Þjóðlíf - 01.12.1987, Blaðsíða 50

Þjóðlíf - 01.12.1987, Blaðsíða 50
TÆKNI & VÍSINDI Feigðarflan eða afreksverk? Nokkrir ofurhugar klífa K2 um hávetur PYRIT GULLSMIOJA ÖNNU MARIU ANNA MARlA SVEINBJORNSDOTTIR GULLSMIOUR AF FJÓRTÁN HÆSTU fjöllum heims (yfir 8000 m há) er eitt öðrum illræmdara og erfiðara viðureignar. Pað heitir Chogori en er kallað K2 og lyftir sér 8.611 m yfir sjó á landamærum Kína og Pakistan þar sem heita Karakoram-fjöll. Fjallið er á mörkum veður- farssvæða, mjög bratt á allar hliðar og að mestu brynjað ís. Ekki bætir úr skák að að- koman er löng og erfið og landssvæðið hefur oft verið tilefni til væringa milli Pakistana og nágrannaþjóða þeirra. Nýlega kom fram vís- bending um að K2 kunni að vera um 10 metrum hærra en Everest-fjall (Quomol- ungma) sem er mælt 8.848 metrar og telst hæsta fjall jarðar. Fáir eru þó sannfærðir um að fyrri mælingar séu rangar. Árið 1954 klifu tveir ítalir K2 fyrstir manna. Eftir það hafa einungis 63 menn komist þar upp en aðrir 26 látist í hlíðum fjallsins. Á þessu ári fórust 13 fjallamenn á fjallinu, þeirra á meðal einn hæfasti í hópi breskra fjallgöngumanna, Alan Rouse, og þekktasta konan í röðum enskra fjalla- manna, Julie Tullis. Bæði náðu þau tindinum en fórust í ofviðri á niðurleið Einn fjallamanna sem komst af úr ofan- greindum hildarleik var leiðangursstjórinn, John Barry. Hann sór þess eið að hverfa aldrei til fjallsins á ný. En öræfin lokka. Nú hefur pólska fjallamannasambandið boðið Barry, tveimur öðrum Bretum og sex Kanadamönnum að taka þátt í leiðangri á K2. Barry tók aftur fyrri orð og slæst, ásamt hinum, í för tíu bestu klifrara Póllands. Pott- urinn og pannan í skipulagningu leiðangurs- ins og stjórnandi hans er Andrej Zawada. Hann á að baki mörg afrek í háfjallaferðum. Líklega þætti fyrirhuguð þjóðarbræðings- ferð ekki yfirmáta merkileg ef ekki kæmi til að K2 verður klifið um hávetur. Auk þess minnast menn þess að sex af átta leiðöngrum ársins 1987 misheppnuðust. Vetrarferðir á hæstu fjöll jarðar eru mjög sjaldgæfar og hef- ur enginn enn lagt í K2 á þeim árstíma. Þegar þetta er ritað eru rúmlega 500 burð- armenn með hátt í 13 tonn af útbúnaði á bakinu á leið um Baltoro-jökul í Pakistan áleiðis í grunnbúðimar við rætur fjallsrisans. Hinir leiðangursmennirnir leggja af stað í desember á þessu ári. Um hávetur getur vindhraði á fjallinu náð allt að 160 km hraða á klukkustund og frostið farið niður í 50 gráður. Enn er ekki ákveðið hvaða leið verður farin á tindinn. Ef til vill verður það svonefndur Abruzzi-hryggur. En hver svo sem leiðin verður tefla mennimir í mikla tvísýnu og við, áhorfendur, getum deilt um það hvort kalla megi svona hættuspil og átök við náttúruna feigðarflan eða upphaf að miklu afreksverki íþrótta. • Ari Trausti Guömundsson VESTURGATA 3 101 - REYKJAViK SiMi 20376
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.