Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2012, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2012, Blaðsíða 42
10 3.–7. ágúst 2012 Verslunarmannahelgin Frá móa í Mosskóga n Perla í Mosfellsdalnum n „Frjálst og opið“ afdrep við túnfótinn Markaður Dalsbúa M arkaðurinn á Mosskóg­ um er nú starfræktur tólfta sumarið í röð. Um verslun­ armannahelgina fer fram sá fimmti þetta sumarið en úrvalið hefur aukist jafnt og þétt á milli ára. Í boði eru um 15 tegundir af grænmeti, rósir, íslensk jarðarber, bleikja úr Þing­ vallavatni, ís­ lenskar heilsu­ jurtir, sultur, hummus, kökur, kaffi á könnunni og margt fleira. Fjölskylduhátíð með hestaívafi Um verslunarmannahelgina verð­ ur í fyrsta sinn haldin fjölskylduhá­ tíðin Mosfellsdalur 2012. Hátíð­ in er með hestaþema enda mikið um hestamenn í dalnum. „Þetta er í fyrsta sinn sem hátíðin er haldin og markmiðið er að hafa þetta bara ódýrt og þægilegt,“ segir Guðmund­ ur Hreinsson byggingafræðingur og einn aðstandenda hátíðarinnar. „Það verður byrjað á því að ríða frá Laxnesi að Mosskógum klukkan fjögur á föstudeginum og þar verður hópgrill þar sem fólk mætir með á grillið. Síðan verð­ ur kvöldvaka um kvöldið og bara sungið og trallað.“ Það verður ým­ islegt á boðstólum á laugardaginn og nefnir Guðmundur hestaratleik og hestaþrautir. „Það verða skemmtilegar þrautir eins og að hoppa af baki, sippa, borða kókos­ bollu og þamba kók og á bak aftur. Eitthvað sem allir geta hlegið að.“ Um kvöldið verður svo dansleikur og þar mun hljóm­ sveitin Síðasta bandið í dalnum halda uppi fjörinu. „Það kostar 1.500 krónur á ballið og svo er það bara gistingin á tjaldsvæðinu en annað er frítt.“ Hátíðinni lýkur á sunnudeginum þegar riðið er að Laxnesi á ný og á bændafund. Dagskráin Föstudagur 16:00–18:00 Hátíðin sett, fjöldareiðtúr um dalinn. 19:00–21:00 Fjöldagrill í Mosskógum. 21:00–23:00 Kvöldvaka og varðeldur, kassagítarar og fjöldasöngur fyrir neðan kirkjuna. Laugardagur 12:00–14:00 Hestaratleikur um dalinn. 12:00–17:00 Markaður Dalsbúa í Mosskógum. 12:00– 17:00 Litlu krakkarnir geta farið á hestbak í gerðinu á Mosskógum. 14:00–17:00 Hestaþrautir. Hestakeppni þar sem keppt verður í ýmsum þrautum. 21:00–01:00 Dansleikur með hljóm- sveitinni Síðasta bandið í dalnum. 12:00–16:00 Opið hús hjá bændum dalsins. Sunnudagur 14:00–16:00 Söguhestaferð um Mosfellsdal. 16:00 Bændafundur. Riðið í Laxnes. Þ egar ég byrjaði á þessu árið 1992 var þetta bara mói,“ seg­ ir Jón Jóhannsson garðyrkju­ bóndi á Mosskógum í Mos­ fellsdal. Hann hefur á 20 árum byggt upp glæsilega útivistar­ perlu sem er steinsnar frá höfuð­ borginni. Nokkurn veginn mitt á milli miðbæjarins og Þingvalla. Á hverjum laugardegi yfir sumartímann streyma hundruð manna á markaðinn á Mos­ skógum sem er löngu orðinn frægur en í skóginum er að finna hin ýmsu leyndarmál. „Hugmyndin var bara að búa til einhvern skemmtilegan stað,“ seg­ ir Jón en til að byrja með var bara um sumarvinnu hjá Jóni að ræða þar sem hann bjó í Frakklandi á veturna. Þar starfaði hann sem glerlistamaður en dvaldi svo á Íslandi yfir sumartím­ ann og sinnti Mosskógum. „Ég byrj­ aði með trjárækt og trjáplöntusölu. Leigði svæðið undir það fyrstu fimm árin. Síðan ákvað ég að kaupa landið árið 1997,“ en Jón segist ávallt hafa leikið af fingrum fram og gert það sem honum dettur í hug hverju sinni. Þeir sem til hans þekkja vita að Jón, eða Nonni eins og hann er jafnan kallað­ ur, er alltaf að og yfir sumarið er erfitt að ná af honum tali öðruvísi en að elta hann um garðana í Mosskógum. Bændatjaldstæði við borgina Eftir að Nonni keypti jörðina árið 1997 fór hann að sinna Mosskógum af meiri alvöru og ákvað um svipað leyti að setja upp tjaldsvæði. Sett voru niður tré sem flest voru hnéhá en nú eru tjaldsvæðin í skjóli af myndar­ legum skógi. Tjaldsvæðin eru í tvö og annað þeirra er hugsað fyrir tjöld en hitt fyrir stærri búnað svo sem felli­ og hjólhýsi. Þar er aðgangur að raf­ magni og svo er einnig að finna bað­ og salernis aðstöðu á svæðinu. „Þetta eru ekki mjög stór tjald­ svæði enda var hugsunin að hafa þetta hálfgert bændatjaldsvæði. Frjálst og opið. Þar sem fólk getur ver­ ið í skóginum, labbað um grænmetis­ garðana og kíkt á dýrin sem eru hérna í umhverfinu,“ en ekki er ólíklegt að gestir rekist á litlu andafjölskylduna sem býr á svæðinu. Þá er stutt í aðra afþreyingu í daln­ um. Þar er að finna hestaleigu á Lax­ nesi, golfvöll á Bakkakoti, safn á Gljúfrasteini og margt fleira. Garðyrkjan í blóðinu Upp úr 2000 hóf Nonni að rækta grænmeti og hefur sú rækt aukist með árunum. Eftir því sem trén hafa vaxið myndast betri aðstæður fyrir ræktun­ ina og segir Nonni að það geti munað allt að nokkrum gráðum á hitanum í skóginum og úti á þjóðvegi. Um svipað leyti hófst markaður­ inn að Mosskógum sem hefur verið á laugardögum yfir sumarið allar götur síðan. „Til að byrja með vorum við bara með þetta á einu borði. Núna erum við með um 10 til 15 tegund­ ir af grænmeti auk þess sem ýmsar aðrar vörur eru í boði,“ en bændur í Mosfellsdal, Þingvallasveit og íbú­ ar dalsins bjóða upp á allt frá reyktri bleikju og heimatilbúnum hummus yfir í kaffi, kökur og fjölbreyttar nátt­ úruafurðir. „Síðan er Gísli bróðir með rósir og jarðarber,“ en við hliðina á Mosskóg­ um er garðyrkjustöðin gamalgróna, Dalsgarður, sem Gísli Jóhannsson rekur. Það var faðir þeirra Nonna og Gísla, Jóhann Jónsson, sem stofnaði stöðina í kringum 1950. Þar hafa ver­ ið ræktaðar rósir allar götur síðan en Gísli hefur lagt áhersluna á ýmsar af­ urðir meðfram því og ræktar til dæmis mikið magn túlípana. Þá hefur sonur hans, Þrándur Gíslason Roth, komið á laggirnar jarðarberjarækt í samstarfi við föður sinn. Beint úr garðinum Grænmetið sem fæst á markaðn­ um er beint úr garðinum en það er annað hvort tekið upp á föstudeg­ inum eða á laugardagsmorgninum. Það gerist því ekki ferskara en næsti markaður er um verslunarmanna­ helgina en einnig verður haldið fjöl­ skylduhátíð í Mosfellsdalnum sem lesa má um hér á síðunni. „Síðan get­ ur fólk alltaf stoppað við,“ en Nonni er sem fyrr sagði einnig með trjásölu auk grænmetisræktunar. „Við hopp­ um þá út í garð og slátrum nokkrum kálhausum,“ segir Nonni að lokum en hvetur fólk til að hringja á undan sér. Enda erfitt að hitta á hann öðruvísi en á ferðinni. asgeir@dv.is Skjól í skóginum Bæði aðstaða fyrir tjöld og stærri búnað að Mosskógum. Hægt er að fá nánari upplýsingar um Mosskóga á Facebook. Líflegt umhverfi Nokkrar hænur eru á staðnum auk þess sem þessi andafjölskylda gengur þar um. M y n d ir Á S G ei r Jó n SS o n M y n d ir Á S G ei r Jó n SS o n nonni á Mosskógum Alltaf á fullu spani og tekur á móti gestum opnum örmum. Íslensk jarðarber Gísli Jóhannsson rósabóndi ræktar jarðarber ásamt syni sínum, Þrándi. Líf og fjör Markaðurinn verður á sínum stað um verslunar- mannahelgina. Besta grænmetið í bænum Gréta Stein- grímsdóttir hæst ánægð með kartöflurnar Gunna og didda Matreiða góðgæti fyrir gesti og gangandi. Bjössi, Mundi og Gummi Drukku kaffi og rifu kjaft á markaðnum um síðustu helgi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.