Þjóðlíf - 01.12.1987, Blaðsíða 39

Þjóðlíf - 01.12.1987, Blaðsíða 39
LISTIR Frostdinglar í mannahelli HIMININN virkaði undarlega þunnur er Heldís sá hann í fyrsta sinn. Eins og þunn blá slæða. Hún hafði búið í Marmarahöllinni allt sitt líf. Einn morgunn stóð þung járnhurðin til frelsisins opin. Eins og frelsaður fugl flaug hún í átt til sólarinnar. í gömlum oggleymd- um bókum hafði hún lesið að sólin væri líf- gjafinn og frá henni hefði fyrsta lífið sprung- ið út. Hún hafði aldrei séð sólina fyrr. Marmarahöllin hafði aðeins eitt herbergi með glugga og þar bjuggu æðstu prestarnir. Þeir kölluðu sig „sólarbörn", því þeir höfðu undarlegan gylltan lit á húðinni, allir aðrir voru hvítir, sem marmarinn í höllinni. Grasið var mjúkt og vott, hún hljóp, en bein hennar voru stirð. Hún settist um stund í grasið. Henni fannst hún hefði fæðst á ný. Svo sá hún skóginn og reisnarleg fjöllin í fjarska. Það gaf henni þrek, hún dróst til skógarins og hin mikla bygging byrjaði að fjarlægjast. Þegar hún snart fyrsta tréð, fannst henni hún snerta gamlan vin. Hvernig gat allt verið svona lifandi? í höllinni var sagt að lífið útifrá hefði dáið. Væri bara eyði- mörk. Við fætur hennar voru marglit blóm. Hana langaði að snerta þau, en þau virkuðu svo brothætt að hún þorði aðeins að drekka fegurð þeirra í sig með augunum. Eitthvað hreyfði sig Iengra inni í skóginum. Hún varð hrædd, svo óttalega hrædd. Höfðu þeir þegar homið að sækja hana? En þegar veran kom Uær sá hún að þetta var ekki maður, heldur ferfætlingur með stór og friðsamleg augu. Hún gekk hægt í átt til hans, horfði dáleidd í aUgun. Hann bærði varirnar og óskiljanleg hljóð fylltu huga hennar. Þá var það sem taug losnaöi og þokunni í höfði hennar létti. Hún skildi. Hann sagðist vera dádýr og að mann- eskjan hefði eitt sinn líka verið dýr, en farið að Iíta á sig sem Guði og byrjað að fjarlægjast upphaf sitt og skapa endalok sín. Dag einn þraut þolinmæði náttúrunnar og hún skap- aði ólæknandi sjúkdóm, sem tortímt hafði nær öllu mannkyni. Þó lifðu nokkrir af og þeir reistu Marmarahöllina. En maðurinn var of stoltur til að viðurkenna skemmdar- verk sín á andliti jarðar. Þess vegna höfðu veggir marmaraklettsins ekki hrunið enn. Maðurinn hræddist náttúruna, hann skildi ekki mátt hennar. Og það sem mannkynið ekki skildi, útilokaði það og gleymdi. Dádýr- ið sagði henni að halda áfram göngu sinni, þar til að hún kæmi að hellisopi sem væri þríhyrningslagað, og aö hún vissi í meðvit- und sinni hvað bæri að gera er hún næði áfangastað. Hún kom að hellinum, er ný sól hafði risið á himni. Hún stóð litla stund fyrir utan hellisopið. Ljósrauðri birtu stafaði frá munanum. Hún steig inn. Furðulegir frost- dinglar héngu í Ioftinu. Þeir voru marglitirog það lýsti af þeim daufri birtu. Hún gekk nær. I frostdinglunum voru sálir og hún fann að hún yrði að leysa þær úr helköldum hjúpum sínum. Sóldís lagði heitar hendur sínar um Ijósbláan dingul og fann ógnarsterkan kraft- inn, þegar hendurnar byrjuðu að bræða ís- inn. Svo brast þunn himnan og sálin flaug sem hún hefði vængi. Inni í sér heyrði hún rödd og fann að sálin þrengdi sér inn í henn- ar. Röddin sagði að þetta væru sálir þeirra er aldrei hefðu lokaö augum sínum fyrir því að þau væru partur af náttúrunni og hefðu lifað eftir lögmáli hennar. Nú skildu veggir marmarahallarinnar bresta, því vegir sáln- anna Iægju til krítarhvítu líkamanna í höll- inni. Ævinlýri í vídd 7 Morgunn. Hann horfir hugfanginn á hana, hann hafði ekki séð hana í sólarhring. Þráði hana í fang sitt. Hún hafði stigið óvænt inn í heim hans fýrir ári, hún minnti hann á Mjall- hvíti. En í dag var hún eitthvað svo öðruvísi. Alk hafði breyst eftir að trén reyndu að grípa í sál hans. Hann mundi ekki atburða- rásina svo vel, mundi þó að hann vaknaði mitt inni í skóginum og allt var myrkt og þögult, trén byrjuðu að toga í huga hans meðan greinar þeirra vöfðust um líkama hans. En hann náði að slíta sig lausan og komst út á einhvern óskiljanlegan hátt. Hún hafði sár á hálsinum, eins og eftir nagla eða eitthvað slíkt. Hann benti henni á þetta en hún bara hló og sagði að við þessu væri ekkert hægt að gera, bara bíða og sjá hvort þetta læknaði sig ekki sjálft. Andlitið var líka öðruvísi, eins og útklippt pappírs- gríma sem féll þétt að húðinni. Hann vildi ekki þreyta hana með jagi, svo allt hafði sinn vanagang fyrir utan að með hverjum degi varð sárið stærra og stærra, en andlitið óbreytt. Hann byrjaði að velta því fyrir sér hvort hægt væri að lifa með svona sár, það náði yfir alla hægri hlið hálsins og hann gat séð beinin og liðina í þessari ógnarstóru holu. Eftir 4 daga tók hann upp samtalsefnið „lifandi lík“. Þá sagði hún frá draumnum. Hún hafði gengið inn í aðra vídd, hún 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.