Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2012, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2012, Blaðsíða 16
16 Fréttir 3.–7. ágúst 2012 Helgarblað Greiða ekki auðlegðar- skatt Forsetahjónin Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff greiða ekki auðlegðarskatt á Íslandi en eins og flestir vita er Dorrit af afar auðugum ættum. Auður henn- ar virðist hins vegar ekki vera til staðar hér á landi og er líklega geymdur utan landsteinanna, eða enn í nafni fjölskyldunnar og ekki hennar sjálfrar. Viðskiptablaðið greinir frá þessu. Eignir fjölskyldu Dorritar eru metnar á tugi millj- arða og voru eignir fjölskyldunn- ar meðal annars taldar upp á lista Time um auðugustu einstaklinga heims. Í Viðskiptablaðinu kemur fram að lítið er vitað um eignir for- setahjónanna. Þau eiga þó einbýl- ishús í Mosfellsbæ, sem þau festu kaup á í lok síðasta ár. Samkvæmt upplýsingum frá ríkisskattstjóra eru 5.212 einstak- lingar á landinu sem greiða auð- legðarskatt, eða sem nemur 1,6 prósentum þjóðarinnar. Bæði forseti Íslands og maki hans greiða skatta og gjöld af tekj- um sínum. Hjón eru, lögum sam- kvæmt, samsköttuð þar sem auð- legðarskattur er aðeins lagður á hreinar eignir umfram 100 millj- ónir. Því má draga þá ályktun að eignir forsetahjónanna nái ekki þeirri tölu. Samfélags- þjónusta í stað fangelsis Tveir fyrrverandi starfsmenn Kaupþings, þeir Daníel Þórðar- son og Stefnir Agnarsson, sem dæmdir voru til sex mánaða fangelsisvistar fyrir markaðs- misnotkun, fengu að sinna samfélagsþjónustu í stað af- plánunar. Viðskiptablaðið greinir frá þessu. Mennirnir inntu af hendi 240 klukkustunda samfélags- þjónustu í stað fangelsisdóms- ins. Í samfélagsþjónustu er litið svo á að 40 klukkustunda vinna jafngildi afplánun eins mánaðar fangelsisrefsingar. Hægt er að taka út refsingu sína í samfélagsþjónustu sé dómur- inn ekki þyngri en níu mánaða fangelsi. Samfélagsþjónustan felur í sér tímabundið ólaunað starf í þágu samfélagsins eins og líknar- eða hjálparstörf. FORNIR FJENDUR KEPPA Á MARKAÐI É g fagna allri samkeppni svo lengi sem hún er á heiðarlegum nót- um,“ segir Jón Gerald Sullen- berger, eigandi lágvöruverðs- verslunarinnar Kosts. Hann á í beinni samkeppni við fyrirtæk- ið Iceland, nýopnaða lágvöruverðs- verslun Jóhannesar Jónssonar, sem áður var kenndur við Bónus en vill nú vera kallaður Jóhannes í Iceland. Báð- ar verslanirnar eru í Kópavogi svo ætla má að hart verði barist um viðskipta- vini. „Við höldum auðvitað bara okk- ar striki og flytjum áfram inn vörur frá Bandaríkjunum og Evrópu,“ segir Jón. „Baugsfeðgar stunduðu ekki heil- brigða og heiðarlega samkeppni hér áður fyrr og það varð þeim að falli,“ segir hann og bætir við: „Nú er bara spurning hvort menn hafi lært af mis- tökum sínum og fyrri reynslu.“ Elda grátt silfur Kalt hefur verið á milli Jóns Geralds og Baugsfeðga eftir að Baugsmálið svo- kallaða tröllreið þjóðmálaumræðunni. Málið hófst með kæru Jóns Geralds á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni en því lauk ekki til fulls fyrr en í desem- ber á síðasta ári þegar síðasti dómur- inn féll. Nafnarnir Jón Gerald og Jón Ásgeir komu illa út úr Baugsmálinu og voru báðir dæmdir í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir hlutdeild í sama broti. Um var að ræða bóka- haldsbrot sem hafði með útgáfu á til- hæfulausum kreditreikningi að gera. Ásælist ekki 10-11 Um 70 prósent af vörum Iceland eru framleiddar hér á landi en Malcolm Walker, meðeigandi Jóhannesar, sér versluninni fyrir aðfluttum vörum. Að sögn Jóhannesar er Walker traustur bakhjarl Iceland á Íslandi. „Ég reikna með að þetta verði 50–50 hjá okk- ur,“ segir Jóhannes um eignarhaldið. Walker er á grænni grein, enda keypti hann nýlega 77 prósenta hlut í Iceland-verslanakeðjunni í Bretlandi af slitastjórn Landsbankans. Fram kom á vef Reuters að Walker hefði afl- að lánsfjár til kaupanna að jafnvirði 175 milljarða íslenskra króna. Orðrómur hefur gengið að undan- förnu um að Jóhannes Jónsson og son- ur hans hyggist leggja undir sig 10–11. Í samtalinu við DV vísaði Jóhannes því alfarið á bug. „Ekki svaravert“ Jón Gerald og Jóhannes hafa átt í nokkru orðaskaki á vef DV. Sá fyrrnefndi kvaddi sér hljóðs þegar Jóhannes var á Beinni línu DV.is á miðvikudaginn. Jón Gerald spurði hvað orðið hefði um fjármunina sem Jóhannes, Jón Ásgeir og Ingibjörg kona hans leystu út með sölu hluta- bréfa í Baugi, en Jóhannes svaraði á þá leið að peningarnir hefðu ekki far- ið í þeirra vasa heldur til Kaupþings. Í kjölfar orðaskiptanna á Beinni línu skrifaði Jón Gerald harðort bréf til Jó- hannesar þar sem hann vitnar í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis máli sínu til stuðnings. Hann spyr hvort ekki sé rétt að félögin Gaumur ehf., Gaumur Holding, ISP ehf. og Baque S.A. hafi fengið greidda 15 milljarða rétt fyrir bankahrunið. Aðspurður hvort hann ætli ekki að svara Jóni Gerald segist Jó- hannes ekki hafa lesið bréfið og ekki hafa í hyggju að gera það. „Ég les yf- irleitt ekki neitt af því sem frá honum kemur. Þetta er ekki svaravert,“ segir hann. Baugur og skýrslan Jón Gerald stendur fast á því að Jó- hannes hafi ekki svarað spurningu sinni heiðarlega heldur vikið sér undan henni. Þegar sama spurning var borin upp við Jóhannes í sam- tali við DV svaraði hann á þá leið að viðskiptin hefðu verið gerð að kröfu Kaupþings og þar að auki hefði fé- lagið verið gjaldfært þegar þau fóru fram. Í áttunda kafla rannsóknarskýrsl- unnar kemur meðal annars fram að Baugur notaði hluta af sölutekjum sínum af því að selja Haga til 1998 ehf. til að kaupa eigin hlutabréf af stærstu eigendum sínum. Hlutaféð hafi verið 15 milljarða virði og ekki verði séð að félagið hafi selt öðrum hlutaféð síðar. Þannig hafi eigend- ur Baugs tekið til sín hluta af fjár- munum félagsins, án þess að nokk- uð lægi fyrir um hvort hagnaður yrði af rekstri þess árið 2008. „Í eðli sínu jafngildir þetta arðgreiðslu, en með útgreiðslu á þessu formi var komist hjá því að uppfylla þyrfti skilyrði sem lög setja fyrir arðgreiðslum úr félög- um,“ segir í skýrslunni. Aðspurður hvort honum finnist það sem fram kemur í skýrslunni ekki vera rétt seg- ist Jóhannes þurfa að setjast niður og kynna sér málin betur til að geta svarað því. n Jóhannes er kominn aftur n „Þetta er ekki svaravert“ n Jón Gerald í hart Jóhann Páll Jóhannsson blaðamaður skrifar johannpall@dv.is Óvildarmaður Baugsfeðga „Ég fagna allri samkeppni,“ segir Jón Gerald um leið og hann hjólar í Jóhannes. Kominn aftur Jóhannes vill láta kalla sig Jóhannes í Iceland, frekar en Jóhannes í Bónus. „Baugsfeðgar stunduðu ekki heilbrigða og heiðarlega samkeppni hér áður fyrr og það varð þeim að falli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.