Þjóðlíf - 01.12.1987, Blaðsíða 15

Þjóðlíf - 01.12.1987, Blaðsíða 15
INNLENT þær eru viðkvæmari fyrir sjálfum sér og telja sig yfirleitt ekki hafa það sem til þarf - sem er auðvitað mesti misskilningur. Konur þurfa virkilega að taka sig á og gera það að metnaðarmáli að neita ekki viðtölum og fréttamenn þurfa líka að hafa þá stefnu að gæta að jafnvægi á milli kynjanna, en til þess að það megi verða, þarf að brjóta upp þennan hefðbundna fréttaramma. Fjölmiðl- ar eru afar áhrifaríkir og enginn miðill er - sterkari en sjónvarpið og ef konur nýta sér ekki þennan miðil er ég hrædd um að jafn- réttisbaráttan verði miklu erfiðari en hún þyrfti að vera ef konur nýttu sér þennan miðil sem vopn.“ - Hafið þið kvennfréttamennirnir þá átt erfitt uppdráttar inn á fréttastofu sjónvarps- ins? „Nei,ekki vil ég beinlínis meina það en ég held að hérna komi enn og aftur til þetta vantraust sem við höfum á okkur sjálfum. Á fréttastofum er barátta á milli fréttamann- i anna um að koma sínum fréttum að og ég held að konumar séu síður tilbúnar til þess að pota sínum fréttum fremst í fréttatímana og eru varkárari við að hæla því sem þær hafa verið að taka saman en hitt kynið." Ég spyr Sigrúnu hvort hún telji sig vera feminista. „Ég trúi því einlæglega að konur og karlar eigi að hafa sama rétt, sömu laun og búa við sömu skilyrði, hvort sem það flokk- ast undir feminisma eða eitthvað annað,“ svarar hún og bætir ákveðið við: „Ég er orðin voðalega leið, og pirruð út af þessum málum, og er tilbúin til að fara að slást.“ Hún hefur aldrei verið bendluð við pólitík og flokka og segist hafa Iitið á það sem kost fyrir sig sem fréttamann. ,,Ég er einlægur jafnréttissinni en trúi ekki á forréttindi af neinu tagi,“ segir hún. Hún kveðst hafa velt jafnréttismálunum mikið fyrirsér upp á síðkastið og hefur sér- stakan áhuga á því fyrirbæri sem vestra er kallað „nonverbal communication" eða tjá- skipti án orða. „Við konur erum alltaf að biðjast afsökunar á sjálfum okkur með okkar eigin framkomu," segir hún. „Við getum lagt margt málefnalegt til en okkar framkoma ber ekki með sér sömu ákveðni og framkoma karla og við eigum langt í land með að læra að flytja okkar mál þannig að við séum ekki sífellt að afsaka okkur um leið.“ Þarf spennu í lífinu - Nú hefur þú sjálfsýnt mikla röggsemi sem fréttamaður og svo tekur þú þig upp og heldur í háskólanám erlendis og klárar það á mettíma. Hefurðu ekki sjálf óbifandi sjálfs- traust? „Nei, og sennilega hefði ég aldrei farið í skóla hefði ég slíkt sjálfstraust. Ætli það hafi ekki frekar verið skortur á sjálfstrausti sem réði því? Þegar ég útskrifaðist frá Mennta- skólanum á Akureyri 1967, kom mér ekki tú hugar að ég gæti farið í framhaldsnám. Mér gekk ágætlega í skóla en hafði ekki nægilegt sjálfstraust til að bera til að trúa því að ég gæti farið áfram í alvöru nám. Ég bar alltaf lotningu fyrir þeim sem fóru í háskólanám en fannst ég ekki geta það. Það var ekki fyrr en ég var orðin 35 ára að ég var orðin svo leið á þessari minnimáttarkennd að ég dreif mig af stað og innritaði mig í Háskólann í Minne- sota og uppgötvaði fljótlega að mér gekk bara ljómandi vel þrátt fyrir allt. Hins vegar hefur sjálfstraust mitt aukist mjög á því að fara í skóla og ég mæli með því við alla, karla sem konur, sem vilja gera eitt- hvað úr lífi sínu, að drífa sig í nám. Það er mjög ánægjuleg lífsreynsla að fara í skóla þegar maður er kominn á þennan aldur. Þú ferð að endurskoða ýmislegt í kringum þig og uppgötvar nýja hluti ásamt því að maður kynnist sjálfum sér á nýjan hátt.“ - Fjölmiðlastarfið er krefjandi ogþvífylgir mikið álag. Viltu hafa spennu í kringum þig? „Ég hef alltaf haft gaman af því að hafa nóg að gera og hafa ys og þys í kringum mig. Kannski stafar þetta af því að ég á fimm systkyni og það var alltaf mikið um að vera þar sem ég ólst upp. Ég vil Iíka gjaman lenda í ýmsu sem ég hef ekki endilega skipulagt fyrirfram og það á svo sannarlega við í frétta- mennskunni en ég held að ég yrði vitlaus ef ég þyrfti að vinna störf þar sem ég vissi alltaf nákvæmlega hvað ég ætti að fást við yfir daginn. Ég þarf að hafa ákveðna spennu í lífinu.“ - Heldurðu að þú saknir þá ekki spenn- unnar ef þú ferð að gefa þig eingöngu að háskólastarfi, fræðimennsku og öðrum ámóta rólegheitum? „Ég held að það sé nú naumast hægt að tala um þessi störf sem rólegheit - en hins vegar vona ég að ég geti alltaf unnið eitthvað inni á fjölmiðlum, ekki aðeins sjálfrar mín vegna, heldur líka vegna þess að ég trúi því að það sé mikilvægt fyrir væntanlega fjöl- miðladeild innan Háskólans, þ.e.a.s ef ég verð þá með í þeirri uppbyggingu. Það þurfa að vera náin tengsl á milli slíkrar deildar og fjölmiðlanna í landinu.“ Sá vísir sem kominn er að fjölmiðlanámi við HÍ er mikið áhugamál Sigrúnar og hún segir að þar skapist möguleikar á að bjóða uppá deild sem gæti veitt væntanlegu fjöl- miðlafólki möguleika á að fara út á fjöl- miðlamarkaðinn betur undirbúið en til þessa. „Og jafnframt gætum við þá kannski hlíft þjóðinni við ýmsum mistökum sem við horfum uppá í íslenskri fjölmiðlun dag eftir dag, “segir hún. „Það væri styrkur að slíkri deild, sem væri miðuð við íslenskar aðstæð- ur. Það er ekki allt fengið með því að sækja sér menntun til útlanda. En sennilega stend- ur slík deild eða fellur í nánu samstarfi við fjölmiðlana." Sölumennska fjölmiölanna Þegar þetta viðtal ber fyrir sjónir lesenda er Sigrún aftur farin að birtast á skjá allra landsmanna, komin á fleygiferð upp í há- skóla eða við þáttagerð hjá sjónvarpinu og segir hún að m.a. standi til að hún verði með sérstakan jólaþátt í sjónvarpinu á jóladag. Auk þess verður sýndur sérstakur þáttur þar 1 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.