt svæði. NÆSTA HÉRAÐ í NORÐ-VESTRI. Afar freistandi er að fá sér lítinn bílaleigubíl, prófa að keyra vinstra megin, og sjá með eigin augum sveitasælu Skotlands. Rétt er að vekja athygli á ódýrri bílaleigu, sem er við Colston Road í Bishopbriggs og nefnist hún Ashfield. Það tekur um hálftíma að aka út úr Glasgow og inn í annan heim, sem á ekkert skylt við stórborgarlíf. Landið er skógi vaxið frá vötnum upp til hæða og fjalla. Það er ævintýralega fagurt að stíga út á stað á borð við Luss við Loch Lomond. Úr því er nær • Alls konar mannlíf er að finna á líflegum götum Glasgow-borgar. sama hvert ekið er, litið eða horft, - allt er það eins og að ganga eftir póstkortum eða lifa í mynd eftir David Attenborough. Ilmur- inn af gróðri og skepnum fær þó komið ferðalöngum í snertingu við eitthvað sem raunveruleika líkist. Hér er Skotland. Þorp við þorp og bær við bæ og allt út í talsvert strjálbýli. Héraðið norð-vestan af Glasgow er Argyll-hérað. Sögufræg þungamiðja þess er kastali lávarðanna af Argyll í Inverary. Helsti ferjustaður héraðsins er Oban, sem er, að sögn heimamanna, höfuðstaður Vestur- Skotlands. Oban er lítið og notalegt þorp með vinalegum íbúum að ræða við. Lítið mál er að verða sér úti um gistingu á landsbyggðinni og matur er afar ódýr á heimilislegum tehúsum. Seld er gisting með morgunverði í öðru hverju húsi á köflum. „Bed & Breakfast" kostar frá 8 og er hafra- grautur gjarnan innifalinn. Að fenginni reynslu er hægt að fullyrða að skosk gestrisni og skoskt viðmót sé með því notalegasta sem • Útsýni frá listasafninu í Glasgow. Verk eftir listamanninn Robert Houston (1891—1940). hægt er að vonast eftir. Ekki síst þegar húmar að kvöldi og sest er inn á „Public bar“. KASTALINN HENNAR LIMMU. Við minntumst áðan á arkitektinn Limmu. Hún og maðurinn hennar hafa það fyrir hugsjón og annað starf að kaupa forn hús, gera þau í upprunalegt horf og búa í þeim þar til nægi- lega vandaður kaupandi finnst. Um þessar mundir eru þau stödd í miðju slíku verkefni, sem áætlað er að taki um fimm ár að ljúka. Já, þau festu fyrir fáeinum árum kaup á kastala og eru að múra hann upp og pússa í stand. Kastali þessi er hinn tignarlegasti ogá hann eftir að verða öðrum til fyrirmyndar, eins og hann forðum var. Á miðöldum, er hann var reistur, fylgdu honum miklar lend- ur með dádýraveiði og veiði í vatni. Þá var og mikill og skrautlegur hallargarður sem íslensk-írska fjölskyldan er líka að rækta upp. FÁEIN SMÁATRIÐI. Rétt er að benda á að ekki er alveg sama hvar borðað er eða versl- að. Gildir það að reyna eftir því sem kostur er að finna staði þar sem skoska reglan ríkir. Skoska reglan er einfaldlega sú að þar eru hlutirnir hafðir til sölu á sanngjörnu verði fyrir viðskiptavininn. í því skyni er rétt að forðast allar verslunarkeðjur og búðir þar sem verðið er samræmt yfir allt landið. Ekki þarf endilega að sniðganga aðal verslunar- göturnar, heldur miklu frekar að velja rétt úr öllu framboðinu. Helsta verslunarsvæði miðborgarinnar er á milli Sauchiehall Street og Argyll Street. Þessar götur eru jafnframt helstu verslunar- götur Glasgow. Til eru dýrar götur eins og Buchanan og einnig er að finna ódýrar búðir með ótrúlegasta varning í hliðargötum og nálægum strætum. Rétt er fyrir ferðamenn í verslunarhugleiðingum að tala við einhvern fróðan áður en farið er utan eða tryggja sér samfylgd kunnugra. Þá er einnig rétt að nýta eins og kostur er þá lipru þjónustu, sem oft- ast er í þegjandi boði hjá starfsfólki hótel- anna. En til að tryggja það að ekki sé farið langt út yfir leyfileg tollamörk á innflutningi fatn- aðar og tækja, er mælt með því að varið sé einhverjum tíma á degi hverjum til upplyft- ingar. Fróðlegt getur verið að spjalla við heimamenn, skoða söfn eða heimsækja athyglisverða staði. Þá getur ekki síður verið hollt að eyða kvöldstund á góðu veitinga- húsi, en þau eru nokkur. Ekki er ætlunin að auglýsa eitt öðru fremur, en hjá því verður ekki vikist í einu tilfelli. Ef því verður við komið, er mælt með kvöldverði á Babbitý Bowster í Blackfriarsgötu. Þar er maturinn ódýr og gamalt munkaklaustrið frá 1797, sem hýsir staðinn, hefur verið gert að ein- staklega vinalegum veitingastað. • Kristján Bjömsson 56
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.