Þjóðlíf - 01.12.1987, Blaðsíða 51

Þjóðlíf - 01.12.1987, Blaðsíða 51
TÆKNI & VÍSINDI bréfabólu að ræða, og það væri lítil samsvör- un milli þess verðs sem hlutabréfin seldust á og hagnaðarvonar fyrirtækjanna. Líftæknifyrirtækin hafa fram að þessu ver- ið að mestu fjármögnuð af áhættufjármagns- fyrirtækjum og þau stærstu með hlutafjárút- boðum á Wall Street. Frá efnahagslegu sjónarmiði er líftæknin ekki síst merkileg fyr- ir það hvernig samspil tækni og áhættufjár- magns af þeirri stærðargráðu sem hér um ræðir, hafði frumkvæði sem að öllu jöfnu hefði átt að vera hjá lyfjarisunum. Nú er talið, að flest stóru lyfjafyrirtækjanna séu mörgum árum á eftir í þróuninni. LYFJAFRAMLEIÐSLA var valin sem fyrsti starfsvettvangur líftækninnar fyrst og fremst vegna peninganna. Lyf gegn hjartasjúkdóm- um og krabbameini, svo ekki sé talað um tískusjúkdóma eins og Aids, eru slíkar gull- námur, að menn þora vart að nefna þær tölur upphátt. Þróunarkostnaðurinn við einrækt- un hefur verið gífurlega hár og það þarf að finna stöndugan kaupanda. Kaupandinn er í flestum tilfellum opinber aðili, og ekki er alltaf verið að prútta um verð, ekki fremur en í hergagnaiðnaðinum. Flest nýju líftækni- fyrirtækin voru og eru þróunarfyrirtæki, og almennt var viðurkennt að þróun markaðs- hæfs lyfs með líftæknilegum aðferðum tæki fimm til tíu ár. En lyfjaframleiðsla er því marki brennd, að markaðssetning kostar oft jafn mikið eða meira en þróunin sjálf, vegna þess að lyfin þurfa að fara í gegnum mikinn hreinsunareld prófana af hálfu heilbrigðis- yfirvalda. Einnig má gera ráð fyrir að kostnaðarsamt geti verið að fara frá þróunarstigi til framleiðslu. Aðalkapphlaupið er nú í framleiðslu á svokölluðum „náttúrulyfjum“, en það eru efni sem eru hluti af náttúrulegu varnarkerfi líkamans og eru í líkamanum í örlitlu magni. Mörg efni í þessum flokki má nú framleiða með líftækni. Framleiðsluaðferðirnar byggjast flestar á því, að erfðavísirinn, eða genið, er tekinn úr mannafrumum, þar sem undir venjulegum kringumstæðum er mjög lítið framleitt af efninu. Því er síðan komið fyrir í öðrum frumum. Þessar frumur eru „sérhannaðar" til mikillar framleiðslu á ein- ræktuðum efnum. Framleiðslufrumurnar eru þó af margvíslegum toga: krabbameins- frumur úr mönnum eða músum, skordýra- frumur, myglusveppir, gersveppir eða bakteríur. Líftæknin sigrast á blóðtappa Nú er líftæknifrædin aö breytast í markadsvöru HAGNÝTING LÍFRÆNNA EFNA og efna- ferla á meðvitaðan hátt er líklega jafn gömul mannkyninu og lífefnaiðnaður er ein öflug- asta atvinnustarfsemi samtímans. Þáttaskil urðu fyrir rúmum fimmtán árum þegar tókst að einrækta fyrsta mannapróteinið. Líftæknin hefur þegar sannað tilverurétt sinn. Þegar er kominn á markað fjöldi efna framleidd með erfðatækni (einræktun) eða öðrum nýstárlegum-líftækniaðferðum. Sala einstofna mótefna (emót) er t.d. þegar farin að gefa vel af sér. Emót eru notuð til margs- konar greininga, sérstaklega í læknisfræði, en stöðugt meir og meir í matvælaeftirliti og á fleiri sviðum. Búist er við, að sala á grein- ingarsettum á emót muni verða a.m.k. einn milljaður bandaríkjadala árið 1990 (slík greiningarsett eru mikið til nota í heimahús- um, t.d. þungunarprófa) Líftækniiðnaðurinn hefur nokkra sér- stöðu í Bandaríkjunum. Fjármálamenn voru fljótir að sjá þá möguleika sem í honum fólst, og líftæknin kom af stað slíkri fjárfestingar- skriðu, að með ólíkindum var. Þeir sem höfðu einhverja innsýn í greinina gátu á ör- skömmum tíma safnað áhættufé án þess að eiga svo mikið sem eitt tilraunaglas. Mörg fyrirtæki voru stofnuð og þróunin hefur orð- ið leifturhröð. A þeim rúma áratug sem nú er liðinn frá því að líftæknisprengjan varð, hefur oft verið rætt um það hvort hér væri ekki um verð- HELSTU SKREF ERFÐAT/EKNI Erfðatækni er háþróuð „klipp og lím“ aðferð. Erfðaefnið (DNA) er klippt í búta, snyrt til og límt nákvæmlega saman aftur. Skærin og límið eru ákveðin sérvirk ensím. Fyrst eru frumurnar brotnar í sundur og erfðaefnið hreinsað frá öðrum frumuhlutum. Klippingin fer svo fram í tilraunaglasi. Til þess að búturinn sem klipptur var út starfi í hýsilörverunni þarf fyrst að gera ýmislegt. Líma þarf ýmsa stjórnbúta framan og aftan við nýja bútinn. Síðan þarf að koma þessu inn í lifandi hýsilfrumu. Það er gert með því að líma bútinn inn í DNA-ferju. Ferjan er nokkuð stór hringlaga DNA-sameind, t. d. plasmíð eða veira (sjá mynd). Ferjurnar hafa þá eiginleika að geta bæði flust milli fruma og fjölgað sér inni í þeim. Ef klippingin og límingin hefur heppnast þá framleiða örverurnar það efni sem aðkomubúturinn stendur fyrir. Þessu má því I íkja við að setja nýtt forrit í tölvu. Skerdistadir fyrir skerdiensím ' DNA-þráður med áhugavert gen DNA-bútar Plasmíð með skerðistað fyrir skerðiensímið Endar bútanna (skerðistaðirnir) passa saman eins og lykill í skrá. I Lím-ensím (lígasi) festirbútana saman og fæstþá blandaður DNA-hringur. Blandaði DNA-hringurinn er fluttur í hýsilörveru þar sem hann fjölgar sér. I Örverurnarvaxa og fjölga sérog framleiða hið utanaðkomandi efni í miklu magni. 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.