Þjóðlíf - 01.12.1987, Blaðsíða 61

Þjóðlíf - 01.12.1987, Blaðsíða 61
gerð, sem umboðið hefur ákveðið að leggja áherslu á hér á landi. Þannig búin hefur Omegan ekki einungis nægilegt afl, það er beinlínis feikinóg, | kannski meira en nóg. að minnsta kosti varð bílnum aldrei afls vant og hámarkshraðinn slíkur að hann kemur íslendingum nánast ekki við því hann er meiri en helmingi meiri en hér er leyfilegur, samkvæmt upplýsinga- bæklingum. Vélarafl er hins vegar ekki bara spuming um hámarkshraða og hröðun, það ræður því einnig hvernig er að aka bílnum við venju- * legar kringumstæður. Og í því efni varð ég mjög hrifinn af Omegunni. Eins og áður hef- Ur verið vikið að í þessum þáttum eru hestöfl eitt og „tog“ (torque) annað. Togið er mæli- kvarði á það hve miklu afli vélin skilar til hjólanna við breytilegan snúningshraða og í því efni er 2.0i vélin sérstaklega sveigjanleg og skemmtileg. Hún tekur vel við sér hvort sem ekið er á litlum eða miklum hraða í hinum ýmsu gírum. Pað þarf m.ö.o. ekki að þenja hana út í hörgul til að fá hana til að vinna vel, hún tekur líka mjög vel við sér við | lágan snúning og það þarf ekki stöðugt að vera að hræra í gírkassanum, t.d. þegar ekið er í mikilli umferð þar sem hraðabreytingar eru örar. Og ekki sakar það að bensíneyðslan er rnjög hagstæð miðað við aflið. Samkvæmt Upplýsingum framleiðanda eyðir Omegan nieð þessari vél tæpum 6 lítrum á hverja 100 , km sé ekið stöðugt á 90 km hraða og um 7 h'trum sé ekið á 120 km hraða, þ.e. þægileg- Um ferðahraða á hraðbrautum erlendis. í hlönduðum bæjarakstri segja þeir að eyðslan sé um 11 lítrar á hverja 100 km. Þetta eru ttijög frambærilegar tölur, miðað við rúm- lega 1200 kg bíl, enda loftmótstaðan með því hesta sem um getur, sem áður segir. ANNAR BÚNAÐUR Omegunnar er mjög viðunandi, ekkert vantar beinlínis, en engu er heldur ofaukið. Einhver myndi benda á að híll í þessum verðflokki ætti að vera búinn olíuþrýstingsmæli og hleðslumæli, en reynsla flestra mun þó vera sú að þeir fylgjast lítt með þessum mælum; viðvörunarljós eru nægjanleg. Þá má nefna að þægilegt væri að hafa hallanlegt stýrishjól. Hins vegar eru í bílnum ýmis þægindi sem fengur er í. Svo dæmi séu nefnd þá eru hurðalæsingar miðstýrðar (allar hurðir læsast eða aflæsast þegar lykli er snúið í bíi- stjórahurðinni); hliðarspeglar báðum megin eru rafstýrðir frá bílstjórasæti (þægilegt öryggisatriði þegar fleiri skiptast á um að nota bílinn, t.d. bæði langir slánar og nettar frúr); miðstöðin er öflug og hefur hvorki meira né minna en fimm hraðastig; hæð bíl- beltanna er stillanleg eftir stærð ökumanns og bílstjórasæti er ekki einungis færanlegt fram og langt aftur og halli á sætisbaki stillanlegur, það er líka hægt að hækka og lækka setuna, allt eftir hæð bílstjórans í sæti, og stilla stuðning við mjóhrygginn. Þá er í bílnum stórt farangursrými, sem auka má enn frekar með snjöllum hætti. Þó bíllinn sé venjulegur fólksbíll með skottloki er aftursætisbakið tvískipt og má Ieggja niður hvorn hluta fyrir sig og fá þannig meira pláss án þess að fórna nema öðru sætinu. Auk þess má leggja niður armpúðann í rniðju aftur- sætinu einan sér og fá með því pláss fyrir langa hluti, t.d. skíði. Þannig geta fjórir ferðast í bílnum með skíðin innandyra. Þetta hef ég ekki séð í öðrum bílum. BÍLADÓMAR geta verið erfiðir þegar í hlut eiga úrvalsbílar hvað varðar útbúnað og aksturseiginleika. Þá er nánast ekki annað að segja en að þetta sé úrvalsbíll á alla lund og aðfinnslur jaðra við nöldur. Við þann vanda, ef vanda skyldi kalla, er óneitanlega að etja hvað Omeguna varðar. Hún er búin þeim kostum sem nokkur leið er að ætlast til: Kraftmikilli, spameytinni vél, frábæmm aksturseiginleikum á alls kyns vegum og hæfilega léttu og hámákvæmu aflstýri sem gerir bílinn afar lipran og skemmtilegan í bæjarakstri. Og hann er líka fallegur og rennilegur og annar búnaður mjög viðun- andi sem áður getur. Að einu leyti liggur mér við að segja að Omegan sé of góð við íslenskar aðstæður; Tæknilegar upplýsingar Lengd (cm): 468.7 Breidd (cm): 177.2 Hæð (cm): 144.7 Eiginþyngd (kg): 1225 Farangursrými (Itr): 520) Bensíntankur (Itr): 75 Vél: 4 strokkar í röð, 2 ventlar á hverjum, einn yfirliggjandi knastás Sprengirými (cm): 1984 Afl (DIN-hestöfl): 122 Tog (Nm/snún/mín): 175/2600 Þjöppunarhlutfall: 10:1 Bensíninnspýting: Rafeindastýrð Fjöðrun: Sjálfstæð á hverju hjóli, sambyggðir gormar og höggdeyfar Hemlar, framan: Diskar Hemlar, aftan: Diskar Stýri: Tannstangarstýri með hjálparátaki Beygjuradíus (m): 10.8 Gírkassi: 5 gírar áfram Drif: Að aftan Bensínnotkun (skv. upplýsingum framleiðanda pr. 100 km): Borgarakstur: 11.0 I 90 km/ldst, stöðugt: 5.6 1 120 km/klst, stöðugt: 7.4 1 það er svolítið erfitt að halda sig undir há- markshraða. Hún rennur svo Ijúflega, áreynslulaust og hávaðalaust á vegi að hraðamælirinn sýnir fyrr en varir þriggja stafa tölu. Og þægilegasti ferðahraðinn á góðum vegi, 100-120 km/klst., er harð- bannaður með lögum! Við þessu er svo sem ekkert að gera því ég er ekki viss um að vegirnir - eða þjóðin - þoli meiri hraða en leyfilegur er. ÞEIR SEM NÚ ætla að rjúka til og panta sér Opel Omega verða fyrst að íhuga eftirfar- andi staðreynd: Bíllinn kostar tæpa milljón með þeim búnaði sem hér hefur verið lýst. Nánar tiltekið um 970 þúsund kominn á götuna með útvarpi, sé hann staðgreiddur. Hvort það er mikið eða lítið skal ekki fullyrt hér. Væntanlegir bifreiðakaupendur hljóta að hugsa málið með tvennum hætti: 1. Hvaða bílar aðrir kosta kringum mill- jón? (Margir úrvalsfákar eru þá í boði). 2. Hvaða bíla aðra má fá með svipuðum búnaði og hvað kosta þeir? (Sumir kosta meira, en aðrir vissulega minna). Þegar menn hafa kannað alla valkosti fer tilfinningin fyrir bílnum að segja til sín. Hvaða kenndir vakna við að horfa á hann, hvemig er að setjast undir stýri, hvernig mundi hann virka á aðra? Og nafnið, vekur það tiltrú? Hvað segir Siggi frændi, sem hef- ur keyrt leigubíl í 35 ár, og hvað segir Tommi bifvélavirki, sem bölvar flestum tegundum? Og hve mikill er sannfæringarkraftur sölu- manns? Hvernig væri að djúphyglir menn reyndu að greina með vísindalegum hætti hvað það er í raun og vem, fyrir utan verðið, sem ræður því hvers konar bíla fólk ákveður að kaupa? Það yrði fróðleg lesning. • Asgeir Sigurgestsson 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.