Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1968, Side 16

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1968, Side 16
Tímarit Máls og menningar de la muerte clara“, eð'a casída liins Ijósa (ótvíræða) dauða, þegar það birtist í tímariti, og finnst mér það nafn fara betur. Ég vildi leiða hjá mér að skýra þessi ljóð, en tel mér þó skylt að benda á nokkur atriði. í sambandi við fyrstu smáljóðin tvö má gjaman geta þess, að í ættarsamfélagi tatara á Spáni rná greina milli tveggja hópa, þeirra sem eru á stöðugu flakki, og hinna, sem liafa fasta búsetu í hellum. „Siguiriya" (framb. sigiríja) er ákveðinn strengleikur, gítarspil og söngur. Síðustu hendingar eru þannig í frumtextanum: „Que luna recogerá / tu dolor de cal y adelfa?" Bein þýðing á þessa leið: Hvaða máni (endur)leysir þig frá kvöl, sem er (líkt við) kalk og lárberjarós? Og verð ég að játa merkingamuninn á frumtexta og þýðingu. I sambandi við ljóðið „Slag“ má vekja athygli á því, að dauðinn er kvenkyns á Spáni (la muerte), og hefur sem persónugervingur ekki jafn kaldranalegan blæ og hér á norðurslóðum. Spánverjar tala oft um dauðann í hálfkæringi og vinsamlegum tón, og sú mynd, sem er dregin upp í ljóðinu, er fjarri því að vera „absúrd" á Spáni, heldur sú sem vænta mátti. „Söngur um dul dauðans“ felur í sér samlíkingu: epli — (barn) — hjarta. Spán- verjar líkja oft fallegum börnum við epli, eins og við. Hendingarnar „né mána þann er hefur höggormskjaft / og annast verk sín undir morgunsárið" virðast torskildar. Þó má finna því stað í þjóðtrú, að máninn sé einhvers konar ófreskja, jafnvel höggormur. — Hálfmáninn, eða rönd af tungli, minnir á gapandi skolt. í fljótu bragði má virðast rétt að leita að goðsögulegri skýringu og tengja hana við annað, sem látið er í ljós í kvæðinu, en hætt er við, að slík almenn skýring yrði laus í reipunum, að þungi orð- anna, sem liér eru höfð, missti marks -— nema skýr tengsl við hugmyndir samtíðar- manna kæmu til. Þá er ólíklegt, að Lorca beini geiri sínum að fomum hindurvitnum. Trúlegra er, að hér sé beinlínis átt við kirkjuna, sem hótar vítiskvölum og hampar frið- þægingu um leið. Með kirkjuna í huga verður síðari ljóðlínan auðskilin — „undir morgunsárið“: á viðkvæmasta skeiði mannsins, í bernsku. Þessir tveir þættir í kenn- ingu kirkjunnar koma heim við eðli höggormsins: að tortíma, og þann mátt lækninga og verndar, sem höggorminum er eignaður. (Til athugunar má minna á söguna um eirorm- inn í IV. Mósebók, og ummæli í Jóhannesarguðspjalli: „Og eins og Móse hóf upp höggorminn á eyðimörkinni, þannig á manns-sonurinn að verða upphafinn, til þess að hver, sem trúir, hafi í samfélaginu við hann eilíft líf“.) Þá má benda á spuminguna um mánann í smáljóðinu úr „Cante jondo“, einnig á síðasta kvæðið í bókinni „Poeta en Nueva York“ (Skáld í New York), sem heitir, samkvæmt upphafsorðum, „La luna pudo detenerse al fin“, eða Loks hejur máninn látií staðar numið. í útgáfu Grove Press- forlagsins í New York 1955 (þýðing Ben Belitt) er kvæðið nefnt „Crucifixion", kross- festing, í samræmi við efnið. Þar er máninn strax kominn fram á sjónarsviðið, en af at- ferli hans má nokkuð ráða um frelsun mannanna. — Annars má segja um mánann, að hann er sízt við eina fjölina felldur í symbólík Spánverja og kemur mikið við sögu í skáldskap García Lorca, og hefur þar margvíslegu hlutverki að gegna. Hér hefur að- eins verið leitazt við að benda á eitt. 222
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.