Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2012, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2012, Blaðsíða 17
n Meint fjársvik Vítisengla fyrir dómstólum n Settu sig í stjórnir Svindluðu Sér inn í Stjórnir fyrirtækja Fréttir 17Helgarblað 3.–7. ágúst 2012 T ugmilljóna svik meðlima Fáfnis, nú Vítisengla, virð- ast hafa verið síðasta próf- raun mótorhjólaklúbbsins áður en hann hlaut formlega stöðu innan samtaka Vítisengla (e. Hells Angels). Fimm menn, um og yfir tvítugt, eru ákærðir fyrir skjala- fals og að hafa með blekkingum haft milljónir af Íbúðalánasjóði. Við svik- in notuðu fimmmenningarnir fyr- irtækin Saffran ehf. og Guðmund Kristinsson ehf. en með skjalafalsi skráðu Vítisenglarnir sitt fólk í stjórn- ir félaganna. Í ákæru saksóknara seg- ir að Vilhjálmur Símon Hjartarson og Jens Tryggvi Jensson hafi í blekk- ingarskyni skráð sjálfa sig í stjórnir fyrirtækjanna. Það gerði sakborning- um kleift að stofna reikninga í nafni fyrirtækjanna, falsa kauptilboð í fast- eign og slá lán hjá Íbúðalánasjóði. Stofnendur í Bandaríkjunum Saffran er fjárfestingarfélag tengt Eggert Dagbjartssyni, fjárfesti í Bandaríkjunum, en stofnandi félags- ins er Björg Bergsveinsdóttir, eig- inkona hans. Bæði eru þau búsett í Bandaríkjunum. Rétt er að taka fram að Saffran ehf. tengist skyndibita- keðjunni Saffran ekki. Tilkynnt var um breytingu á stjórn í maí 2009. Í ákæru er Vilhjálmur Símon sakaður um að hafa falsað undirskrift Sigríð- ar Hönnu Jóhannesdóttur, formanns stjórnar félagsins, og Ásdísar Árna- dóttur, varamanns í stjórn félagsins, og lagt tilkynningu um breytinguna fram hjá skattstjóra í júní sama ár. Þá segir í ákærunni að Vilhjálm- ur Símon hafi fært lögheimili fyrir- tækisins að Kirkjuvegi á Selfossi, þá- verandi dvalarstað Vilhjálms, með framlagningu falsaðra skjala. Með- fram breytingunni mun Vilhjálmur hafa gert sig að framkvæmdastjóra félagsins og prókúruhafa. Vilhjálm- ur Símon er í ákæru sérstaks sak- sóknara því næst sagður hafa falsað undirskrift stjórnarformanns Saffr- an ehf. á kaupsamning um fasteign í eigu félagsins á Vatnsstíg 3 í Reykja- vík. Þá kemur einnig fram að hann hafi falsað undirskrift kaupanda á eigninni. Vilhjálmur Símon tók samkvæmt ákærunni því næst 20 milljóna króna lán hjá Íbúðalánasjóði. Sjóðurinn greiddi féð inn á sparireikning í eigu Saffran ehf., reikning sem Vilhjálm- ur Símon stofnaði sjálfur í krafti ný- fengins umboðs sem stjórnarmaður og prókúruhafi hjá félaginu. Milljón í reiðufé 9. júní 2009 gekk Vilhjálmur Sím- on, samkvæmt lýsingu í ákæru sak- sóknara, inn í útibú Íslandsbanka við Fjarðargötu í Hafnarfirði og tók tæp- lega 20 milljónir út af reikningi fé- lagsins. Ein og hálf milljón var tekin út af reikningnum í reiðufé. Þá seg- ir í ákæru saksóknara að Vilhjálm- ur Símon hafi millifært 8,4 milljónir króna á bankareikninga Hans Aðal- steins Helgasonar og Jens Tryggva Jenssonar. Þá segir að Vilhjálm- ur hafi millifært 9.899.000 krónur á eigin bankareikninga. Millifærslur á reikninga Vilhjálms dreifðust nokk- uð en þær fóru á fimm mismunandi reikninga. Seldi hús á Grettisgötu Í tilfelli Guðmundar Kristinsson- ar ehf. var tilkynning um stjórnar- breytingar lögð fram hjá ríkisskatt- stjóra í lok júní árið 2009. Þar kom fram að Jens Tryggvi væri stjórn- arformaður fyrirtækisins. Þá var lögheimili fyrirtækisins skráð að Álfholti í Hafnarfirði, þáverandi dvalarstað Jens. Fölsun undirskrifta gerði honum kleift að skrá sjálf- an sig sem prókúruhafa sem veitti honum heimild til fjármálagjörn- inga í nafni félagsins. Í ákærunni segir að Jens hafi því næst falsað undirskriftir á kaup- samningi vegna fasteignar í eigu fé- lagsins að Grettisgötu 6. Jens tók samkvæmt ákærunni því næst 20 milljóna króna lán hjá Íbúðalánasjóði. Sjóðurinn greiddi féð inn á reikning í eigu Guðmund- ar Kristinssonar ehf. Í ákæru sak- sóknara segir að Jens hafi samtals tekið 31.800.000 krónur af reikningi félagsins, tæplega tólf milljónum meira en lán Íbúðalánasjóðs hljóð- aði upp á. Stærsta hluta upphæðar- innar, rúmlega 27 milljónir, lagði hann inn á reikninga Hans Aðal- steins og Jóns Ólafs Róbertssonar. Restina færði Jens á eigin reikning en tók sama dag mestan hluta út af þeim reikningi. Vel skipulagt Helgi Ragnar Guðmundsson kem- ur að málum beggja félaganna sem urðu fyrir fjársvikunum. Í ákæru segir að hann hafi aflað upplýs- inga og gagna um félögin með að- stoð gagnagrunns CreditInfo og Landsskrár fasteigna. Þar á meðal voru skjöl undirrituð af þeim sem tengdust félögum og fasteignum. Með því hafi mátt líkja eftir undir- skriftum og falsa gögn. Þá segir að Helgi hafi gefið bæði Vilhjálmi og Jens Tryggva fyrirmæli um hvar ætti að framvísa skjölunum. Aðal- meðferð í málinu fer fram á næstu vikum. Vel skipulögð fjársvik Fimmmenningarnar virðast hafa gengið nokkuð skipulega til verks. Fjársvikin eru sögð tengjast aðildarferli Fáfnis inn í Vítisengla. Mynd: Af norSkuM MeðliMuM VítiSenGlA. tenGiSt fréttinni ekki Með BeinuM Hætti. „ Jens tók sam- kvæmt ákærunni því næst 20 milljóna króna lán frá Íbúðalána- sjóði. Kertum fleytt vegna Hírósíma Frá árinu 1985 hafa íslenskir frið- arsinnar fleytt kertum í minningu fórnarlamba kjarnorkuárásanna á Hírósíma og Nagasakí 6. og 9. ágúst 1945 og til að leggja áherslu á kröfuna um friðsaman heim án kjarnorkuvopna. Í tilkynningu sem Samstarfs- hópur friðarhreyfinga, sem er samstarfsverkefni sjö friðarsam- taka og -hópa, sendu frá sér á fimmtudag kemur fram að kertum verði fleytt af þessu tilefni þann 9. ágúst næstkomandi á Tjörninni í Reykjavík klukkan 22:30. Þetta er 28. kertafleytingin hér á landi. Um er að ræða hefð sem upprunnin er í Japan, en athafn- ir af þessu tagi fara fram víða um heim. „Friðarsinnar telja mikilvægt að komandi kynslóðir dragi lær- dóma af kjarnorkuárásunum svo slík vopn verði aldrei framar not- uð gegn fólki. Um 200 þúsund manns létust í árásunum á borg- irnar Hírósíma og Nagasakí. Síðan hafa enn fleiri dáið meðal annars vegna geislavirkni af völdum sprengjanna og margir eiga enn um sárt að binda. Þau fórnarlömb sprengjanna sem lifðu af en þjást enn vegna afleiðinga þeirra eru nefnd „hibakusha“. Einn þeirra, Inosuke Hayasaki sem er 81 árs gamall og lifði af kjarnorkuárásina á Nakasakí, mun halda ávarp við upphaf kertafleytingarinnar við Tjörnina í Reykjavík í ár,“ segir í til- kynningunni. Fræðslu og ljósmyndasýning um kjarnorkusprengjurnar sem varpað var og afleiðingar þeirra verður opnuð í Borgarbókasafn- inu í Reykjavík 9. ágúst og í Menn- ingarhúsinu Hofi á Akureyri 13.október. Kertafleytingin í Reykjavík verður fimmtudaginn 9. ágúst sem fyrr segir. Verður safnast saman við suðvesturbakka Tjarnarinnar (við Skothúsveg) klukkan 22:30. Fundarstjóri verður Silja Bára Ómarsdóttir aðjúnkt við Stjórn- málafræðideild Háskóla Íslands. Að venju verða flotkerti og friðar- merki seld á staðnum. n Jóhannes er kominn aftur n „Þetta er ekki svaravert“ n Jón Gerald í hart
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.