Þjóðlíf - 01.12.1987, Blaðsíða 33

Þjóðlíf - 01.12.1987, Blaðsíða 33
• Sviðið tílbúið fyrir „Vesalinga" Victors Hugos. Vesallngarmr______________ Um jólauppfærslu Þjóöleikhússins ,, Uppreisn er einskonar fellibylur í and- rúmi þjóðfélagsins sem myndast snögg- lega við ákveðið hitastig, rís ogsnarsnýst um sjálfan sig, rífur upp með rótum, brýtur og eyðileggur, hrífur með sér jafnt mikla hugi sem sjúka, sterka sem veika, trjáboli sem hálmstrá. Vei þeim sem hann ber í burtu ekki síður en hinum sem hann leitast við að eyða; etja saman ná- grönnum eins og blóðhundum. Þeir sem í vegi þessa byls verða upptendrast af ofurmannlegu afli og dularfullum neista, fyllast hluttekningu í viðburðum og um- breytast sjálfir í byssustingi; steinvalan verðurað fallbyssukúlu og verkamaður- inn að stórskotaliðsmanni.“ EITTHVAÐ Á ÞESSA leið kemst Victor Hugo að orði í hinu sígilda verki sínu Vesa- lingarnir, þar sem hann lýsir vettvangi stúdentaóeirðanna í París hinn 5. júní 1832. Bókin, sem var skrifuð um það bil þrjátíu árum eftir þá atburði, hefur gjama verið nefnd „lengsta verk bókmenntanna“, enda einatt útgefin smáletruð á upp undir tvö- þúsund síðum. Parísarstúdentar hafa oft ver- ið eirðarlausir upp frá því og við slík tækifæri hefur þetta sígilda verk Hugos tíðum borið á góma. Glæður ýfinganna frá 1968 voru enn ekki að fullu kulnaðar þegar tveir frakkar, tónskáldið Claude Michel Schönberg og textahöfundurinn Alain Boublil, tóku sig til og bjuggu til söngleik og texta upp úr verki Hugos. Árið 1977 voru söngvar þeirra gefnir út á hljómplötu og sviðsettir um það bil þremur árum síðar í einskonar tónleika- uppfærslum í París. ROYAL SHAKESPEARE. Næst gerist það að breski leikhússfrömuðurinn Cameron Mackintosh fer á einn slíkan „Vesalinga- konsert" í París og ákveður að koma verkinu á framfæri við hið þekkta Royal Shake- speare leikhús í London. Svo fór að Royal Shakespeare féllst á samstarf við Cameron Mackintosh um að fjármagna breska gerð sýningarinnar í formi söngleiks, en leik- húsið hefur einmitt vakið mikla athygli á undanfömum ámm fyrir nýstárlegar uppfærslur þar sem byggt hefur verið á gömlum bókmenntaverkum og þau sýnd í nýju ljósi. Þannig færði leikhúsið upp Nicholas Nickelby eftir Dickens og sömu- leiðis söng- og dansgerð á ljóðum T.S. Eliots sem enn er sýnd fyrir fullu húsi í London undir heitinu Cats. Trevor Nunn, leikhús- stjóri Royal Shakespeare fékk enska texta- höfundinn Herbert Kretzmer til liðs við sig og í samráði við frönsku höíundana, þá Schönberg og Boublil, sömdu þeir söngleik í kringum upphaflegu lögin, en nýjum lögum var einnig bætt við. Þessi vinna með frönsku höfundunum tók um það bil tvö ár og það var loks í nóvembermánuði 1985 sem söng- Ieikurinn var frumsýndur í Royal Shake- speare leikhúsinu. Sýningin gekk það vel að hún var fljótlega flutt inn í eitt eftirsóttasta West End leikhúsið. Hér um bil ári eftir frumsýningu í Bretlandi var söngleikurinn frumsýndur í Bandaríkjunum, fyrst í Was- hington og síðan á hinum eina og sanna Breiðvangi á Manhattaneyju. í kjölfarið fylgdu frumsýningar í ísrael, Ungverjalandi, Japan og Ástralíu. Og nú er röðin komin að íslandi. FLÓKIÐ DÆMI. Þjóðleikhúsið hyggst verða fyrsta leikhúsið í Evrópu - utan Bretlands og Frakklands - til þess að setja söngleikinn Vesalingana á svið. Frumsýning er áætluð á annan dag jóla og er fyrirsjáanlegt að þetta er eitt allra viðamesta verkefni Þjóðleikhússins til þessa, enda öllu tjaldað til að gera sýn- inguna sem best úr garði. 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.