Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1968, Blaðsíða 95

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1968, Blaðsíða 95
Svipazt um eftir Ben Bella að austurlenzkum hætti svo rétt grillti í tær fingurgóma og biksvört augu. Ekki vildi ég þurfa að velja mér kvonfang í þessu landi. Má ég þá heldur biðja um stuttpilsur Norðurálfu þar sem kjólfaldurinn dinglar svo skemmti- lega á rasskinnunum og enginn þarf að kaupa köttinn í sekknum af þeim ástæðum að minnsta kosti. En leiðsögumaðurinn upplýsti reyndar að ekki þyrftu menn að hafa teljandi áhyggjur af þessu. Lægju til þess tvær ástæður. Það væri viðtekin venja að foreldrar veldu sonum sínum konuefni, enda mætti þá síðar bæta við einum þremur til viðbótar ef sú fyrsta reyndist ekki vonum framar. Og það er auðvitað huggun harmi gegn. Þetta var hávaxinn og myndarlegur arabi að nafni Amar, dálítið hæklaður á öðrum fæti svo hann stakk við lítið eitt, með stórt gyðinganef og blásvart hár. Mér datt í hug að spyrja hann hvort honum þætti ekki gaman að vera með svona fallegt nef. En þá ókum við allt í einu undir risavaxinn borða sem var strengdur milli húsa þvert yfir götu eins og íhaldið festir upp í Austurstræti fyrir kosningar. Nema hvað á þessum borða stóð á frönsku: síonismi jafngildir fasisma — jöfnum ísrael við jörðu. Á húsveggjum voru fest spjöld er sýndu risavaxinn arabískan hermann sem traðkaði ísrael undir hæl sínum. Þegar ég sá þetta hætti ég við að spyrja Amar um nefið hans. Við stönzuðum uppi á hæðarbrún með útsýni yfir borgina til að leyfa þjóðverjum að taka myndir. Beint fyrir neðan okkur gat að líta fátækra- hverfi arabískt með öllum sínum fjölskrúðuga ömurleik. Lengra burtu sá yfir höfnina. Amar skýrði okkur frá því með nokkru stolti að þetta væri stærsta höfn í Norðurafríku. Ekki sá ég neitt skip í henni. Hvar er Ben Bella? spurði ég. Amar heyrði ekki hvað ég sagði. Svo ókum við niður bugðótta en breiða götu í átt til evrópska borgarhlut- ans og Amar benti okkur á sendiráð erlendra ríkja sem virtust hafa safnazt hér saman, kannski af öryggisástæðum, kannski til að eiga styttra í veizlu- höldin, hver veit það? Svo vakti Amar athygli okkar á stóru hvítkölkuðu húsi sem stóð utan í hlíðarslakkanum. Fyrir framan garðshliðið stóðu fjórir grænklæddir soldátar með vélbyssur og voru svo taugaóstyrkir að sjá að það má mikið vera ef þeir eiga ekki eftir að drepa hver annan. Þetta er forsetahöllin, sagði Amar. Á Ben Bella heima hér? spurði ég. Forseti okkar heitir Boumedienne, sagði Amar. Hann er sem stendur í Moskvu að ræða vandamálið fyrir botni Miðjarðarhafs við sovézka vald- hafa. 301
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.