Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1964, Page 22

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1964, Page 22
Tímarit Máls og menningar fær sig ekki til að standa uppi í hárinu á honum. Jóni fannst aftur á móti miðlúngi mikið til hans koma. Það var kannski vegna þess að hann var ekki Sjálfstæðismaður og í og með vegna þess hve Jón stríddi honum, eins og Jón sagði við Jón dag einn. Bölvuð ekki sen stríðnin í honum við hann Nonna, sagði hann og þeir hlógu. Jón hafði nefnilega aldrei sært þá eins og Jón. Aftur á móti játuðu Jón krati og Jón (sem stundum var krati eða nasisti) að þeir ættu Jón að besta vini, og Jón var enn að hugsa um það sem Jón sagði og sagði, Já, og svo verður allt svo hreint og tært. Hvað? sagði Jón. Hreint hvað? Eins og þú sagðir, sagði Jón, í regninu, þegar rignir, eins og þú sagðir, í vætu. Já, sagði Jón, jamm fóstri. En hvað ég vildi nú segja, hvað ég vildi nú segja? Og að því búnu tók hann mjög sviplegt viðbragð og snerist á hæl með gusti og gekk að borðinu. Hvað ég vildi nú segja? ... sagði Jón, rúm- lega sextugur. Þeir Jón, Jón, Jón og þeir Jónar voru allir á svipuðum aldri og höfðu lifað meira og minna í félagsskap listamanna á þriðja og fjórða tug aldar- innar (og raunar fimmta og sjötta). Jón hafði til dæmis sofið í herbergi með tveimur skáldum (nú þjóðskáldum) á stúdentsárum sínum í Höfn (að vísu ekki nema í nokkra daga) og tekið þátt í þeirra hag, eins og honum sagðist sjálfum frá, og hann lét oft í ljósi aðdáun sína á þeim. Þá var nú líf í tuskunum drengir, var hann vanur að segja, og það var ekki hægt annað en virða hann fyrir þann skilníng sem hann sýndi kjörum skálda sem þá báru hita og þúnga dagsins. Já, strákarnir sem þá voru og hétu ... Það var annað sem áður var ... Drenglyndi, þor, glæsimennska ... Alls staðar sáu þeir hilla undir hið háa frj álsborna ... En nú þrífst ekkert nema vindurinn og spennurnar. Ja hvað á maður að segja. Nei drengir, ég lýg ekki þótt ég segi að þeir hafi verið sómi Islands, sverð þess og skjöldur, þótt nú sé reynt að þegja þá í hel (og við þetta tækifæri fór Jón með ljóð — til sönnunar máli sínu, eftir Bjarna frá Litlateigi — sem byrjaði á þessum orðum Sá ég fjalla-landið fríða). Þótt Jón væri í Sj álfstæðisflokknum gerði hann þó eins vel eða næstum því eins vel við þá og þeir væru allir í hans eigin flokki og hlýlegt heimili hans var þeim svo að segja alltaf opið. Þeir höfðu oft komið þar saman til skrafs og ráðagerða við þægilega drykkju eða rabbað saman yfir kaffi á gamlan landsins máta. Og það verður að segja honum til hróss að hann hafði aldrei skrifað um þá hnjóð í Morgunblaðinu Lesbókinni eða Stefni 132
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.