Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1968, Qupperneq 52

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1968, Qupperneq 52
Tímarit Máls og menningar belg með blóði í og létu það leka niður í snjóinn til þess að rekja sig eftir heimleiðis. Loks gáfust þeir upp á að nálgast fjallið og sneru til byggða og komu heilu og höldnu niður á Kálfafellsdal, án þess að hafa fundið nokkrar haglendur í Vatnajökli. Um þennan leiðangur sagði Gamli-Björn: „Mikil ógn var þetta vitleysislega stofnað, jú vitleysislega stofnað hjá honum.“ Björn var í vinnumennsku hér og þar, eftir að hann gaf upp búskap, en þótti ekki stöðugur í vistum. Hann hafði þann hátt á að ráða sig ekki í skiprúm snemma vetrar og liélt sér á lausum kili til þess að taka formanns- stöðu, ef hún losnaði. En ef engin formannsstaða var í boði, reri hann þar sem honum sýndist, eftir ástæðum. Formannsembættið var honum metn- aðarmál. Nú var það eina vertíð, að formann vantaði á Kálfafellsskipið Svan. Þá var Gamli-Björn ráðinn þangað til formennsku. Einhvern dag á vertíðinni höfðu þeir á Svaninum tvíhlaðið. Björn vildi ýta í þriðja sinn, þó að sjór væri tekinn að spillast. Aftur af skipinu var festur kaðall og látinn liggja upp í fjöru. Maður var skilinn eftir í fjörunni til að skipta aflanum. Hann hét Sveinn Einarsson, kallaður Stóri-Sveinn, hálfbróðir Oddnýjar Sveins- dóttur á Gerði. Sveinn skyldi líka taka í kaðalinn og draga skipið að landi, svo að það yrði ekki flatt fyrir bárunni, ef sýnt væri, að því slægi upp eða það fyllti í útróðrinum, því að nú var orðið stórt í sjóinn. Björn átti að ýta og með honum Sigurður bóndi á Kálfafelli, berserkur til líkama og sálar. Þá er stutt fram undir, og Björn kallar lagið, sem vera bar. En rétt í því, er skipið skríður á flot, sést ríða að ólag mikið. Þá hafa allir innbyrt sig nema ýtingarmennirnir, Björn formaður og Sigurður á Kálfafelli. Þeim lízt ekki á blikuna, þegar þeir sjá grænbláa sjóina rísa frammi undan. Þeir sleppa tökum á skipinu og ætla að grípa í kaðalinn, sem aftur af lafði, og draga skipið með sér til lands. En það brunar út með þvílíkum hraða, að þeir ná ekki tökum á spottanum og svamla upp í fjöru við svo búið. Grunnt var róið og sjá þeir úr fjörunni, að skipsmenn eru komnir í ösfiski. Björn vill benda þeim að róa til lands og sækja þá. En Sigurður gefur honum olbogaskot og segir: „Nóg ertu nú illt búinn að gera, þó að þú gerir ekki þennan djöful,“ því að Sigurður vildi ekki tefja þá frá fiskidrættinum. Þeir Björn og Sigurður taka nú að ráfa um fjöruna og telja sér harma- tölur út af þessum óförum. Sigurður segir: „Ég vildi nú heldur missa beztu kúna mína í fjósinu en verða fyrir þessum andskota.“ Björn tekur undir: „Ég hefði nú heldur viljað missa allt, sem ég á til. Heillin mín, það er skömmin. Það er skömmin.“ 258
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.