Ægir

Volume

Ægir - 01.04.2002, Page 32

Ægir - 01.04.2002, Page 32
32 Æ G I R H E I M S Æ K I R S Æ P L A S T N O R G E Hilmar Guðmunds- son er eini Íslending- urinn sem starfar hjá Sæplast Norge í Ála- sundi en hann fluttist til Noregs með fjöl- skyldu sína í ársbyrj- un 2000, á þeim tíma- punkti þegar Sæplast var að hasla sér völl í verksmiðjurekstrin- um í Álasundi. Hilm- ar hafði starfað frá ár- inu 1993 í sölu- mennsku hjá Sæplasti á Dalvík, fyrst á inn- anlandsmarkaði og síðan í sölu á erlend- um mörkuðum. „Ég hafði fyrstu árin á Dalvík mest með sölusvæðið í Norður- Evrópu að gera, sem og í baltísku löndunum og Afríkulöndum. Áð- ur en ég kom hingað til Noregs höfðum við ekki lagt mikla áherslu á norska markaðinn, enda óhagkvæmt þar sem hér í Noregi voru samkeppnisaðilar okkar fyrir á markaðnum og erfitt fyrir okk- ur að keppa við þá frá Íslandi. Hins vegar höfðum við, og höfum reyndar enn, mjög góðan söluað- ila hér í Noregi sem beindi sjón- um sínum að smábátamarkaðnum sem augljóslega var svið þar sem innlendu aðilarnir voru ekki að vinna á, enda ekki með vöru sem hentaði smábátamönnunum. Þarna var glufa á markaðnum sem við nýttum okkur,” segir Hilmar. Merkilega ólíkar þjóðir Hilmar hefur við hlið sér tvo sölumenn í Álasundi og selja þeir þremenningarnir jöfnum höndum framleiðslu frá verksmiðjum Sæ- plasts, hvort heldur er í Noregi, á Íslandi, í Kanada eða á Indlandi. Hilmar segir mikinn mun að starfa í Álasundi miðað við það að sinna sölustarfi frá Dalvík, þrátt fyrir að starfið sé í grundvallar- atriðum hið sama. „Þó svo að Íslendingar og Norðmenn séu frændþjóðir, fjar- lægðir tiltölulega litlar milli þjóðanna og samskiptin mikil þá kom mér á óvart hversu mikill munur er á menningu og við- skiptaháttum. Því til viðbótar höfum við fundið vel fyrir því á þeim tíma sem við höfum verið hér í Álasundi að samstarfsfólk okkar er búið að meðtaka það að Sæplast er ekki komið í þetta verkefni til að hirða verksmiðjur og þekkingu og fara með úr landi heldur þvert á móti til að vinna áfram, byggja upp og nýta sér það sem hér er til hagsbóta fyrir allt fyrirtækið. Ég finn að Norðmenn- irnir treysta okkur miklu betur sem samstarfsaðilum en þeir gerðu í upphafi,” segir Hilmar. Risavaxin sjávarútvegsfyrirtæki Sjávarútvegurinn í Noregi gengur mjög vel um þessar mundir og er Álasundssvæðið meðal þeirra svæða í Noregi sem fremst standa á sjávarútvegssviðinu. Mörg risa- vaxin sjávarútvegsfyrirtæki er þar að finna, jafnvel keðjur sem starfa út um allan heim, og til að gefa hugmynd um stærð sumra þeirra má segja að þau stærstu hafi í hagnað á einu ári sem nemur árs- veltu stærstu fyrirtækjanna í ís- lenskum sjávarútvegi! Hilmar hefur kynnst mörgum aðilum í sjávarútveginum á svæðinu í gegnum starf sitt og segir Norð- mennina harða rekstrarmenn á sjávarútvegssviðinu. Dalvíkingurinn Hilmar Guðmundsson er sölumaður Sæplasts í Álasundi: Gott að vera í nálægð við markaðinn Hilmar Guðmundsson. Í fjarska sést það svæði í Álasundi þar sem verksmiðjur Sæplasts eru staðsettar. Dæmigerð mynd af miðbæ Álasunds. Fegurðin við sundin er slík að á góðviðrisdögum sem þessum er hægt að gleyma sér lengi dags við að skoða útsýnið.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.