Þjóðlíf - 01.12.1987, Blaðsíða 60

Þjóðlíf - 01.12.1987, Blaðsíða 60
• „Það er nánast ekki annað að segja en að þetta sé úrvalsbíll á alla lund og aðfInnslur jaðra við nöldur.1 Hefðbundin nýsköpun Opel Omega í reynsluakstri ÞJÓÐLÍFS OPEL-BÍLAR EIGASÉR rétt rúmlega hálf- rar aldar sögu hér á landi, en ekki minnist ég þess aö haldið hafi verið upp á fimmtugs- afmælið. Fyrsti Opelinn kom hingað um miðjan fjórða áratuginn á vegum Jóhanns Ólafssonar & Co., sem þá hafði umboð fyrir bíla frá General Motors austan hafs og vest- an. Eftir síðari heimsstyrjöldina tók Sam- band íslenskra samvinnufélaga við umboð- inu og það er nú í höndum dótturfyrirtækis þess, Bílvangs. Það hafa verið sveiflur í innflutningi á Opel; all mikið kom af þeim á árunum 1955- 75, en síðan varð hlé þar til nýir Opel-bílar fóru að renna um strætin á ný fyrir um fimm árum. Opel-verksmiðjurnar í Russelsheim í V- Þýskalandi kynntu á þessu ári nýja gerð, Opel Omega, sem hér er til umræðu. Hún kemur í stað Opel Rekord, en verksmiðjurn- ar framleiða eftir sem áður Corsa, sem er smábíll, og Kadett, sem er nokkru stærri; Ascona er næst í röðinni, þá Omegan, og flaggskipið heitir Senator. Miðað við Opel Rekord er Omegan algjör nýsköpun að útliti og sumpart einnig tækni- lega séð. Vélin er önnur, sömuleiðis fjöðrun- ar- og hemlabúnaður, og því er haldið fram að aksturseiginleikar séu einnig betri. Ekki hafði ég Rekord til samanburðar, en get staðfest að aksturseiginleikar Omegunnar eru hreint frábærir. Það vekur hins vegar athygli að þrátt fyrir nýsköpunina er Omegan furðu hefðbundinn bíll að því leyti að drifið er að aftan og vélin að framan eins og tíðkast hefur í áratugi. Það er forvitnilegt í ljósi þess að bílaframleið- endur hafa keppst við hin síðari ár að hanna bíla með framdrifi og þverstæðri vél yfir framhjólunum og segja okkur að það sé framtíðin. Þetta gildir einnig um Opel því Corsa, Kadett og Ascona eru þannig búnir. En það er sterk hefð fyrir því í Þýskalandi að bílar, sérstaklega þeir stærri, hafi drif á afturhjólunum. Þannig er td. um Mercedes Benz og BMW. Audi er raunar eini þýski bíllinn af millistærð sem hefur framhjóladrif. Ekki veit ég hvort þarna ræður íhaldsemi (þ.e.a.s. íhaldsemi kaupendanna, því fram- leiðandinn hlýtur að reyna að laga sig að kröfum markaðarins) eða hvort fyrir liggja tæknileg rök. Ef til vill skiptir þetta ekki verulegu máli þar sem minna er um snjó og hálku en hér hjá okkur, en flestir sem reynt hafa eru vafalítið á þeirri skoðun, að fram- drifsbílar séu duglegri í snjó. Hitt er meira vafamál hvort þeir liggja nokkuð betur á vegi að öðru leyti, það er sennilega fremur háð aksturstækni, sem og þyngdarhlutföllum milli fram- og afturöxuls. ÞAÐER FLÓKIÐ og dýrt að hanna og koma á markað nýrri gerð af bfl. Það útheimtir gífurlega vinnu við hönnun og tæknilegar tilraunir, sem og algjörar breytingar á heilum bílaverksmiðjum því ný mót og verkfæri þurfa að koma til. Síðast en ekki síst þarf að sannfæra hugsanlega kaupendur um að þetta sé einmitt bíllinn sem þeir hafa beðið eftir. Opel-verksmiðjurnar eyddu sem svarar 45 miljörðum íslenskra króna í Omeguna, þ.e.a.s. í hönnun og breytingar á fram- leiðslukeðjunni. Það slagar hátt upp í öll út- gjöld íslenska ríkisins í eitt ár. Þær voru því vissulega heppnar þegar Omegan var kosin „Bíll ársins“ af 57 bílablaðamönnum frá 17 Evrópulöndum fyrr á árinu. Það hlýtur að vera draumur bílaframleiðandans að fá slík- ar viðtökur. OMEGAN er bíll í milliflokki, áiíka að stærð og t.d Audi 100 og Volvo 244. Hann er vitaskuld hannaður í samræmi við þá við- leitni sem nú er ríkjandi í bílaheiminum: Keppst er við að hafa loftmótstöðu sem allra minnsta, án þess það skaði útlit, og bensín- eyðslu í lágmarki, án þess það bitni á vélar- afli. Hvort tveggja hefur tekist prýðilega í Opel Omega. Loftmótstaðan er 0.28, en það er mæli- kvarði á hve vel bíllinn klýfur loftið og þar með þá orku sem fer tii þess. Algengt er að nýir bílar séu með loftmótstöðu 0.30-0.35 og þykir gott. Því lægri sem þessi stuðull er, því minni er eyðslan, að öðru jöfnu. Ég minnist þess ekki að hafa séð lægri stuðul um loft- mótstöðu í fjöldaframleiddum bíl. Sitthvað er gert til að ná þessum árangri, auk mótunar sjálfrar yfirbyggingar bílsins. T.d. eru hliðarspeglarnir með sérstöku lagi sem ætlað er að kljúfa loftið lipurlega, rúðu- þurrkur leggjast undir vélarhlífina þar sem hún mætir framrúðunni séu þær kyrrstæðar, og öll samskeyti eru sérlega slétt. Það er ekki aðeins að minni orka fari í að kljúfa loftið og meiri orka sé til að fleyta bílnum áfram; lítil loftmótstaða gerir það einnig að verkum að minna verður um vind- gnauð. Það kemur berlega fram í Omegunni. Hún er afar hljóðlát að þessu leyti, og sama gildir raunar um vélarsöng og vegardyn. ÞAÐ VAR OMEGA GL sem ég hafði til j reynslu daglangt. Hún var búin fimm gíra beinskiptum gírkassa og vél sem ber táknið 2.0i. Það þýðir að sprengirými er 2 lítrar og bensíninntakan er rafeindastýrð, beint í hvern vélarstrokk, í stað þess að fara gegnum hefðbundinn blöndung. í bílnum er sem sé tölvubúnaður sem stjórnar því hve mikið bensín spýtist inn í sprengirými vélarinnar . hverju sinni. Sá búnaður er jafnframt tengd- ur rafkveikjunni þannig að sprengingin sem knýr vélina er háð þörfum, þ.e.a.s. álagi á vél og hraða bílsins. Þetta er flókið tæknilegt atriði sem ekki verður rakið nánar hér, en kjarni málsins er sá að eldsneytið nýtist betur og vélin skilar meira afli. Stöðugt fleiri bílar eru þannig búnir og vafalítið er þetta fram- tíðin. Með þessu móti gefur 2.0i vélin 122 hest- öfl. Opel býður reyndar Omeguna með fleiri vélarstærðum, þar á meðal dieselvélum með og án forþjöppu, en höldum okkur við þessa 60
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.