Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2012, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2012, Blaðsíða 36
4 3.–7. ágúst 2012 Verslunarmannahelgin Þjóðhátíð í Eyjum Þ jóðhátíð í Vestmannaeyjum er óneitanlega einn sögurík- asti viðburður verslunar- mannahelgarinnar. Fróðir menn segja að langflest börn komi undir á þessum árstíma enda ætti engan að undra að fagurgræn- ar torfur Herjólfsdals og tign hinnar íslensku sauðkindar kveiki ástarbál í hjörtum þjóðhátíðargesta. Það sem helst gefur Þjóðhátíð sérstöðu á meðal útihátíða á Íslandi er fjölbreytileiki þeirra sem hátíð- ina sækja. Í Eyjum er kynslóðabil- ið brúað; þótt ærslafull ungmenni fylli dalinn láta rosknari íbúar Vest- mannaeyja sig sjaldan vanta. Í hin- um svokölluðu „hvítu tjöldum“ hafa íbúar Heimaeyjar aðsetur. Þar er sið- ur að fjölskyldan deili tjaldi og japli á gómsætum veitingum. Margir hafa átt eftirminnilegar stundir í þessum tjaldbúðum heimamanna. Hátíðinni hefur vaxið fiskur um hrygg í seinni tíð og nú sækja hana á annan tug þúsunda gesta á hverju ári. Því til samanburðar voru aðeins 400 gestir á fyrstu þjóðhátíðinni, árið 1874. Þá héldu eyjaskeggjar upp á þúsund ára afmæli Íslands. Eyja- menn höfðu ekki komist til megin- landsins vegna veðurs og héldu því hátíð á sínum heimaslóðum. Þjóð- hátíð í Eyjum hefur verið haldin all- ar götur síðan og fest rækilega í sessi. É g man alveg þegar Þjóðhá- tíð var bara öskrandi mar- ínering í vodka og kók,“ segir Bubbi Morthens þegar hann er inntur eftir eftirminnilegum at- vikum á Þjóðhátíð í Eyjum. „Hún er til dæmis minnisstæð Þjóð- hátíðin 1976, ef ég man rétt, það voru bara slagsmál, ríðingar og fyllerí. En þær hafa eiginlega verið eftirminnilegastar seinustu fjög- ur skiptin vegna þess hvað þetta orðið að glæsilegri tónlistarhátíð, algjörri tónlistarveislu.“ Bubbi, sem er hokinn af reynslu þegar kemur að Þjóðhátíð í Eyjum, seg- ir áberandi „hvað er mikið minna um ofsafengna ölvuna núna“. AC/DC á þjóðhátíð Uppgangur Þjóðhátíðar er Bubba afar hjartfólginn. „Ég er farinn að halda að Þjóðhátíð muni verða jafnvel bara alþjóðleg útihátíð. Þú færð ekki betra tónleikasvið en Dalinn,“ segir Bubbi og sér jafnvel fyrir sér stórhljómsveit á borð við U2 á Þjóðhátíð. „AC/DC er auð- vitað draumurinn samt. Upphafs- stefið á Highway to Hell í Dalnum, það væri alveg geggjað.“ Hólmsteinsvísur Bubba Árið 2010 vakti Bubbi mikla athygli á Þjóðhátíð er hann söng svonefndar Hólmsteinsvísur eft- ir sjálfan sig fyrir mannmergð- ina. Fjölluðu þær um Hannes Hólmstein Gissurarson, stjórn- málafræðiprófessor við Háskóla Íslands. „Ég held ég hafi aldrei fengið eins mikið af vondum sms- skilaboðum. Ég fékk fjölmörg skilaboð þar sem mér var hótað og menn bölvuðu mér,“ segir Bubbi og bætir við: „En Hólmsteinn er flottur. Hann er með langbestu fluguveiðistöngina í bransan- um.“ Í vísnasöng Bubba var meðal annars sungið: „Hólmsteinn fann upp frjálsan vilja, / fyrstur manna á landi hér / Aldrei hefur reynt að hylja, / ást sína á sjálfum sér.“ Límósína eða lyftari Ljóst er að skipuleggjendur Þjóð- hátíðar leggja sig í framkróka við að láta fara vel um stórstjörnur á borð við Bubba. Til að mynda sést það á því að Bubbi hefur stundum mætt í Herjólfsdal á for- láta límó sínu í boði þjóðhátíðar- nefndar. Bubbi veltir þó upp þeim möguleika í samtali við DV að hægt væri að skipta límósínunni út fyrir valtara. „Ég býð bara eft- ir að fá lyftara í þetta. Það væri rosalega kúl að koma á lyftara í Dalinn.“ Þjóðhátíð er algjör tónlistarveisla Hljómsveitirnar í dalnum Þ að verður mikið um dýrðir þegar margir af nafn- toguðustu tón- listarmönnum landsins stíga á stokk í Herjólfs- dal. Þar má nefna Pál Óskar Hjálmtýsson, Bubba Morthens, Björgvin Halldórsson og Mugison. Einnig er mikið um atkvæða- mikla tónlistarmenn af yngri kynslóðinni. Undir þann flokk falla til að mynda meðlim- ir rafpoppsveitar- innar RetRoBot frá Selfossi sem sigraði í Músík- tilraunum 2012 og júróstjörn- urnar úr Bláum Ópal. Síðast en ekki síst er rétt að til- taka írsku popp- goðsögnina, Ronan Keating, og rapparana í Dope DOD sem eru frá Hollandi. Ronan Keating var aðalsöngv- ari strákabands- ins Boyzone sem gerði garðinn frægan á tíunda áratugnum. Á dögunum bárust fréttir af því að Keating væri orðinn einhleypur og því verður fróðlegt að sjá hvort írska kyntröllið kemur til með að gefa dætrum Íslands undir fótinn. Athygli vekur að allir tónlistar- mennirnir sem koma fram á Þjóðhá- tíð í Eyjum eru karlkyns að frátöldum þremur stúlkum í framlínu hljóm- sveitarinnar Vicky og fiðluleikar- ans knáa Unnar Birnu Björnsdóttur úr Fjallabræðrum. Þess má geta að Fjallabræður eiga einmitt þjóðhá- tíðarlag ársins 2012 og heitir það „Þar sem hjartað slær“. n Þjóðhátíðin 1976 eftirminnilegust í augum Bubba Morthens n 400 gestir árið 1874
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.