Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2012, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2012, Blaðsíða 50
34 Viðtal 3.–7. ágúst 2012 Helgarblað Þarf að takmarka aðgengi að áfengi Neyslan hefur tvöfaldast vegna meira aðgengis að áfengi, vill Gunnar Smári meina, og segir Ís­ lendinga eiga erfitt með að ræða áfengismál. Margir áratugir séu síðan bindindishreyfingin hafi misst hljómgrunn og heilbrigðis­ yfirvöld hafi alls ekki viljað hall­ mæla áfengi. „Því hafa áfengis­ salar og bruggarar í raun stjórnað umræðunni lengi og mært lífs­ gæði vímunnar. Af þeim sökum er umræðan skökk og vitlaus. Það er langt í frá vilji mikils meirihluta þjóðarinnar að aðgengi að áfengi verði sífellt auðveldara eða að neysla aukist. Þvert á móti vill mik­ ill meirihluti fólks stemma stigu við neyslunni. Áfengisstefnan á Íslandi breytt­ ist eins og annars staðar á Vestur­ löndum fyrir um 30 árum. Þetta gerðist samhliða uppgangi frjáls­ hyggju. Það var dregið úr aðhaldi á öllum sviðum samfélagsins og dregið úr hömlum í nafni einstakl­ ingsfrelsis, en þó oftast með hag fyrirtækja í huga. Þetta leiddi síð­ an til hruns á mörgum sviðum. Of auðvelt aðgengi að lánsfé leiddi til skuldabólu og fjármálahruns. Lækkun áfengisverðs, fjölgun út­ sölustaða og lengri afgreiðslutímar tvöfölduðu áfengisneysluna víðast hvar, meðal annars hérlendis. Það má því segja að það hafi lengi ver­ ið opinber stefna samfélagsins að auka áfengisneyslu; að sumu leyti vegna þrýstings hagsmunaaðila en að sumu leyti í þeirri trú að þótt að­ hald hafi ef til vill gagnast fyrr á tíð sé fólk í dag annars konar; mennt­ aðra og betur að sér. Reyndin varð að neyslan tvöfaldaðist og skaðinn af neyslunni margfaldaðist; dauðs­ föll, veikindi, slys, afbrot, fjarvistir frá vinnu og svo framvegis. Eins og með aðgengið að láns­ fé, þá vinna allar þjóðir nú að því að takmarka aftur aðgengi að áfengi, hækka verð, takmarka aug­ lýsingar, herða að útsölustöðum. Umræða um þetta hefur aðeins að litlu leyti borist hingað, líklega fyrst og fremst vegna áhugaleysis Landlæknisembættisins á áhrifum áfengis á heilsu landsmanna. Okk­ ar heilbrigðisyfirvöld eru mörg­ um árum á eftir systurstofnunum í nágrannalöndunum. Sama má segja um samtök lækna á Íslandi, en víða hafa þau verið í forystu um að hvetja stjórnvöld til að herða áfengisstefnuna.“ Vitund fyrir réttindum barna Nú er komin verslunarmannahelgi þar sem útihátíðir eru haldnar víða um land og þeim fylgir oft drykkja. Gunnar Smári reiknar með að loka verði Herjólfsdal fyrir börn­ um enda fari ekki saman neysla á áfengi og hátíð með börnum. „Útihátíðirnar eru að breytast eins og bæjarhátíðirnar, fyrst og fremst vegna þess að drykkja fellur ekki að barnaskemmtun. Þeir sem standa að þessum hátíðum hafa því verið að aðskilja þetta tvennt; börnin og drykkjuna. Á Akranesi var farin sú leið að hætta öllum úti­ hátíðarhöldum um kvöldmatar­ leytið. Þeir sem vilja drekka gera það þá á sérstökum öldurhúsum á kvöldin og þar fá börn ekki að­ gang. Mér sýnast borgaryfirvöld í Reykjavík vera á sömu leið með 17. júní. Mér skilst að aðstandendur Þjóðhátíðar í Eyjum ætli að breyta þeirri hátíð í eins konar Roskilde Íslands; tónlistarhátíð fyrir ungt fólk þar sem búast má við mikilli neyslu. Ég reikna því með að þeir muni loka Herjólfsdal fyrir börn­ um í einhverjum áföngum á næstu árum. Vitund okkar fyrir réttind­ um barna mun sjálfkrafa láta þess­ ar verstu hátíðir hverfa, þar sem sauðdrukkið fólk þvældist innan um börn og fjölskyldufólk.“ Mannréttindi að fá úrræði Samfélagið þarf að breytast að mati Gunnars Smára og fyrst og fremst vill hann að mannréttindi áfengis­ og vímuefnasjúklinga séu virt. Að þeir fái rétta greiningu þegar þeir leita til heilbrigðiskerfisins, séu til dæmis ekki sendir heim með þung­ lyndislyf eða unnið sé á afleiðingum sjúkdómsins í stað þess að beina sjúklingnum í viðeigandi meðferð. „Það eru líka mannréttindi þessa hóps að áfram verði þró­ uð úrræði fyrir þá sem ekki fá bata með þeim lausnum sem við eigum í dag,“ segir hann. „Þetta er fámenn­ ur hópur. 49 prósent þeirra sem hafa komið á Vog hafa bara kom­ ið einu sinni, 20 prósent tvisvar og önnur 20 prósent þrisvar til fimm sinnum. 89 prósent þeirra sem hafa komið á Vog hafa því komið þangað fimm sinnum eða sjaldn­ ar. Þetta er í raun frábær árangur í meðferð á krónískum lífshættu­ legum sjúkdómi; líklega þeim sjúk­ dómi sem dregur flest fólk undir fimmtugu til dauða, dregur mest niður lífsgæði fólks af öllum sjúk­ dómum og heldur flestum félags­ lega óvirkum í samfélaginu. En þótt flestir fái bata með þeim úr­ ræðum sem við eigum þá eiga hin­ ir sem ekki hafa náð bata rétt á að úrræðin séu þróuð lengra. Það er ekki alltaf sjúklingnum að kenna ef hann fær ekki bata; oftast er það vegna þess að lausn á vanda hans hefur ekki enn fundist. Þetta á við um alkóhólisma eins og aðra sjúk­ dóma.“ Blekkingin um hófdrykkju Opinber stuðningur er nauðsyn­ legur og Gunnar Smári nefnir að ríkir almannahagsmunir séu fyrir því að efla áfengismeðferð. „Það eru líka mannréttindi þessa hóps, sem telur um 15 pró­ sent landsmanna, að hið opinbera styðji við þá heilbrigðisþjónustu sem hópurinn þarf þótt enginn hafi einkanlega peningalega hags­ muni af þessari starfsemi,“ segir Gunnar. „Einkahagsmunir lyfjafyr­ irtækja keyra ekki áfram meðferð við áfengis­ og vímuefnasýki. Hins vegar eru ríkir almennir hagsmun­ ir fyrir því að efla áfengismeðferð. Því miður höfum við lifað tíma þar sem almannahagsmunir hafa ekki átt upp á pallborðið. Heilbrigðis­ kerfið, eins og aðrir þættir samfél­ agsins, hefur verið byggt upp eftir kröfum og óskum einkahagsmuna­ aðila. Það eru líka mannréttindi þessa hóps að sérstaða hans sé viður­ kennd. Það á að vera auðvelt og jákvætt fyrir ungt fólk að fara í meðferð. Við eigum að læra að fagna því. Það er forsenda þess að fólk með þennan sjúkdóm nái að þroska og dafna, að það gangist við sjúkdómnum. Loks eru það mannréttindi þessa hóps að tekið sé tillit til hans við dreifingu á vímuefnum; bæði áfengis og vímuvaldandi lyfseðils­ skyldum lyfjum. Það er óþolandi að heilbrigðisyfirvöld vilji ekki laga sitt kerfi að því að áfengis­ og vímuefnasýki sé til. Sama á við um dreifingu og sölu á áfengi. Banda­ rískar rannsóknir sýna að vel yfir 80 prósent af öllu áfengi sem er selt eru notuð af áfengissjúkling­ um eða fólki í mikilli ofneyslu. Samt er alltaf látið eins og ÁTVR og vínveitingastaðir séu að selja hófdrykkjufólki eitt rauðvínsglas. Vegna þessarar blekkingar hefur áfengi verið of aðgengilegt í sam­ félaginu og um of haldið að fólki, sem hefur leitt til meiri neyslu sem aftur leiðir til þess að of margir þróa með sér þennan lífshættulega sjúkdóm. Með þessu er ég ekki að leggja til bann eða óbærilegar hömlur; aðeins að tekið verði mið af þeirri staðreynd að áfengi er mikill skað­ valdur fyrir heilsu manna jafn­ framt því að vera mörgum gleði­ gjafi. Það þarf að finna viðunandi sátt milli þessara þátta sem megin­ þorri fólks sættir sig við.“ Góðar fyrirmyndir eru forvörn Hvernig geta foreldrar stutt við unglingana sína og varið þá gegn hættum þeim sem fylgja áfengis­ og fíkniefnaneyslu? „Allar kannanir sýna að sá einstaki þáttur sem ræður mestu um hvort börn og ungmenni byrji snemma að drekka eða nota fíkni­ efni er hvort börnin hafi séð for­ eldra sína ölvaða eða dópaða. Ég býst við að þetta komi eng­ um á óvart. Foreldrar sinna for­ eldraskyldum sínum best með því að vera góðar fyrirmyndir. Ef þeir drekka sig ofurölvi, rífast fyr­ ir framan börnin og sofna frammi í sófa ættu þeir að ræða þessi atvik við börnin daginn eftir, ekki láta eins og þetta sé sjálfsögð og eðlileg hegðun. Rannsóknir sýna að fólk of­ metur gildi áróðurs gegn áhættu­ hegðun barna og ungmenna. Það er mun árangursríkara að beita skertu aðgengi eða hærra verði. Kannanir hafa sýnt að verðhækk­ anir hafa sérlega jákvæð áhrif á unglinga enda þurfa þeir að nota vasapeninga sína í margt og áfengi og vímuefni verða út undan ef það er of dýrt.“ Finnst honum eitthvað til í því að það sé of mikil pressa á ungu fólki? „Það held ég ekki; ekki al­ mennt. Ég held að það sé hvorki flóknara né erfiðara að vera ung­ ur í dag en áður, en það er örugg­ lega um margt öðruvísi. Aðgengi að áfengi og vímuefnum er mun meira í dag en fyrir tuttugu árum og sjálfsagt finna krakkar fyrir fél­ agslegum þrýstingi til að byrja að nota þessi efni. En félagslegur þrýstingur hefur afvegaleitt ungl­ inga allra tíma. Krakkar í dag hafa á móti miklu fleiri tækifæri til að skapa úr lífi sínu eitthvað skemmti­ legt og magnað en nokkur kynslóð á undan þeim.“ Hefur gaman af lífinu Gunnar Smári hefur lært margt af glímunni við sjúkdóminn. Spurð­ ur hvernig hann leiti sér lífsfyllingar segist hann einfaldlega reyna að lifa góðu lífi frekar en skemmtilegu. „Þegar ég er upp á mitt besta þá borða ég vel og sef vel, les eitthvað gott og hlusta á eitthvað gott eða horfi, reyni að snúa skárri hliðinni að fólki, reyni að leggja mig fram við það sem mér er treyst fyrir, reyni að ganga í aug­ un á konunni minni, fá dóttur mína til að hlæja og ögra eldri börnunum með einhverri vitleysu. Ég reyni eig­ inlega frekar að hafa gaman af lífinu en að lifa skemmtilegu lífi. Ég get því ekki mælt með mínu lífi við nokkurn mann en það er orðið eins og klæð­ skerasaumað á mig.“ Flókin ættleiðing Gunnar Smári og eiginkona hans, Alda Lóa Leifsdóttir, ættleiddu stúlku barn frá hinu blá fátæka Afríku ríki Tógó, Sóleyju, sem er orðin fimm ára. Ættleiðing er flók­ ið ferli í Afríku eins og annars stað­ ar en þar er hins vegar líflegra yfir stjórnsýslunni. „Það sem mér fannst eftirminni­ legast við ferlið – fyrir utan þá miklu gjöf að vera afhent lítið barn og vera treyst fyrir því – var munurinn á stjórnsýslunni hér og í Tógó,“ segir Gunnar Smári. „Hér þykir það fag­ legt og góður siður að skilja hjart­ að eftir í fatahenginu og nálgast öll viðfangsefni eins og sálarlaus manneskja. Í Tógó þætti það hins vegar mikil ómenning; þar gladdist fólk innilega með okkur og barninu; hafði lifandi áhuga á sögu okkar og vildi meta okkur með hjartanu ekki síður en einhverjum stöðluð­ um mælistikum. Hættan við afríska kerfið er að sá sem kemur með hjartað í vinnuna gæti ráðið frænda sinn sem sendil eða sleppt vasaþjófi af því að hann finnur til með hon­ um. Þetta er svona klassísk spill­ ing. Sú hjartalausa spilling sem við glímum við í stjórnsýslunni er hins vegar eitthvað miklu hættulegra og óhugnanlegra. Ég segi þetta ekki vegna þess að kerfið hér heima hafi brugðist okkur á nokkurn hátt; þessi mismunur var bara svo hróp­ andi í samanburðinum.“ Að laga sig að heiminum Þau gildi sem Gunnari Smára hef­ ur reynst best á lífsleiðinni eru fremur einföld. Að laga sig að heiminum fremur en að treysta á lukkuna. „Ég er að kenna dóttur minni að hafa munninn fyrir ofan diskinn. Ef maður missir eitthvað af gafflin­ um þá dettur það á diskinn en ekki á borðið eða í kjöltuna. Er þetta ekki gott gildi; að laga sig að heim­ inum fremur en að treysta á að allt fari alltaf á besta veg? Eru góð gildi ekki sett saman úr mörgum svona smáum atriðum? Ef ég tryði á eitt­ hvert risastórt algilt gildi færi ég örugglega að berja þig með því.“ Lífsgildin Er þetta ekki gott gildi; að laga sig að heiminum fremur en að treysta á að allt fari alltaf á besta veg? Mynd JG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.