Þjóðlíf - 01.12.1987, Blaðsíða 20

Þjóðlíf - 01.12.1987, Blaðsíða 20
INNLENT „Bætt kjör verkafólks hata ekki komið af sjálfu sér“ Rætt viö Tryggva Emilsson rithöfund 85 ára TRYGGVI EMILSSON rithöfundur og fyrr- um verkamaður er einn þeirra elstu núlifandi verkalýðsforingja sem stóðu í baráttunni á kreppuárunum þegar hún var sem hörðust. Hann varð 85 ára þann 20. október og var hann fenginn í viðtal af því tilefni enda frá mörgu að segja. Ævisaga hans hefur komið út í þremur bindum og fjallar hún að miklu leyti um fátæktina á fyrri hluta þessarar aldar og baráttu verkafólks til betri lífskjara. „Ég er fæddur á veturnóttum 1902 í Ham- arkoti á Akureyri. Faðir minn var verka- maður og vann við lifrarbræðslu á Oddeyrar- tanga sem var í eigu Höepnersverslunar. Á þessum árum voru kjör verkamanna æði bágborin, en vinna var þá nokkur. Verka- mannafélag Akureyrar var stofnað 1906 og var faðir minn einn af stofnendum þess. Kaup verkamanna var þá óákveðið eins og vinnutíminn, sem oft var langur og var vinnan greidd með úttekt og réðu kaupmenn verði vinnunnar og vörunnar. Svo liðu árin og baráttan um brauðið átti örðugan gang. Ég lenti á hrakningi úr einum stað í annan frá árinu 1908 þegar móðir mín dó. Við alsystkinin vorum átta og fórum þá sitt á hvað. Frá tólf ára aldri var ég í sveit og fram yfir tvítugt. Árið 1930 flutti ég með konu minni og dætrum mínum tveim til Akureyrar, var þá berklaveikur og kom það niður á fjárhag heimilisins. Síðla sama ár gekk ég svo í Kommúnistaflokkinn sem þá var nýstofnað- ur. Þetta ár tekur kreppan sér fasta búsetu í landinu. Geturðu sagt frá því helsta sem gerðist á Akureyri á þeim árum? „Það er helst að nefna Nóvudeiluna og þá meðfram vegna þess að hún var beint fram- hald af 9. nóvemberslagnum í Reykjavík 1932. í marsmánuði 1933 hófst deilan, þar sem beita átti sömu brögðum og nokkrum mánuðum áður fyrir sunnan, þ.e. lækka kaupið. Bæjarstjórnin stóð hnarreist og baráttuglöð með ríkisvaldið á oddinum. I vinnu við tunnusmíði bauð bæjarstjórnin 70 aura á tímann og uppbót ef tunnurnar seldust þegar þar að kæmi. Verkamanna- félagið heimtaði umsamið taxtakaup, því var harðneitað og íhaldið í bænum safnaði um sig „hvítliðum" sem allir fengu hvítan borða á handlegginn og tvær krónur á tímann og gúmmíkylfur að auki. Ætli það hafi verið einhver munur, eða hvað, að vera í náðinni hjá sjálfum yfirstéttarherramönnunum með tvær krónur aukalega ofan á kaupið þar sem þeir stunduðu vinnu, ellegar allslaus verka- maður í verkfalli? Slagurinn stóð á bryggjunni og þá fengu hvítliðarnir viðlíka útreið eins og lögreglan í Reykjavík fimm mánuðum áður. Verka- menn á Akureyri unnu sigur á ofbeldis- mönnunum og fengu vinnuna og sitt um- samda kaup. Það þarf hörku og skipuiega samtaka keðju til að sigrast á íhaldinu. Ég minnist þess hve þeir urðu hræddir og hurfu af bryggjunni þegar einn raddsterkur verka- maður stökk upp á tunnu og hrópaði: „Við tökum bæinn á viku!“. Þessi maður hló síðan að viðbrögðunum. Ekki skorti mig viljann til að vinna verkalýðshreyfingunni gagn á kreppuárunum, en það var við ramman reip að draga þar sem fjandi atvinnuleysisins gekk ljósum logum og bannaði allar bjargir. Minni fjölskyldu var til lífs að við höfðum eignast nokkrar kindur og kýr og hest í sveit konunnar minnar og á þeim bústofni lumuð- um við og lifðum kreppuna af.“ Þú hefur haldið átram að vera virkur þegar þú fluttir til Reykjavíkur? „Já, þegar ég tók saman föggur mínar vorið 1947, kvaddi félaga mína með söknuði og flutti suður, gaf ég sjálfum mér og félög- unum þau fyrirheit að halda baráttunni áfram í verkalýðshreyfingunni og í Sósíal- istaflokknum meðan kraftar leyfðu, og það hefi ég staðið við. 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.