Þjóðlíf - 01.12.1987, Blaðsíða 40

Þjóðlíf - 01.12.1987, Blaðsíða 40
LISTIR haföi dáleitt sjálfa sig og komið inn í aðra tilveru. „Þetta allt saman er mjög erfitt að útskýra", sagði hún, en þar var fólk sem ekki var fólk, húð þeirra var grænleit og þvöl, og það var haldið þeirri náttúru að bræða mat sinn með líkamsvökva sínum, svo ef þau snertu eitthvað sem ekki var byggt upp líf- fræðilega, sem þau, þá byrjaði það sjálfkrafa að rotna og bráðna. Þau voru mjög vinaleg og vildu henni ekkert illt, en fyrir mistök þegar hún ætlaði að kveðja einn manninn, þá tók hann um háls hennar og ætlaði að kyssa hana á ennið eins og þeirra var siður og venja. Nú og þannig fékk hún þetta sár, hún skildi þó eiginlega ekki hvað var á seyði núna, hún hefði vaknað fyrir löngu og draumur gat varla haldið áfram í vöku. Hann svitnaði. Hvað gat hann gert? Hann þráði svo heitt að gera eitthvað henni til hjálpar. Hann vildi ekki að hún dæi, hann vissi þó innra með sér að ekkert væri hægt að gera. Hún sagði líka að ekki fyndust nein lyf við svona löguðu og að hún kenndi ekki sársauka. Andlitið var ennþá fallegt, sárið virtist ekki færast upp, aðeins niður, hægra brjóstið var byrjað að líkjast einhverskonar hryllilegum graut af ólíkum litum og húðar- tætlum. Hún hló eins og venjulega, hún brosti eins og venjulega, hún var nákvæmlega eins og venjulega, nema náttúrulega sárið! Dagarnir liðu og nú var allur hægri helmingurinn orð- inn illa farinn. Hún sjálf var farin að velta því fyrir sér hvort hún væri lífs eða liðin, og hvað hún gæti gert. Hún fann engin svör. Svo einn sólbjartan dag vissi hún allt í einu hver væri eina útgönguleiðin. Hún gat ekki lifað sem lifandi lík, hér með öllu þessu fallega fólki. Hún gat ekki einu sinni gert honum það að taka í hönd hans. Hún yrði auðvitað að fara til litlu grænleitu vinanna. Svo þau gætu snert hana til dauða með blautu höndunum sínum. Hann brotnaði saman þegar hún hvarf á braut í bláleitri þoku. En á einhvern yfir- náttúrulegan hátt var sál hans límd saman næsta morgun og minni hans var hvítt og hreint, sem í nýfæddu barni. Baldursbrá á vetrarmorgni Hún var koparslegin manneskja. Hún varoft köld og hörð. Á morgnana var kaffið besti vinur hennar. Þegar veturinn kom hló hún. Hún elskaði nakin tré. Hún elskaði myrkrið og kuldann. Eftir morgunkaffið fór hún út. Hún gekk hægt. Gerði engla í snjóinn og hellti plasti í formin, svo stakk hún formun- um inn á sig. í hjarta hennar var lítill blár plastbútur. Söngur hennar barst til strætisvagnaskýl- anna. Mennirnir opnuðu gluggasálir sínar og vildu bjóða henni inn. Hún leit ekki í átt til þeirra. Henni fannst gluggarnir of hreinir, nýpússaðir. Vildi hún óhreina glugga? Nei henni líkaði best við glugga með móðu á, því á þá gat hún gert litlar myndir og upphafs- stafina sína. Vonsviknir mennirnir lokuðu sér og byrjuðu að pússa sálirnar og leita að fitublettum á skínandi glerinu. Nú barst hlátur hennar til búðarglugg- anna. Hún horfði á sýningarbrúðurnar. Þær voru hvítar og fatalausar. í plastbútnum vonaði hún að þær vildu verða vinkonur hennar, þá myndi enginn trufla þörf hennar á að tala. Hún var ekki þröngsýn. Þvert á móti: Hún var víðsýn, skildi allt og alla. Götuljósin, strætin, húsin. Á göngu sinni kastaði hún kveðju á hvern steypustein sem á vegi hennar varð og söng samtímis um Baldurs- brár. Einhversstaðar í hugarskoti sínu sá hún mynd sem hún vildi ekki skilja. Iðandi skóga og tíguleg fjöll. Myndin skelfdi hana, svo hún þurrkaði hana út. Hélt áfram að syngja og hlæja. • Birgitta Jónsdóttir 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.