Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2012, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2012, Blaðsíða 14
Reikisímtöl lækka í verði n Neytendasamtökin skoðuðu verðskrár allra símafyrirtækja N eytendasamtökin hafa skoðað verðskrár allra ís- lenskra símafyrirtækja fyrir svokölluð reikisímtöl inn- an Evrópu (EES-svæðisins) og eru þær nær allar í samræmi við nýj- ar reglur sem tóku gildi í Evrópu- sambandinu þann 1. júlí síðast- liðinn. Reikisímtöl eru símtöl í og úr farsímum, SMS-skilaboð úr farsímum og gagnaniðurhal þegar þeir eru notaðir utan heimalands- ins. Verðskrár hjá Símanum, Voda- fone, og Nova eru í samræmi, eða næstum því í samræmi við nýju reglurnar, en þær segja til um há- marksverð sem fyrirtækin mega innheimta eða svokallað verðþak. Verðskrár hjá Tali og Alterna eru í samræmi við eldri reglur sem tóku gildi 1. júlí 2011.  Fjallað er um málið á vef Neyt- endasamtakanna og þar kemur fram að athyglisvert sé að þó nýju reglurnar frá 2012 hafi enn ekki verið formlega innleiddar á Ís- landi hafi samt þrjú fyrirtæki lækk- að verð sitt í samræmi við þær. „Aldrei hafa verðþök á reikisam- tölum verið innleidd svo fljótt á Ís- landi. Þetta er kannski engin tilvilj- un því Neytendasamtökin sendu bréf til innanríkisráðuneytisins þann 5. mars síðastliðinn og bentu á annmarka við innleiðingu síð- ustu reglugerðar og lögðu áherslu á að nýju reglurnar yrðu innleidd- ar hér eins fljótt og auðið væri,“ segir um málið á vef samtakanna. Ráðuneytið brást meðal annars við með því að birta drög að nýju reglunum þann 25. maí og óskaði eftir athugasemdum. „Það eru að vissu leyti vonbrigði að sjá að það sé þörf á virku eftirliti Neytenda- samtakanna til að reglurnar séu virtar en samt er ánægjulegt að eft- irlitið hafi skilað sér í þessu tilfelli,“ segja Neytendasamtökin.   Samkvæmt nýju reglunum má mínútuverð fyrir reikisímtal inn- an Evrópu ekki fara yfir 58,70 kr. fyrir hringt símtal og 16,20 kr. fyr- ir móttekið símtal. SMS-skila- boð send innan Evrópu mega ekki kosta meira en 18,20 kr. og gagna- niðurhal í síma innan Evrópu ekki meira en 141,70 kr. pr. megabæt. Í fréttinni er tekið fram að Síminn og Vodafone séu í rauninni með örlítið hærra verð en þetta, en fyr- irtækin þurfa ekki ennþá að virða verðþökin.  14 Fréttir 3.–7. ágúst 2012 Helgarblað H ann telur greinilega að stað- reyndir sem ég hef verið að miðla fram úr opinber- um tölum um tekjuþróun, ójöfnuð og skattamál séu óþægilegar fyrir hann og þennan frjálshyggjutíma sem hann var guð- faðir yfir. Þessi staðreynda miðlun hefur varpað óþægilegu ljósi á stjórnartíma Davíðs Oddssonar,“ segir Stefán Ólafsson, prófessor í fé- lagsfræði, um ástæður deilna hans við Hannes Hólmstein Gissurarson stjórnmálafræðiprófessor. Lengi hef- ur andað köldu á milli þeirra kollega Hannesar og Stefáns og nýlega skrif- aði Hannes bloggfærslu sem ber yf- irskriftina „Hvers vegna er Stefán Ólafsson með mig á heilanum?“. Þar heldur Hannes því fram, eins og yfirskriftin gefur til kynna, að Stefán sé með hann á heilanum og veltir fyrir sér mögulegum ástæðum þess. Þeirri færslu svaraði Stefán með eigin færslu á Eyjunni sem ber yfirskriftina „Hólmsteinn á heilan- um“ þar sem hann heldur því fram að Hannes hafi skrifað nærri 200 greinar um sig á síðustu 3–4 árum og að greinin á Eyjunni sé fyrsta svar hans. En hvers vegna hefur hann ekki svarað Hannesi fyrr en nú? „Ég hef ekki svarað þessu vegna þess hversu ómerkilegt þetta er – þessi skrif hans. Hann hikar ekki við að segja vísvitandi ósatt, afbaka og snúa út úr. Ég sé ekki ástæðu til þess að vera í samræðum við svoleiðis fólk um mál sem einhverju skipta,“ segir Stefán en tekur þó fram að hægt sé að tala við svoleiðis fólk um veðrið og eitthvert grín. Stríðsyfirlýsing Stefán telur raunar að ekki sé hægt að tala um deilur, því að til þess að hægt sé að nota það hugtak þurfi þátttöku tveggja aðila eða fleiri. Hér sé í raun réttri um að ræða herferð Hannesar Hólmsteins. Hannes hafi meira að segja sagt það við hann berum orðum. „Hannes tjáði mér snemma árs 2007 – á kaffistofunni – að það hefði verið ákveðið á fundi, sem hann var á, að fara í herferð gegn mér til þess að vernda arfleifð Davíðs Oddssonar gegn málflutn- ingi mínum,“ segir Stefán og bend- ir jafnframt á að sá málflutningur sé eingöngu staðreyndamiðlun. Herferðarfé Stefán heldur því jafnframt fram að Hannes hafi fengið fé til þess að fjármagna téða herferð. „Hann fékk mikið fé til að gera þetta. Hann fékk 10 milljóna króna styrk frá Árna Mathiesen í fjármálaráðuneytinu árið 2007. Sá styrkur var kallaður „styrkur til að kynna skattahækkan- ir“. Síðan fékk hann 6 milljóna króna styrk frá Landsbankanum og fékk auk þess styrki sem ekki hefur verið upplýst um hvað voru háir frá fleiri en 10 aðilum; LÍÚ, Samtökum at- vinnulífsins, Viðskiptaráði og öðrum nafngreindum fyrirtækjum,“ segir Stefán og bætir við að Hannes hafi því verið með milljónatugi til þess að greiða fyrir herferðina gegn sér. Aðspurður hvort það sé ekki óþægilegt fyrir hann að vinna á sama vinnustað og Hannes segir Stefán: „Nei, nei. Ég er ekki í neinu stríði við hann. Ég „ignorera“ bara hans skrif og ófrægingar og leiði þetta hjá mér. Þegar við hittumst í skólanum þá bjóðum við bara góðan daginn; það er alveg vandræðalaust.“ Herferð gegn sannleikanum „Þetta eru engar deilur,“ segir Hann- es Hólmsteinn Gissurarson um fyrrnefndar bloggfærslur og bætir við: „Málið er algerlega ljóst; Stefán rauf trúnað.“ Þarna vísar Hannes til þess, sem hann fullyrti á bloggsíðu sinni þann 25. júlí síðastliðinn, að Stefán hefði brotið trúnað með því að segja ritstjórum Morgunblaðsins frá niðurstöðum skoðanakönnunar sem Hannes fékk Félagsvísindastofnun til að framkvæma árið 1996. Aðspurður hvort hann hafi sagt við Stefán Ólafs- son að hann ætlaði í herferð gegn honum segir Hannes: „Er ekki að- alatriði málsins að Stefán hafi rofið trúnað? En ekki eitthvað sem sagt var á kaffistofu? Þetta er alveg furðuleg uppsetning; ég ætla ekkert að fara að tala um eitthvert tveggja manna tal. En ég get samt alveg sagt þér hér og nú að auðvitað er þetta tómt rugl.“ Hannes segir jafnframt að Stefán sé í herferð við sjálfan sig. „Hann er í herferð við sjálfan sig; herferð gegn sannleikanum.“ Baldur Eiríksson blaðamaður skrifar baldure@dv.is „Er ekki aðalatriði málsins að Stefán hafi rofið trúnað? En ekki eitthvað sem sagt var á kaffistofu? Þetta er alveg furðuleg uppsetning. Miðlar staðreyndum Stefán Ólafsson getur talað við Hannes um veðrið og eitthvert grín. n Hannes í herferð gegn Stefáni n Stefán í herferð gegn sannleikanum Herferðir Hannesar og Stefáns Stendur ekki í deilum Hannes Hólmsteinn telur málið liggja alveg ljóst fyrir. Formaðurinn Jóhannes Gunnarsson er formaður Neytendasamtakanna. Samtökin skoðuðu verð á reikisímtölum símafyrir- tækjanna fyrir skemmstu. Í varðhald vegna hnífs- stungu Hæstiréttur hefur staðfest gæslu- varðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir manni sem veitti öðrum lífshættulega áverka með hnífi. Úrskurðað var í héraði á sunnudaginn. Segir í dómsorði að lögreglunni hafi borist tilkynn- ing um að maður lægi rænulítill á gangstétt við Höfðatún um klukkan átta á laugardagskvöldið. Maðurinn hafði verið stunginn með hnífi og árásarmaðurinn eða mennirnir hlaupið á brott. Hann var fluttur á slysadeild og þar kom í ljós að hann hafði hlotið lífs- hættulega áverka á brjóstkassa og stungusár fyrir neðan vinstra herðablað. Einnig féll vinstra lunga mannsins saman. Tveir hinna grunuðu munu hafa sést í grennd við bifreið sem lögregla hóf strax leit að. Ann- ar þeirra var handtekinn við bif- reiðina, en hinn, sem situr nú í gæsluvarðhaldi, flúði lögreglu. En auðvelt reyndist að rekja blóðslóð hans að bakgarði í ná- grenninu, þar sem hann var hand- tekinn. Þriðji maðurinn var hand- tekinn inni í íbúðinni vegna gruns um aðild að málinu. Mennirnir eru erlendir en búsettir hér á landi. Gefðu blóð áður en þú ferð Færri skila sér í blóðgjöf yfir sum- artímann en á öðrum árstíma. Margvíslegar ástæður eru fyrir því, meðal annars sumarleyfi, en af þeim sökum er fólk sérstaklega hvatt til þess að koma í bankann, sérstaklega fyrir stórar ferðahelg- ar eins og nú – verslunarmanna- helgina. Mikil vöntun er á öllu blóði, þó er skilaboðunum sérstaklega beint til O neg blóðgjafa í dag en skortur er á neyðarblóði (þar sem O neg rauðkornaþykkni er neyðarblóð) og eru blóðgjafar sem eru í þeim blóðflokki vinsamlegast beðn- ir um að renna við í Blóðbankan- um í dag. Á Vísindavef Háskóla Íslands kemur fram að blóðgjafa í O-flokki mætti því kalla algjafa og því er mikilvægt að Blóðbankinn eigi nægilegt magn af slíku blóði. Fundust öll heil á húfi Björgunarsveitir Slysavarnar- félagsins Landsbjargar voru kallaðar út um eitt leytið að- faranótt fimmtudags vegna fjögurra barna sem voru týnd í Brynjudal í Hvalfirði. Þyrla Landhelgisgæslunnar þátt í leitinni. Börnin eru á aldrinum 12-17 ára en síðast hafði sést til þeirra um klukkan 21 um kvöldið. Fimmtán hópar björg- unarsveitarmanna tóku þátt í leitinni, en veður var gott á svæðinu og fundust krakkarnir eftir stutta leit.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.