Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2012, Blaðsíða 58

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2012, Blaðsíða 58
Skrítnar Sögur frá færeyjum 42 Menning 3.–7. ágúst 2012 Helgarblað Í sland er oft kennt við sögur, en einnig má segja að hinar átján eyj- ur Færeyja séu þrjár litlar kippur af örsmáum sögueyjum. Hér gerast sögurnar enn, og ekki þarf mikið til að þær verði samofnar landslagi eyj- anna. Maður fær það á tilfinninguna að ef maður rekur við á Færeyjum muni fólk eftir 100 ár segja sögur af já-aranum sem var alltaf að prumpa. Færeyingar kalla Íslendinga já- ara, og ef maður reynir að bregðast við með því að láta af því að segja „já“ eða „já, já“ um stund, sér mað- ur hversu ómögulegt það er fyrir Ís- lending að segja heila setningu án þess að eitt eða tvö „já“ fylgi. En já, nóg um það. Ég er staddur á skipi sem færir mig frá höfuðborginni Þórshöfn og yfir til Sandeyjar. Skip- stjórinn býður okkur upp á brúna. Heiðurinn er ekki til kominn mín vegna, því já-arar eru hér algeng sjón, heldur vegna förunautar míns sem er kominn alla leiðina frá Hong Kong til að taka myndir af fuglum. „Hvaðan ert þú?“ spyr skipstjórinn mig þegar athyglin beinist frá Asíu um stund. „Frá Reykjavík,“ segi ég. „Stórborgar- maður,“ segir hann og hristir hausinn. Íslensk tröll í útrás Nokkru norðar, og samsíða Straumey þar sem höfuðstaðinn er að finna, liggur Austurey. Á nyrsta tanga henn- ar er sagt að sjá megi til Íslands á heiðskírum degi og er engin leið til að rengja það, þar sem varla hefur nokkurn tímann verið hér heiðskír dagur. Sagt er að veðurfar á eyjunum sé tvenns konar, annaðhvort er rign- ing eða þá að það er að fara að rigna. Ísland leynist einhvers staðar handan sjónmáls en hefur þó sett mark sitt á landslagið, eins og sjá má á Risanum og Kerlingunni, tveim- ur klettum sem standa þverhnípt upp úr sandinum handan við tang- ann. Sagt er að þeir hafi eitt sinn ver- ið íslensk tröll sem hingað komu til að stela Færeyjum, en það fór ekki betur en svo að sólin náði í þau og breytti í steina. Þannig endaði sú útrás. Fyrir utan Straumey má sjá eyj- arnar Hest og Kolt. Koltur er minnsta eyja Færeyja sem búið er á, lagðist í eyði upp úr 1980 en fyrir rúmum ára- tug flutti par þangað og býr enn. Frá fornu fari eru einn eða tveir íbúar hverrar eyjar útnefndir bréfberar og sinna því starfi sem aukabúgrein og fá greitt frá ríkinu til að bera út póst. Fær parið því borgað fyrir að afhenda hvort öðru umslög. Ástarsögur úr eyjunum Það eru fleiri ástarsögur sem hér hafa orðið til. Eitt sinn var strákur frá Kolti sem varð skotinn í stelpu á Hesti og synti yfir á hverju kvöldi þegar straum- ar voru hagstæðir. En kvöld eitt komst faðir stúlkunnar á snoðir um ráða- haginn og kastaði grjóti í sjóinn svo að strákurinn kæmist ekki á land. Straumarnir báru hann frá eyjunum, og hefur ekki spurst til hans síðan. Það var á eyjunni Hesti að mér var fyrir mörgum árum sögð sú saga sem einna helst hefur rist ör í þjóðarsál- ina. Einhvern tímann á 18. öld átti franskt skip viðkomu í Þórshöfn á leið sinni frá átakasvæðum í Norður-Am- eríku. Sjóararnir voru einmana og langþreyttir á að sjá ekki aðrar kon- ur en hafmeyjar. Miðuðu þeir því fall- byssum sínum á bæinn, og hótuðu að jafna hann við jörðu nema konur höfuðstaðarins yrðu sendar um borð. Gengu þær svo um borð með tárin í augunum. Löngu síðar gerðu Danir kvikmyndina Barbara um sama við- burð, en þar er söguskoðunin önnur. Frakkar eru látnir opna rommbirgðir sínar og slegið er upp allsherjar fyller- ísveislu sem endar á að konur bæjar- ins laumast um borð í skipið eftir að karlpeningurinn hefur lognast út af. Sexí treyjur í Þórshöfn Ástin blómstrar enn í Þórshöfn, eða gerir að minnsta kosti sitt besta. Eins og víðar eru konur gjarnar á að flytja á brott til stærri borga, en hér er næsta stórborg Kaupmannahöfn og því eru konur í talsverðum minnihluta á eyj- unum. Mér er sagt að áhöfnum hinna dönsku varðskipa sem gæta land- helginnar hafi verið meinað að koma í land í einkennisbúningum sínum, svo mjög veki þeir athygli færeyskra kvenna, og ekki síður athygli fær- eyskra karlmanna sem minna er sóst eftir. Ég er samferða hóp skandína- vískra á ráðstefnu og er óhætt að segja að tekið sé eftir þegar við setju- mst á bar. „Þetta er sexí treyja,“ segir heima- maður við norska stúlku og bendir á hnappana á ullarpeysu sinni. Þetta vekur ekki þau viðbrögð sem hann hafði vonað, og mér verður hugsað til hnullungs sem ég sá á Sandey og sagt er að menn hafi eitt sinn verið látnir lyfta til að sýna styrk sinn og ganga í augun á konum. Ef til vill mætti allt eins endurvekja þann sið. Kjúklingur fyrir 8.000 manns Í um tveggja tíma siglingu suður af Þórshöfn er syðsta eyja Færeyja, sem heitir Suðurey eins og búast má við. Eyjan er nokkurs konar Sikiley þeirra Færeyinga, fólk þar þykir dekkra á hörund og tengist það víst ferðum Tyrkja á 17. öld sem komu hér við á leið sinni til Vestmannaeyja og skildu eftir litarháttinn sinn. Sagt er að þegar Suðureyingur gengur inn á kebab- stað í Kaupmannahöfn sé hann iðu- lega ávarpaður á tyrknesku, sem vekur kátínu Norðureyjarmanna en minni gleði þeirra sjálfra. Leiðsögumaður okkar bætir sögu í sarpinn og segir frá því þegar hann fór til Jóhannesarborgar í Suður-Afr- íku ásamt eiginkonu sinni. Eins og gerist og gengur í stórborgum var mikið um betlara, en þau höfðu ver- ið vöruð við að bera í þá fé, þar sem aurinn væri oftast nýttur til eiturlyfja- kaupa. Eigi að síður stóðust þau ekki mátið og fóru sjálf á McDonald‘s til að kaupa kjúkling fyrir ungan mann, og til að vera viss um að peningur- inn yrði rétt nýttur. „Við vorum djúpt snortin þegar við sáum hann svo fara út og skipta kjúklingnum með tveimur hungruðum meðbræðr- um sínum,“ segir leiðsögumaðurinn. „Þegar við komum heim hófum við að safna peningum fyrir munaðar- leysingja í Jóhannesarborg. Við héld- um kirkjutónleika víðs vegar um eyj- arnar, og náðum að safna um 165.000 dönskum krónum (rúmum þremur milljónum íslenskra króna). Félag sem heitir Danskar húsmæður í útlöndum sá svo um að koma peningunum til skila og þetta reyndist nóg til að kaupa mat fyr- ir 8.000 manns. Jesús mettaði 5.000 með þremur brauðhleifum og tveim- ur fiskum, en við mettuðum 8.000 með hálfum kjúklingi, frönskum og kók,“ segir hann, og má vel við því að vera stoltur. Blés af leið og stofnaði slekti Það var svo fyrir mörg hundruð árum að Norðmaður að nafni Heinesen var við veiðar einhvers staðar utan við Bergen. Vindhviða feykti honum af leið svo að hann endaði í Færeyjum og kom í land í Strandey. Þar kynnt- ist hann konu og eignaðist börn, og undan þeim er kominn William Heinesen, sem er nánast bæði Lax- ness og Kjarval þeirra Færeyinga, málari og helsti rithöfundur landsins á 20. öld. Heinesen skrifaði á dönsku, en fáir hafa málað jafn eftirminni- legar myndir af eyjunum, hvort sem er á striga eða með penna. Við ljúkum þessu á lýsingu hans á heimalandinu í frábærri þýðingu Þorgeirs Þorgeirs- sonar: „Ja, sjáðu bara þessar landslags- myndir sem rísa uppúr koldimmu hafinu, raðirnar af fjallsöxlum sem fá birtuna að neðan, gnípa við gnípu, og fyrir ofan þetta fjallaland sigla logabryddar dularfullar kynja- myndir hægt og rólega yfir þver- an himinflötinn. Lestarferð aftanúr grárri ævintýraforneskju? Skarar fordæmdra sem þyrpast við hliðin á efsta degi?“ Hvort sem þær eru sóttur langt aftur í myrkur eða líta fram á veginn til hinsta dags, eru Færeyjar staður þar sem sögur eru sagðar, staður þar sem sögurnar gerast enn. n n Íslendingar kallaðir já-arar í Færeyjum n Færeyingar segja ástarsögur Beðið við bryggju Ástarsögur frá Færeyj- um eru þó nokkrar. Sjóarar Einnig má segja að hinar átján eyjur Færeyja séu þrjár litlar kippur af örsmáum sögueyjum. Ferðir Valur Gunnarsson valurgunnars@gmail.com
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.